Íþróttablaðið Sport - 01.05.1958, Side 15
ÍÞRÖTTABLAÐIÐ SPORT
15
Islandsmót í badminton
10. Islandsmótið í badminton var
haldið í Stykkishólmi 2. og 3. maí
s.l. Þátttakendur voru 23, 10 frá
TBR og 13 frá Umf. Snæfelli í
Stykkishólmi. Uslitaleikirnir fóru
sem hér segir:
Meistaraflokkur
Einliðaleikur karla: Ágúst Bjart-
marz. Umf. Snæfelli gegn Wagner Wal-
bom, TBR. Wagner vann fyrstu lotu
með 15:10, en Ágúst þá næstu með
sama stigamun. Eftir þessar tvær lotur
gaf Wagner leikinn og hlaut Ágúst því
meistaratitilinn. Wagner var meistari í
fyrra, en Ágúst í hitteðfyrra.
Einliðaleikur kvenna: Ragna Han-
sen, Umf. Snæfelli sigraði Halldóru
Thoroddsen, TBR með 6:11, 11:8 og
12:9. Þetta er í fyrsta sinn sem Ragna
vinnur meistaratitilinn, en hún hefur
tekið þátt í Islandsmótinu frá byrjun
og oft komizt í úrslit.
Tvíliðaleikur karla: Wagner Walbom
og Þórir Jónsson, TBR sigruðu þá Ágúst
Bjartmarz og Ólaf Guðmundsson, Umf.
Snæfelli með 15:9 og 15:11.
Tvíliðaleikur kvenna: Ragna Hansen
og Hansa Jónsdóttir, Umf. Snæfelli
sigruðu þær Halldóru Thoroddsen og
Sigríði Guðmundsdóttur, TBR með 15:6
og 15:4. Ragna og Hansa er mæðgur!
Tvenndarkeppni: Wagner Walbom og
Halldóra Thoroddsen, TBR sigruðu þau
Ágúst Bjartmars og Hönsu Jónsdóttur,
Umf. Snæfelli með yfirburðum, 15:2
og 15:2.
1. flokkur
Einliðaleikur karla: Gunnlaugur
Lárusson, Umf. Snæfelli sigraði Sigurð
Helgason, Umf. Snæfelli með 5:15, 15:6
og 15:12.
Einliðaleikur kvenna: Hansa Jóns-
dóttir, Umf. Snæfelli sigraði Hjördísi
Hjörleifsdóttur, TBR með 11:3 og 11:9.
Tvíliðaleikur karla: Gunnlaugur
Lárusson og Sigurður Helgason, Umf.
Snæfelli sigruðu þá Pétur O. Nikulás-
son og Rafn Viggósson, TBR með 18:13
og 15:12.
Tvíliðaleikur kvenna: Anna Bjart-
marz og Ólöf Ágústsdóttir, Umf. Snæf.
sigruðu þær Hjördísi Hjörleifsdóttur og
Ingibjörgu Sigurðardóttur, TBR með
15:12 og 15:9.
Tvenndarkeppni: Ólöf Ágústsdóttir
og Sigurður Helgason, Umf. Snæfelli
sigruðu þau Hjördísi Hjörleifsdóttur og
Pétur O. Nikulásson, TBR með 15:7,
9:15 og 18:15.
Samkvæmt framansögðu sigr-
uðu Stykkishólmsbúar í 8 greinum
af 10 og sönnuðu enn sem fyrr
ágæti sitt í þessari íþróttagrein.
Umf. Snæfell sá um framkvæmd
mótsins undir forustu Ólafs Guð-
mundssonar og fórst það vel úr
hendi. Guðjón Einarsson, varafor-
seti ÍSÍ, setti mótið og afhenti
verðlaun og færði Umf. Snæfelli
oddfána ISÍ í viðurkenningarskyni
fyrir 10 ára heilladrjúgt starf í
þágu badmintoníþróttarinnar.
Ársþing SKÍ
var haldið í Skíðaskálanum í Hveradöl-
um 4. apríl. í stjórn Skíðasambandsins
voru kjörnir: Hermann Stefánsson, for-
maður, Eysteinn Árnason, Einar Helga-
son, Þórarinn Guðmundsson, Jón
Ágústsson(allir frá Akureyri), Bragi
Magnússon (Siglufirði), Einar B. Ingv-
arsson (ísafirði), Gísli Kristjánsson og
Ragnar Þorsteinsson (Reykjavík).
í skíðadómstól voru kjörnir: Einar
B. Pálsson, Georg Lúðvíksson og Gunn-
ar Hjaltason.
Skíðamóf Reykjavíkur
varð æði langdregið að þessu sinni.
Mótið hófst 16. febr., en lauk ekki fyrr
en 20. apríl. Reykjavíkurmeistarar
urðu: í svigi Karolína Guðmundsdóttir,
KR og Svanberg Þórðarson, ÍR, — í
stórsvigi Ingibjörg Árnadóttir, Á og
Bogi Nilsson, KR — í bruni Karolína
Guðmundsdóttir, KR og Valdimar Örn-
ólfsson, ÍR — í stökki Ólafur Nilsson,
KR og loks í göngu og norrænni tví-
keppni Haraldur Pálsson, ÍR.
Skíðamót Norðurlands
fór fram í Hlíðarfjalli við Akureyri 3.
—4. maí sl. Veður var ágætt og fór
mótið vel og skipulega fram. Hinsvegar
var þátttaka minni en efni stóðu til.
Helztu úrslit urðu þessi:
Stórsvig, A-flokkur: Mín.
1. Magnús Guðmundsson, Ak . 1:10,9
2. Hjálmar Stefánsson, Ak .... 1:12,9
3. Einar V. Kristjánsson, Ólf. .. 1:14,5
í B-flokki sigraði Hákon Ólafsson,
Sigluf. og í C-flokki Hallgrímur Jóns-
son, Ak.
Svig, A flokkur: Mín.
1. Hjálmar Stefánsson, Ak .... 2:26,5
2. Magnús Guðmundsson, Ak .. 2:28,6
3. Bragi Hjartarson, Ak........ 2:30,1
í B-flokki sigraði Hákon Ólafsson,
Siglufirði og í C-flokki ívar Sigmunds-
son, Ak.
Stökk, 20 ára og eldri: Stig.
1. Kristinn Steinsson, Ak ..... 209,8
2. Einar V. Kristjánsson, Ólf. . . 209,5
3. Hjálmar Stefánsson, Ak...... 207,8
í stökki 15—16 ára sigraði Jón Halí-
dórsson, UMSE með 208,2 st.
4x5 km boðganga: Klst.
1. Sveit Akureyrar ........ 1;35:32,0
2. Sveit Þingeyinga ........ 1 ;40:13,0
3. Sveit Siglufjarðar ..... 1;41:47,0
í sveit Akureyrar voru: Guðm. Þor-
steinsson, Haukur Jakobsson, Stefán
Jónsson og Kristinn Steinsson.
Til lesenda
Fréttir og annað efni þessa blaðs er
miðað við 20. maí. Vegna hins tak-
markaða rúms hafa nokkrar greinar
orðið að bíða næsta blaðs.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Jóhann Bernhard,
Öldugötu 59, Reykjavík
Útgefandi:
íþróttablaðið Sport h.f.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.