Bókablaðið - 01.12.1944, Síða 3
BÓKABLAÐIÐ
3
börðust fyrir því, að hið endurreista Alþing
íslendinga yrði ætíð háð á Þingvöllum. Jón
Sigurðsson vildi hafa það í Reykjavík. Og
hann sigraði. Og íslendingar fengu:
„hrafnaþing kolsvart í holti
fyrir haukþing á bergi“,
eins og Jónas dæmdi um það mál á sinni tíð.
En þegar stórtíðindi gerast með þjóðinni og
Alþing skal sérstök afrek vinna, fljúga hrafn-
arnir úr holti og gerast haukar á bergi.
Jónas Hallgrímsson var ekki aðeins skáld
og náttúrufræðingur. Hann var líka þjóðhetja.
Hann orkaði svo mjög á frelsisanda þjóðar-
innar, rækt hennar við sjálfa sig og glæsileg-
ustu endurminningar, að ræktarleysi þarf til
þess að gleyma því. Þjóð, sem væri minnug
á hið bezta úr fortíð sinni, sanngildi hennar,
og skildi fullum skilningi, en hefði þetta ekki
til yfirlætismikils stundargamans, mundi, á
öðrum eins tímamótum og lýðveldisstofnun-
in var, ekki hafa gleymt þjóðfrelsisbaráttu
Jónasar Hallgrímssonar;
„svona er feðranna frægð
fallin í gleymsku og dá“.
Björnstjerne Björnson:
ÁRN I
íslenzk þýðmg eftir Þorstein Gíslason.
Undanfarna daga hefur verið til sýnis ,í
bókabúðunum lítil bók, gimsteinn, sem
hyljast kann í skrani illra valdra erlendra
bóka og mjög misgóðra þýddra bóka á ís-
lenzku. Bók þessi er skáldsagan Árni, eftir
norska skáldjöfurinn Björnstjerne Björnson.
Bók þessi er ein þeirra sveita- og þjóðlífs-
sagna hans, sem ollu aldahvörfum í norsku
þjóðlífi á 19. öld. En auk þess, að hún var
merkilegt skáldverk, er hafði þjóðlegt köllun-
arstarf að vinna í Noregi á sinni tíð, er hún
einnig sígilt skáldverk, undurfagurt og töfr-
andi, vafið inn í yndisþokka sveitalífs og
sveitasælu, heillandi æskuásta og ljóðrænnar
fegurðar. Og Árni, söguhetjan sjdlf, er talinn
að vera œskulífslýsing skdldsins sjdlfs.
Norski sagnfræðingurinn nafnkunni, Ernst
Sars, sagði eitt sinn hálfvegis í spaugi: „Nú
ætla ég að skrifa nýja bók: Sögu Noregs á 19.
öld. Fyrra bindi: Hinrik Wergeland. Seinna
bindi: Björnstjerne Björnson.“ Séu þessi um-
mæli tekin alveg bókstaflega eru þau vitanlega
öfgar. En í þeim eru engu að síður falin mikil
sannindi. Þau sannindi staðfesta ummæli mín
hér að framan 'um gildi skáldverka Björnsons
fyrir þróun norskrar þjóðlífsmenningar. Köll-
un hans var að vinna ættarjörð og þjóð sinni
allt, er hann mátti.
Þetta kemur fram í öllum störfum hans: í
skáldskap hans, í áróðri hans, í hátíðaræðum
hans, í vináttu hans, í kærleika hans. Alls stað-
ar eygir hann tækifæri til þess að vinna að köll-
un sinni, vera ættjörð sinni góður sonur, og
þjóð sinni sverð og skjöldur. Hann veitir þeim
brautargengi, sem berjast í bökkum, eggjar til
átaka, til afreka og athafna, til sjálfsvirðingar
og sæmdar.
í öllu þessu tómlæti um minningu Jónasar
Hallgrímssonar og afrek hans er þakkavert,
að Ijóðmæli hans skuli koma út í ár í vand-
aðri útgáfu við hvers manns hæfi. Slíka alþýð-
leg útgáfa af kvæðum hans hefir skort um
langt skeið. Með útgáfu þessari er úr því bætt.
Þjóðin virðist vera að gleyma frelsishetj-
unni og þjóðskörungnum, Jónasi Hallgríms-
syni. Það er þjóðarskömm. En gleymi þjóðin
skáldinu Jónasi Hallgrímssyni, snillingnum,
sem spann svo marga hljómfagra strengi á
hörpu þjóðar sinnar og endurfæddi íslenzk-
una öllum öðrum fremur, þá væri það þjóðar-
dauði.
Ljóðmæli Jónasar Hallgrímssonar þarf hver
íslendingur að eiga og kunna.
Jónas segir í einu kvæði sínu, sem raunar
er þýðing:
„Ljóðið mitt litla,
léttur vorgróði,
lyftu þér, leiktu þér
langt út í sveit“.
Þessi nýja útgáfa á Ijóðum hans á að berast
með leikandi hraða inn á hvert heimili, langt
út um sveitir, við annes, við strendur og torg.
Sú saga er um liann sögð, að á ungum aldri,
líklega rétt áður en hann reit sögur sínar:
Sigrún á Sunnuhvoli, Árni og Kátur piltur,
hafi hann kvöld eitt í janúarmánuði gengið
yfir Kölnarbrú. Vel má vera, að hann hafi
haft ástæðu til þess að ásaka sjálfan sig og
hafi því ekki liðið vel. Beggja vegna brúar-
innar rann Rín, hljóðlát en straumþung.
Ljósamergð hinnar miklu borgar varpaði ljós-
rákum á árflötinn. Kölnardómkirkjan gnæfði
hátíðleg fram undan í kveldhúminu. Að baki
henni var ljómi stórborgarinnar og yfir öllu
bláhvelið stjörnum stráð. Þá braust fram bæn
úr hryggum djúpum hjarta hans:
„Drottinn, ger mig styrkan í því, sem gott
er, svo að ég fái staðist; leið mig í áttina
til takmarksins, sem ég eygi til hálfs í birt-
unni bak við myrkrið þarna. Ger þú kær-
leikann máttugan í mér, því að hann um-
lykur allt það í mér, sem nokkurs er nýtt,
mig sjálfan. Ger þú liuga minn hreinan og
skyggðan, svo að undur allífsins megi spegl-
ast í honum, en þau eru dýrð og mikilleiki
sjálfs þín. Og horf þú með biðlund til mín
frá þínum háa himni.....Ger mig máttug-
an í þrá minni, en auðmjúkan í störfum
mínum og safna orku minni um hið eina
nauðsynlega."
Ekkert af skáldverkum Björnstjerne Björn-
sons lýsir betur þessum innri átökum æsku
hans og viðhorfum en Árni, hið sígilda lista-
verk hans, nema ef vera skyldi skáldsaga hans:
Á guðs vegum, og þó á annan veg. — Þorsteinn
skáld Gíslason hefur þýtt Árna og flest
kvæðin, sem í bókinni eru. Er þýðing hans
bæði einkar fögur og nákvæm, enda var hann,
eins og alþjóð er kunnugt, hinn mesti smekk-
maður á mál og fagrar bókmenntir. Er þó ekki
minnst vert um snildarþýðingar hans á ljóð-
unum í bókinni. Eru þau hvert öðru fegurra
og eitt þeirra, „einn af hátindum norrænnar
Ijóðlistar."
Dmitri Mereskowski:
Þú hefur sigrad, Galilei.
Björgúlfur Ólafsson þýddi.
\
Kristin trú vann sigra sína í Rómaveldi
hægt og sígandi. Á stjórnarárum Markúsar
Aurelíusar festir hún rætur víðsvegar um ríkið.
Um 200—220 hefur liún myndað nýtt sam-
félag með sömu hugsjónum og sama mark-
miði. En keisararnir sýndu henni ýmist um-
burðarlyndi eða fjandskap. En með Milano-
tilskipuninni 313 er öllum trúarbrögðum
innan rómverska ríkisins gefið jafnrétti. Þá
varð kristindómurinn gerður að „viðurkennd-
um átrúnaði" (religio licita). En kaþólska
kirkjan var ekki gerð að ríkiskirkju fyrr
en 380.
Á tímabilinu frá 313—380 valt á ýmsu um
hina kristnu trú. Önnur trúarbrögð máttu sín
enn mikils, einkum ný-platónskan. Voru því
keisararnir oft mjög hvikulir í trúmálaafstöðu
sinni. Einn þeirra, Júlian fráhverfingur
(Júlianus Apostata) var keisari 361—363. Hann
var mikill gáfumaður og ágætlega menntaður.
Á ungum aldri hafði hann gerzt fráhverfur
kristindóminum, en gengið nýplatónskunni á
hönd. Þegar hann tók við keisaratign taldi
hann það köllun sína að endurreisa hin fornu
trúarbrögð Rómaveldis en útrýma kristin-
dómi. Gekk hann mjög á hlut kristinna tnanna,
svipti þá embættum og klerkdóminn öllum
eiiikaréttindum. Kristnum mönnum bannaði
hann að halda vísindaskóla, og urðu þá kristn-
ir nienn að leita sér menntunar hjá heiðnum
kennurum. Fullkomnar ofsóknir hóf hann
aldrei gegn kristnum mönnum en talið er, að
hann hafi haft í huga fyrirætlanir um það.
En í herferð gegn Persum særðist hann til
ólífis, áður en hann hyrfi að því ráði.
Þessi gáfaði keisari hefur orðið yrkisefni
stórskálda. Hinrik Ibsen gerir hann að
yrkisefni í stórbrotnu leikriti: Keiser og Gali-
læer. Leikrit þetta fjallar um afstöðu manns-
ins til köllunar hans. Júlian hyggst að taka sér
til fyrirmyndar Markús Aurelius og aðra spek-
inga og stofna hið þriðja ríki, ríki mannúðar
og fegurðar. En hinir heiðnu guðir hafa hann
á valdi sinu, þótt hann hafi hafnað Kristi. Að
lokum hefur hann brennt allar brýr að baki
sér. Og þegar hann særist holundarsárinu,
verður honum að orði: „Þú hefur sigrað,
Galilei“, og að svipaðri niðurstöðu kemst
Mereskowksi á einum stað í þessu skáldverki
sínu um Júlian, þar sem hann lætur hann
mæla sömu orðum.
Vafasamt er þó, hvort rétt hafi verið af
hálfu þýðanda að láta þetta skáldverk hins
rússneska höfundar bera nafnið: Þú hefur
sigrað, Galilei. Þýðandinn getur þess í for-
mála, að bókin heiti á útlendum málum
Dauði guðanna. Það er réttnefni. í þeirri trú-
arbragðahringiðu, sem Júlian lifir í, er ekki
nema eðlilegt, að öðrum eins hugsuði og hann
er, geti virst tilvera guðanna vafasöm. Þess-
vegna segir hann: „Það á ekki að segja: guð-
irnir eru ekki lengur til; það á að segja: guð-
irnir eru ekki til enn þá .... en þeir skulu