Kosningablað borgaralistans - 17.01.1942, Blaðsíða 2
KOSNINGABLAÐ BORGAKALISTANS
Annan sunnudag verða bæjar-
búar kvaddir til að velja fulltrúa,
til að taka ákvarðanir um stjórn
og starfrækslu bæjarins, næstu
4 ár.
Enginn hugsandi bæjarbúi get-
ur látið sér á sama standa, hvernig
tiltekst um val þeirra 11 manna,
sem fela á þann vanda. Bæjarmál-
efnin eru orðin það umfangsmikil
og fé það sem bæjarbúar verða að
leggja fram árlega svo mikið, að
heita má að afkoma og stjórn bæj-
arins snerti hvern einstakling per-
sónulega.
Til skamms tíma var sú tilhögun
alltíð hér, að velja mæta og merka
borgara, sem nutu alhliða trausts
fyrir starfshæfni, réttsýni og
heiðarleik, til að taka sæti í
hrepps- og bæjarstjórnum. Gekk
þetta oftast hávaðalaust, án áróð-
urs, æsinga eða mannskemmda.
svo sem nú er alltítt orðið. Með
vaxandi flokksræði, er hér breyt-
ing á orðin. Flokkarnir hafa kosið
sér að gera bæjarmálefnin að bit-
beini og bæjarstjórnarfundi að
pólitískum rifrildisfundum, þar
sem störfin gleymast í háværu
glamri um allt og ekki neitt, enda
finnst varla lengur bæjarbúi, sem
telur það ómaksins vert að koma á
bæj arst j órnarf undi.
Svo ólmar eru flokkaklíkurnar,
að þær telja það ganga glæpi næst,
ef einhverjir borgarar leyfa sér að
nota lögheimilaðan rétt og gefa
bæjarbúum kost á að velja aðra til
trúnaðarstarfa fyrir bæjarfélagið,
en flokkaklíkunum finnst sér hag-
kvæmt í það og það skiptið. Hér er
nú á ný hafinn þessi skrípaleikur,
með hótunum og hrópum halda
þessir steinrunnu flokkaspekúlant-
ar, að þeir geti hrætt bæjarbúa til
fylgis við þetta eða hitt flokks-
brotið. Nazistar er heróp það sem
hrífa á, allir þeir sem ekki á einn
eða annan hátt eru háðir flokks-
klíkunum eru bara stimplaðir
nazistar, og þá er allt í lagi, eins
og komizt er að orði. Spaugilegast
er þó þegar menn, sem fyrir fáum
árum óðu grenjandi um bæinn
með hakakrossmerki á erminni,
garga nú nazistar, nazistar að
mönnum, sem aldrei hafa prýtt
fatnað sinn með erlendum ein-
kennismerkjum, heldur hafa látið
sér nægja að vera — íslendingar
og annað ekki, og þótt sómi að.
í þessu moldviðri á svo almenn-
ingur að gleyma því, að kjósa átti
menn til að stjórna málefnum bæj-
arins af hófsemd og viti um næstu
4 ár.
Bæjarbúar hafa úr nógu að
velja, 5 listar, hver með 22 mönn-
um, samtals 110 menn ,eru í kjöri.
Þar af eru 3 yfirlýstir listar tiltek-
Stefnurogstörf
inna fyrirtækja eða stétta; kaup-
félagslistinn og verkamannalist-
arnir tveir.
Þeir menn, sem þessa lista skipa,
telja sig til þess kosna, að gæta
sinna sérhagsmuna og þeirra aðila,
sem að flokksbrotum þeirra
standa.
Ekki er þó vitanlegt, að bæjar-
stjórn hafi á undanförnum árum,
eða sé líkleg til þess í framtíðinni,
að ganga á rétt þessara aðila,
þvert á móti.
Kaupfélögin njóta hér vildar-
kjara um greiðslur allar til bæjar-
félagsins, svo að í engu samræmi
getur talist við byrðar þær, sem
aðrir bæjarbúar verða á sig að
leggja. Hlunnindi þessi eru lög-
vernduð, svo engin breyting verð-
ur hér á gerð, jafnvel þó vilji
væri fyrir hendi innan bæjar-
stjórnarinnar. Þau vildarkjör, sem
kaupfélögunum eru tryggð innan
bæjarfélagsins, eru svo framúr-
skarandi, að bærinn hefði á árun-
um fyrir stríðið komizt í algjört
greiðsluþrot, ef lagt hefði verið á
rekstur Sambandsins hér í bæ,
eftir sömu reglum.
Þessir menn, sem njóta sérstakra
forréttinda, þykjast nú þurfa að
tryggj a aðstöðu sína enn betur.
Þeir heimta aukin áhrif og þá
sennilegast ný forréttindi innan
bæjarfélagsins, á kostnað þeirra,
sem bera hina þyngri byrðí. Þeir,
sem stuðla vilja að slíku, kjósa að
sjálfsögðu kaupfélagslistann.
Listar verkamanna eru með svip-
uðu marki brenndir. Að vísu nýt-
ur verkalýður bæjarins ekki
neinna sérstakra forréttinda, og
verkafólk verður að standa undir
byrðum bæjarfélagsins til jafns
við aðra borgara, en forustumenn
verkalýðsins virðast una þessari
tilhögun illa. Með fráleitum kröf-
um til alls og allra, reyna þeir að
æsa verkafólk gegn öðrum stéttum
bæjarins, spilla vinnufriði og sam-
starfi milli verkafólks og annarra.
Þó hér sé ekki skilið á milli Erlings
og Steingríms, þar sem hin yfir-
lýsta stefna er í aðalatriðum ein
og hin sama, þá eru þessir sálufé-
lagar þó jafn ólíkir og stóri Kláus
og litli Kláus.
Þessir aðilar heimta hóflausar
byrðar á athafnalíf bæjarins, og
illindi og ófrið milli stétta bæjar-
félagsins. Þeir, sem að slíku vilja
styðja, kjósa annan hvorn verka-
mannalistann.
Fjórði listinn kennir sig við
Sj álfstæðisflokkinn, þó draga verði
í efa, að hér sé um meira en nafnið
að ræða.
Svo sem kunnugt er, hefir Sjálf-
stæðisflokkurinn valið sér kjör-
orðin: „Flokkur allra stétta“, en
í meðferð forustumannanna hér,
er sem eitthvað hafi skolast til,
því ef velja ætti lista þeirra kjör-
orð, þá gæti það naumast verið
annað en: „Listi allra flokka“.
Ægir þar saman Sj álfstæðismönn-
um, Framsóknarmönnum og
Kommunistum, og er sagt, að svo
brátt hafi borið að með að taka
suma þeirra inn, að skjóta hafi
orðið á aukafundi, í því skyni, dag-
inn áður en framboðsfrestur var
útrunninn. Sumir þeirra manna,
sem listann skipa, hafa áður átt
sæti í bæjarstjórn, án þess séð
verði að þeim hafi tekizt að marka
þar nokkurt spor, er telja mætti
að þýðingu gæti haft fyrir bæjar-
félagið. Hefir þeim ekki auðnast
að marka sínum eigin flokki bás
innan bæjarstjórnarinnar, svo að
naumast verður greint, hvað skilið
hefir þessa menn frá fulltrúum K.
E. A. í bæjarstjórninni, á síðast-
liðnu kjörtímabili.
Þó þessir menn yrðu sendir aft-
ur til starfa í bæj arstj órninni, er
naumast við betri árangri að bú-
ast, þar mundi verða sama deyfð-
in, sama aðgerðarleysið og smáskít-
legt eiginhagsmunanudd, fáum
eða engum til gagns og flokki
þeirra til ófarnaðar.
Það er því enganveginn að ófyr-
irsynju, að ýmsir borgarar bæjar-
ins hafa fundið sig knúða til að
bera fram óháðan lista við kosn-
ingar þær, sem í hönd fara. Listi
þessi er að mestu skipaður flokks-
hundnum Sjálfstæðismönnum, og
nokkrum utanflokkamönnum, sem
á undanförnum árum hafa í aðal-
atriðum fylgt Sjálfstæðisflokknum
að málum og hefðu kosið að geta
starfað á svipaðan hátt áfram.
Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins
kaus hins vegar að vísa á bug allri
samvinnu við þessa aðila og hefir
síðan elt þá með rógmælgi og
rætni í blaði sínu. Getur full-
trúaráð Sjálfstæðisfélagsins verið
óhrætt um, að það fólk, sem að
Borgaralistanum stendur, mun
ekki leita þar húsa, sem það er
óvelkomið.
Skjaldborgarfélagið hefir, í sam-
vinnu við ýmsa af mætustu borg-
urum bæjarins, utan félagsins,
stuðlað að því, að koma Borgara-
listanum á framfæri og munu þeir
menn, sem listann skipa, ef þeir
hljóta kosningu, skoða sig sem
fulltrúa allra stétta bæjarfélagsins
og vinna starf sitt í þeim anda.
Svo er fyrir að þakka, að at-
vinnu- og fjármál bæjarins munu
naumast verða sérstök vandræða-
mál, meðan atvinna og afkoma
bæjarbúa helzt svipuð því sem nú
er. Munu því fulltrúar Borgara-
listans fyrst um sinn beina at-
hygli sinni að menningarmálun-
um. Þeir munu beita áhrifum sín-
um að því, að fegra og prýða bæ-
inn og búa í haginn fyrir framtíð-
ina, og skal sérstaklega getið eftir-
taldra mála,
Sjúkrahússmálið: —• Fulltrúar
Borgaralistans eru óánægðir með
aðgerðaleysi það, sem ríkir í því
máli og telja það aðkallandi nauð-
syn, að stöðvun verði ekki á bygg-
ingu spítalans, hvað sem styrjald-
arástandinu líður. Munu þeir því
beita sér fyrir, að þegar verði haf-
izt handa í því máli og haldið
áfram, þar til byggingin er full-
gerð.
Elliheimili: — Allflestir bæir
landsins hafa þegar komið á fót
elliheimili, og hér í bæ hefir nokk-
uð verið að máli þessu unnið.
Kvenfélagið Framtíðin gekkst fyr-
ir því undir forustu frú Gunnhild-
ar Ryel, að safna fé í þessu skyni.en
mun nú hafa lagt málið á hilluna
í svip. Með því að hér virðist þurfa
átak, sem ofvaxið er einstakling-
um, viii listinn gera það að tillög-
um sínum, að árlega verði varið
verulegri fjárhæð úr bæjarsjóði í
því skyni, að framkvæmdir geti
hafizt eins fljótt og kringumstæð-
ur frekast leyfa. Þó skal það skýrt
fram tekið, að ekki er það tilætlun
vor, að forustan verði á nokkurn
hátt tekin úr höndum þeirra að-
ila, sem til þessa hafa unnið að
mannúðarmáli þessu af fórnfýsi og
dugnaði.
Kolageymslan við höfnina. ÓþriL'
og óþægindi þau, sem bærinn hefir
af koiabyngjunum við höfnina,
setur að vorum dómi ómenningar-
blæ á bæinn. Mundi það hvergi
líðast að skella niður hundruðum
tonna af kolum um 100 metrum
frá hjarta bæjarins. Kolarykið í
miðbænum er óþolandi og verður
að hverfa. Virðist einsætt, að kola-
geymslur þessar verði fluttar nið-
ur á Oddeyrartanga, þar sem þær
geta verið öllum að meinalausu.
Ráðhústorg. Tilraun var gerð til
að fegra og prýða hjarta bæjarins,
Ráðhústorgið, fyrir nokkrum ár-
um, er gróðursett voru þar 5 tré.
Frekari aðgerðir strönduðu á hags-
munastreitu nokkurra manna, en
við það verður ekki unað. Við
viljum ekki gera þennan blett, sem
gæti verið fagur og bænum til