Íþróttablaðið Sport - 01.05.1958, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ SPORT
5
Heimsókn Helsingör I.F.
Dagana 9.—16. maí dvöldust hér
á vegum KR flokkar karla og
kvenna frá Helsingör, en það nafn
ber nú hæst í dönskum handknatt-
leik. Sérstaklega var mikill feng-
ur af komu karlaliðsins, en Hels-
ingör myndar um þessar mundir
kjarnann í danska landsliðinu og
er nú Danmerkurmeistari í hand-
knattleik.
Fyrsti leikur Helsingör var við
gestgjafa þeirra, íslandsmeistar-
ana úr KR, og bar sá leikur nokk-
urn keim kunningsskapar og
bræðralags, enda heimsótti KR
Helsingör sl. sumar eins og menn
muna. Það kom brátt í ljós, að
hið litla Hálogaland háði Dönun-
um mjög; þeir áttuðu sig ekki á
hinum breyttu fjarlægðum og
höfðu sýnilega of lítið rúm til að
útfæra sitt fræga línuspil. Lauk
þessum fyrsta leik með jafntefli,
24:24, og verður það að teljast góð-
ur árangur hjá KR. Hinsvegar voru
Danirnir bersýnilega ekki ánægðir
með úrslitin né sína frammistöðu.
Enda kom það á daginn í næsta
leik, sem var gegn FH, að Danirnir
gátu leikið af meiri festu en íram
kom í fyrsta leiknum meðan þeir
voru óvanir aðstæðum. Höfðu
Hafnfirðingar ekki roð við þeim
og máttu horfa upp á sitt stærsta
tap um langt skeið, 33:24.1 þessum
leik vakti markvörðurinn, Bent
Morthensen, sérstaka athyg'li, en
hann sýndi einhverja beztu mark-
vörn, sem hér hefur sézt. Voru
staðsetningar hans sérstaklega at-
hyglisverðar og lærdómsríkar fyrir
markverði okkar.
Þriðji leikur Dananna var gegn
hinu unga og efnilega liði IR. Er
óhætt að fullyrða, að það hafi ekki
brugðist vonum manna, því að
þarna virtust Danirnir í fyrsta
skipti mæta jafningjum sínum í
knattmeðferð og leikhraða. Var
fyrri hálfleikurinn tvímælalaust
með því bezta, sem sézt hefur að
Hálogalandi til þessa. I hálfleik
höfðu ÍR-ingar 2 mörk yfir (15:
13) og héldu síðan áfram sókninni
með þeim árangri, að leikar stóðu
á tímabili 20:16 fyrir ÍR. En þá
urðu skyndilega þáttaskil í leikn-
um, enda var hraðinn þá orðinn
meiri en svo að iR-ingar þoldu
hann. Á síðustu mínútunum var
aðeins eitt lið á vellinum; ÍR-ingar
voru gjörsamlega útkeyrðir og
Helsingör sigraði örugglega með
30:25. Enda þótt Danir færu lof-
samlegum orðum um frammistöðu
allra ísl. liðanna, voru þeir ekki
hvað sízt hrifnir af leik IR og töldu
liðið eiga mikla framtíð fyrir sér.
Síðasti leikurinn í heimsókn
þessa skemmtilega liðs var gegn
úrvali H.K.R.R. Það lið var nær
eingöngu skipað leikmönnum úr
ÍR og KR og virtist fljótt á litið
vera mjög sterk uppstilling. En
þegar á hólminn kom reyndunt
þessar samstæður ekki eiga vel
saman; liðið átti frekar lélegan
leik og beið ósigur með 25:19.
Leikirnir í kvennaflokki voru
flestir mjög skemmtilegir, en því
miður gefst ekki tóm til að ræða
þá nánar hér. TJrslit þeirra urðu
þessi: Helsingör — KR 16:14, Ár-
mann—Helsingör 24:17 og Hels-
ingör — Úrval 10:9. Náðu ísl.
stúlkurnar þannig betri árangri
en karlmennirnir, unnu einn leik
og töpuðu hinum báðum með mjög
litlum markamun.
óhætt er að fullyrða, að þessi
heimsókn hafi orðið handknatt-
leiknum hér til mikils góðs og væri
óskandi að framhald mætti verða
á slíkum samskiptum sem hér hef-
ur verið komið á.
K.
Hraðkeppni í handknatfleik
4 maí efndi H.S.Í. til hraðkeppni að
Hálogalandi. í meistaraflokki karla
mættust 3 efstu liðin á íslandsmótinu
ásamt úrvali úr öðrum félögum. Fyrst
kepptu FH og úrvalið og sigraði FH
með 12:7. Þá kepptu KR og ÍR og
sigraði KR naumlega 10:9. í úrslita-
leiknum sigraði FH hina nýbökuðu ís-
landsmeistara KR með talsverðum yf-
irburðum (18:10).
í meistaraflokki kvenna endurtók
sama sagan sig. íslandsmeistarar Ár-
manns biðu ósigur fyrir KR, enda þótt
munurinn væri aðeins eitt mark (7:6).