Kosningablað borgaralistans - 17.01.1942, Side 1
KOSNING ABLAÐ
m
Avarp.
Akureyringar!
Bæj arst j órnarkosningar f ar a
fram 25. þ .m. Listar með nöfnum
bæj arf ulltrúaef na voru fengnir
kjöistjórn í hendur þremur vikum
fyrir kjördag, eins og lög standa
til. Að þessu sinni eru 5 listar í
boði hjer í bæ. Dagur var fyrsta
blaðið, sem kom út hjer, eftir það
að listarnir voru lagðir fram. Efst-
ur á lista þeim, er Dagur mælir
með, er forstjóri Kaupfjelags Ey-
firðinga, annar aðalgjaldkeri sama
fjelags, og þriðji skólastjóri Gagn-
fræðaskólans, en hann er ekki
starísmaður Kaupfjelagsins.
Næsta blaðið, sem kom út, var
íslendingur. Efstur á þeim lista,
sem það blað mælir með, er banka-
stjóri Útibús Landsbankans, tveir
næstu kaupmenn hjer í bænum,
annar hefir raftækjaverzlun og
hinn verzlar með kol, er forstjóri
hlutafjelags, sem ber hans eigið
nafn, er umboðsmaður ýmissa fje-
laga, er í rafmagnsnefnd og leigir
Rafveitunni húsnæði fyrir skrif-
stofur.
Síðastliðinn þriðjudag komu
svo út hálfbræðurnir: Verkamað-
urinn og Alþýðumaðurinn. Verka-
maðurinn mælir með lista, sem rit-
stjórar blaðsins eru á, annax í
fyrsta og hinn í þriðja sæti. Á
milli þeirra á listanum er Tryggvi
Helgason. Fyrsti maður listans
hefir dvalið nokkurt skeið í Rúss-
Randi, enda verður blaði þessu
tíðrætt um Rússa, bæði fyrr og
síðar, og bendir á, að þeir sjeu nú
á vesturleið, og sje mönnum því.
bezt að hafa sig hæga. Alþýðumað-
urinn mælir með lista, sem ábyrgð-
armaður blaðsins er efsti maður á,
en annar er endurskoðandi bæjar-
reikninga, kosinn til þess starfa af
ritstjóra Alþm. og Kommúnistum
í bæjarstjórn.
Þá eru taldir 4 listar, og stendur
sitt blaðið og flokkurinn að hverj-
um þeirra.
Fimmti listinn, E-LISTINN, á
ekkert blað og styðzt ekki við
neinn sjerstakan stjórnmálaflokk.
Enginn ritstjóri er á listanum, eng-
inn hlutafjelaga-forstjóri, enginn
kaupfjelagsstjóri, enginn piltur,
sem hefir verið á námsskeiði í
Rússlandi. „íslendingur“ kallar
listann „einkafyrirtæki". Það er
eins og blaðinu finnist það eitt-
hvað fyrirlitlegt, að borgarar í
bænum stofni til samtaka um lista
til bæjarstjórnarkosninga, án af-
skipta og forræðis landsmálaflokk-
anna. Þeir, sem standa að Borg-
aralistanum (E-listanum), voru
svo djarfir að bjóða hann fram, án
þess að leita til þess leyfis Axels,
Sveins framf.fulltrúa, Indriða,
Tómaar Björnssonar etc. En þessir
menn geta sjálfum sjer um kennt,
að listi þessi er fram kominn, því
að fulltrúaráð Sjálfstæðisfjelag-
anna áttu kost á samvinnu við þá
menn, er stóðu fyrir því, að Borg-
aralistinn var boðinn fram, en
hafnaSi henni. Veturinn 1938 var
hjer í bæ listi í boði við bæjar-
stjórnarkosningar, sem nefndist
Listi Sjálfstæðisflokksins og
óháðra borgara, og kom hann fjór-
um að. Að vísu voru vinnubrögð í
kosningaundirbúningi af hendi
sumra þeirra manna, er stóðu að
þeim lista, með endemum, eíns og
sýndi sig á kjördegi, en þrátt fyrir
það var stofnað til kosningasam-
bands milli þeirra 4 fulltrúa, er
listinn kom að, og hefir það hald-
ist allt kjörtímabilið. Þegar nú
dró til kosninga af nýju, var að
vísu engin hrifning fyrir hendi í
sambandi við þessa samvinnu, en
samt sem áður er málefna-ágrein-
ingur svo lítill, að rjett þótti að
bjóða Sjálfstæðisflokknum, þ. e.
fulltrúaráði fjelaga hans hjer í
bæ, samvinnu nú, en henni var
vísað á bug, þó að alkunnugt sje,
að þeir menn, er að því tilboði
stóðu og nú standa að Borgaralist-
anum, sjeu sumir fjelagsbundnir
Sjálfstæðismenn og alls yfir sam-
mála um meginatriðin á stefnu-
skrá flokksins. Það sætir því undr-
um, að svona samvinnutilboði
skuli vera neitað af fulltrúaráðinu,
og ber sú afstaða ekki vott um
mikinn áhuga á eflingu kjörfylgis,
undir merkjum flokksins. Það er
eins og manni detti í hug, að vissir
menn í flokknum hjer í bæ vilji
gera Sj álfstæðisflokkinn að sínu
eigin einkafyrirtæki, og er hjer
með að fullu svarað dylgjum „ís-
lendings“ um það, að „Borgaralist-
inn“' sje einkáfyrirtæki. Þeir fáu
menn í Sjálfstæðisflokknum, sem
rjeðu C-listanum og vildu ekki
samvinnu við okkur, hafa líklega
haldið, í einfeldni sinni, að þeir
gæti knúið okkur til þess að ganga
til fylgis við lista þeirra, með því
að hafna samvinnu á frjálsum
grundvelli við okkur. En þar brást
þeim bogalistin. Það mun sýna sig
á kjördegi, á hvorum listanna
verður meiri einkafyrirtækisbrag-
ur! Það eru því ekki stuðnings-
menn E-listans, sem standa nú að
klofningi þess liðs, er saman stóð
1938, heldur stuðningsmenn C-
listans, sem neitað hafa samvinnu-
tilboði voru. •
Kjósendur bæjarins segja til um
það, hvort þeir treysta betur efstu
mönnum E-listans eða C-listans,
til þess að vinna að hagsmunum
bæjarfjelagsins í heild sinni, óháð-
ir einkahagsmunum sínum, og
hvorum þeirra þeir trúa til meiri
einbeittni, skörungsskapar og
þekkingar í viðskiptunum við þau
öfl, sem alltaf eru á verði um sjer-
hagsmuni fjelaga, flokka og ein-
staklinga, án tillits til hagsmuna
heildarinnar í bænum.
Hvort er -betur trúandi fyrir því
að varðveita hagsmuni bæjarfje-
lagsins í heild sinni þeim mönnum,
sem engra sjei’hagsmuna hafa að
gæta íyrir sig eða hagsmunafjelög,
eða hinna, sem sí og æ vegna
einkahagsmuna og gróðafjelaga
reikna út, hvort þetta eða hitt,
sem bæjarstjórn á að greiða at-
kvæði um,- geti nú ekki skert hag
sinn á einhvern hátt? Það þarf
framúrskarandi samvizkusama og
vandaða menn til þess að falla
ekki í freistni, vegna eigin hags,
þegar svo stendtir á, að árekstur
verður milli hagsmuna bæjarfje-
lagsins og þeirra sjálfra eða fjelaga
þeirra, sem þeir bera fyrir brjósti.
Hver einasti kjósandi, sem leggur
þetta mál niður fyrir sjer í alvöru
og með einlægni, skilur vandann,
sem.slíkir menn lenda í, og lang-
hezta ráðið til þéss að firra þá
vandanum og bœjarfjelagið hœtt-
HverYerður
efsti maður
C-listans?
Blaðið íslendingur 9. þ. m. ræðir
um, hvernig fara muni um kosn-
ingu herra Sveins Tómassonar,
sem er frambjóðandi á tveim list-
um, B og C. Ber blaðið hrm. Pétur
Magnússon fyrir því, að eigi sé
heimilt að færa saman atkvæði,.er
sami maður hlýtur á tveimur eða
fleiri listum. Hinsvegar s§gir blað-
(Framhald á 4. síðu).
unni af því, að þeir láti öðru hvoru
freistast til að meta meir sjálfa sig
og hag sinn en bæjarfjelagsins, er
að kjósendur leysi þá undan
vandanum og bœjarfjelagið frá
hœttunni, sem af þeim stafar, rrteð
því að láta þá sitja kyrra í skrif-
stofum sínum og þjóna þar „firm-
um“ sínum og sjerhagsmunum.
Þar kunna þeir líka bezt við sig.
E-LISTINN er skipaður mönnum,
sem eru utan við sjerhagsmuna-
fjelög ,og sjálfir reka þeir enga þá
atvinnu, sem freistar þeirra til að
loka augunum fyrir hag bæjar-
fjelagsins. Þeir standa heldur ekki
að stjettafjelagabarningi. Þeir eru
skjáldborg um hagsmuni bœjar-
fjelagsins. Hver einasti kjósandi,
er líta vill skynsamlega og óhlut-
drægt á þetta mál, hlýtur að kom-
ast að þeirri niðurstöðu, að fulRrú-
ar E-listans hafa, aðstöðu sinnar
vegna í bæjarfjelaginu, betri skil-
yrði en íulltrúar allra hinna list-
anna til þess að líta á hag heildar-
innar í bænum, og eru þannig bet-
ur fallnir til en hinir að gæta hags-
muna hennar.
Akureyringar! Veitið kjörfylgi
þeim lista, sem einn allra er óháð-
ur sérhagsmunum flokka, félaga
og einstaklinga! Veitið brautar-
gengi lista bœjarfjelagsins!
Kjósið E-listann!
B. T.