Íþróttablaðið Sport - 01.05.1958, Qupperneq 6
6
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ SPORT
Sundmót I.R.
Sundmót ÍR var haldið í Sundhöll
Reykjavíkur 28.—30. apríl s.l. Til móts-
ins var boðið sænsku sundkonunni Kar-
in Larsson frá Málmey og danska sund-
manninum Lars Larsson. Voru hér
góðir gestir á ferð og í fremstu röð
sundmanna á Norðurlöndum.
Árangur mótsins var mjög góður sem
m. a. má sjá af því að sett voru sex ný
íslandsmet og það sjöunda jafnað.
Keppnin milli gestanna og heimamanna
var mjög skemmtileg og spennandi og
er skemmst frá því að segja að ísl.
sundfólkið sigraði í 8 af þeim 10 grein-
um, sem báðir aðilar tóku þátt í.
Beztu tímar Karinar fyrir mótið voru
þessir (skriðsund): 50 m: 30,9 sek., 100
m: 1:06,8 mín. og 200 m: 2:23,8 mín.
(sænskt met). Tímar Ágústu í sömu
röð: 30,2 — 1:07,0 og 2:33,0. Samkvæmt
þessu mátti búast við því að keppnin
milli þeirra yrði mjög hörð, einkum á
100 m, enda kom það á daginn.
Um Lars Larsson er það að segja, að
hann hafði skömmu fyrir síðustu ára-
mót sett danskt met í 100 m skrið-
sundi (57,7) og síðan synt nokkrum
sinnum á 58—59 sek. Þá hafði hann
nýlega sett dönsk met í 200 m (2:07,8)
og 400 m skriðsundi (4:42,1). Guðm.
Gíslason, hinn nýbakaði íslandsmet-
Viðbragð Guðmundar í baksundinu.
hafi í 100 m skriðsundi (58,2), fékk því
verðugan keppinaut að glíma við, þótt
raunin yrði sú, að þriðji maðurinn,
Pétur Kristjánsson, blandaði sér nokk-
uð óvænt í keppnina. Er óhætt að
segja að Pétur hafi komið einna mest
á óvart af öllum keppendum mótsins.
Lars Larsson varð sem sagt að láta
sér nægja 3ja sætið í 100 m í bæði
skiptin, að vísu eftir mjög jafna og
spennandi keppni. Guðmundur sigraði
í fyrra skiptið, en Pétur í síðara skiptið.
Þá sigraði Pétur Lars í 50 m skriðsundi,
en Guðmundur varð þriði og loks sigr-
aði Guðmundur Lars í 50 m baksundi.
400 m skriðsund var því eina grein-
in, sem Lars vann hér að þessu sinni,
en þar hafði hann yfirburði og skorti
aðeins 8/10 úr sek. upp á danska metið.
Guðmundur synti þó á sínum bezta
tíma og var byrjunarhraðinn svo mik-
ill, að millitími hans á 200 m var nýtt
ísl. met (2:18,5).
Keppnin milli Karinar og Ágústu var
einnig mjög spennandi. Þær mættust
tvisvar í 100 m skriðsundi og sigraði
Ágústa í bæði skiptin. í fyrra skiptið
setti hún nýtt ísl. met — 1:06,4 •—■ sem
mun vera bezti tími í ár á Norðurlönd-
um. Karin synti þá á 1:07,5 mín. í síð-
ara skiptið var tími beggja örlítið lak-
ari, en innbyrðis munur minni.
Ágústa sigraði einnig í 50 m skrið-
sundi og 50 m flugsundi, en þar sýnti
hún á mettímanum — 33,6 sek. Að vísu
tókst Karin að sigra Ágústu í einni
grein — 200 m skriðsundi —, en tími
beggja var nokkuð frá því bezta, sem
þær hafa náð. Loks náði Karin góðum
tíma í 100 m flugsundi (1:19,3), en hafði
engan til að keppa við nema klukkuna.
í 50 m flugsundi karla varð Pétur
að synda aleinn, en tókst þó að bæta
met sitt um 4/10 sek. Guðmundur bætti
enn einu sinni met sitt í 100 m bak-
sundi og synti á 1:08,6 mín, sem mun
vera með beztu tímum á Norðurlönd,-
um í ár. Er aðeins kunnugt um einn
mann, Lasse Erikson, Svíþjóð, sem hef-
ur náð betri tíma (1:07,7).
Hrafnhildur Guðmundsdóttir, ÍR (14
ára) setti nýtt ísl. met í 100 m bringu-
sundi (1:27,9), en hafði áður jafnað
eldra metið (1:28,7), sem Þórdís Árna-
dóttir, Á setti fyrir 8 árum. í 200 m
bringusundi skorti Hrafnhildi aðeins 2
sek. á hið 10 ára gamla met Önnu
Ólafsdóttur, Á, en í því sundi náði Sig-
rún Sigurðardóttir frá Hafnarfirði ó-
venju góðum tíma — 3:17,7 mín. Af
öðrum athyglisverðum afrekum má
nefna 400 m bringusund Sig. Sigurðs-
sonar, ÍA (6:05,1) og Valgarðar Egils-
sonar, HSÞ (6:10,6). Loks setti sveit ÍR
(Guðmundur, Þorsteinn Löve og Gylfi
Guðmundsson) ágætt met í 3x50 m
þrísundi — 1:33,5 mín., en þar átti
Ægir eldra metið — 1:37,4 mín. sett
1951.
Að þessu sinni var tekin upp sú ný-
breytni að hafa félagastigakeppni
fyrsta dag mótsins. Setti þetta sinn svip
á þátttökuna, sem var óvenju mikil
þann dag. Úrslit stigakeppninnar urðu
þessi. 1. Ármann 45 stig, 2. ÍR 34 stig,
3. Sundfélag Hafnarfjarðar 12 stig, 4.
ÍBK 10 stig, 5 íA 7 stig, 6. KR 4 stig og
7.—8. Ægir og HSÞ 2 stig.
Helztu úrslít urðu þessi:
FYRSTI DAGUR:
100 m skriðsund karla:
1. Guðmundur Gíslason, ÍR .... 59,2
2. Pétur Kristjánsson, Á ....... 59,6
3. Lars Larsson, Danm........... 59,8
100 m skriðsund drengja:
1. Erling Georgsson, SH....... 1:08,0
2. Hörður Finnsson, ÍBK ...... 1:08,5
3. Sólon Sigurðsson, Á ....... 1:08,5
Hrafnhildur Guðmundsdóttir, ÍR.