Íþróttablaðið Sport - 01.05.1958, Blaðsíða 1
Það þótti tíðindum sceta, að ungur og tiltölulega óþekktur hlaupari, skyldi vinna Víðavangshlaup ÍR og síðan
Drengjahlaup Armanns. Þessi ungi hlaupari heitir Haukur Engilbertsson, Borgfirðingur að ætt og uppruna. Hér er
glögg sönnun þess, að þú lesandi góður, hvar sem þú ert og iðjar, getur stundað íþrótt þína og náð árangri, þótt ekki
séu íþróttavellir ncertcekir.
Það eru tvö meginskilyrði, sem þolhlaupari verð-
úr að uppfylla. Annað er að vera líkamlega og and-
lega heilbrigður og hitt að nenna að cefa skynsamlega.
Hatikur Engilbertsson og aðrir ungir menn, sem fara
að dcemi hans, halda uppi merki fornrar hreysti og
skapseiglu.
Eitt mesta vandamál menningarþjóða heims er
sporletin. Við Islendingar stöndum þegar augliti til
auglitis við þann vanda. Við viljum helzt ekki ganga
og því síður 'hlaupa. Upp þarf að skera herör nú þegar
og gera það lýðum Ijóst, að trauðla getur það kallast
líf að lifa fótavana. Heilsa og hreysti eru engan veginn
sjálfsagðir hlutir. Hvorttveggja glatast sé þess ekki
gcett að lifa samkvcemt lögmálum lífsins. En allt líf
er starf, hreyfing. Sé hreyfingin svo lítil, að hún kom-
ist niður fyrir ákveðið lágmark, orsakar það hrörnun.
Og því miður mcetir þú víða ungum mönnum með
þessi hrörnunareinkenni.
Eins og kunnugt er hefur líkaminn mikla aðlög-
unarhcefni. Sé lítið reynt á hann, lagar hann sig eftir
því og dregur úr byggingarstyrkleika sínum, bein og
vöðvar rjrna. Sé hinsvegar reynt á líkamann og hann
þjálfaður, þá eykst styrkleiki hans, þróttur og þol.
Þjálfuð og hraust ceska lætur ekki bugast þótt á
móti blási. Hún finnur styrk sinn og lífsþrótt og þráir
starf og viðfangsefni.
Fámenn þjóð í stóru landi verður að geta byggt
menningu sína og athafnalíf á hraustum einstakling-
um. - Ungir Íslendingar, stælið þrótt ykkar^ og þrek. Hér sézt Haukur Engilbcrtsson sigra Kristleif GuSbjörnsson í
Það eykur starfshæfnina og lengir starfsævina. Drengjahlaupi Ármanns. (Ljósm. R. Vignir).