Kosningablað borgaralistans - 17.01.1942, Blaðsíða 4

Kosningablað borgaralistans - 17.01.1942, Blaðsíða 4
4 KOSNINGABLAÐ BORGARALXSTANS Hver verður eísti maður C-listans? (Framh. af 1. síðu). ið, að ég geri mér mjög far um að , fræða bæjarbúa á hinu gagnstæða, og vill sýna fram á fávitahátt minn í þessum efnum. Ég vii ekki kann- ast við, að ég hafi fullyrt nokkuð í þessu efni. Hinsvegar virðist mér við lesning laganna og eftir því sem listarnir hafa verið úrskurð- aðir, að næst liggi, að rétt sé, að færa atkvæðamagn Sveins Tómas- sonar saman á báðum listunum, ef þeir koma manni að. Hitt dreg ég mjög í vafa, að jafn glöggur og gætinn maður og hrm. Pétur Magnússon er, hafi leyft blaðinu að hafa eftir sér hin ákveðnu, gleiðletruðu orð: „að ekki sé heim- iit að leggja saman atkvæði sama manns á tveim listum“. En hvað um slíkt, hvorki álit mitt né hrm. Péturs Magnússonar er endanleg- ur úrskurður í þessu efni. Það verður stjórnarráðið, sem úrskurð- ar um þetta og skýrir lögin. En þetta argumentum ad hominem, sem blaðið notar og telur í fávísi sinni endanlegan úrskurð, verður að crgu haft: í lögunum um sveitarstjórnar- kosningar, nr. 81/1936, eru engin ákvæði um, hversu fara skuli, ef sami maður er í kjöri af hálfu fleiri en eins lista. Hinsvegar er í þessum lögum mjög víða vísað til laga um kosningar til Alþingis, nr. 18/1934, þannig, að þar sem ófull- nægjandi ákvæði eru í lögum um kosningar til sveitarstjórna, segir, að fara skuli um það atriði eftir lögum um kosningar til Alþingis. Það er því mjög eðlileg lögskýring að telja, að um kosningar til sveit- arstjórna skuli yfirleitt fara eftir lögum um kosningar til Alþingis, ef þar finnast ákvæði, sem eiga við þau tilfelli, er skýra þarf. Við kosningar til Alþingis fara aðeins í einu kjördæmi, Reykjavík, fram hlutbundnar kosningar. í L 18/ 1934, 29. gr. segir, að enginn megi vera á fleiri listum í Reykjavík en einum. Og ennfremur segir þar, að yfirkjörstjórnin skuli nema nöfn siíkra manna burt af listanum. Það liggur því næst að álykta, að yfir- kjörstjórninni hér hefði borið að nema nafn Sveins Tómassonar burtu bæði af B-listanum og C- listanum. Nú gerði yfirkjörstjórnin þetta ekki, og kemur þá til athugunar, hversu fara skuli um úrslit kosn- inganna. í eldri lögum um kosn- ingar tii sveitarstjórna var gengið út frá, að setja mætti menn á svo marga lista sem vildi. En löggjaf- anum var það ljóst, að þá var þörf á skýrum fyrirmælum um það, hvernig reikna skyldi slíkum mönnum atkvæði. í L 29/1929 var svo fyrir mælt, að ef sami maður fengi atkvæði á fleirum en einum lista, er til greina kæmi eftir at- kvæðamagni, þá skyldi leggja hin- ar lægri atkvæðatölur hans við þá atkvæðatölu, er hann hafði fengið á þeim lista, er hann hafði mest á, og sú samanlagða atkvæðatala teljast honum þar að fuliu, en nafn hans strikað út af hinum list- unum. Þar sem nú yfirkjörstjórnin hef- ir valið þann kostinn að leyfa nafni Sveins Tómassonar að standa á tveimur listum í stað þess að strika hann út af þeim báðum, og þannig farið í því atriði eftir eldri kosn- ingalögum, þá leiðir af því, að fara ber eftir eldri kosningalöguni, einnig um útreikning á atkvæða- magni, enda er það á allan hátt eðlilegast úr því sem komið er. Ef aðstandendur tveggja lista endi- lega vilja koma Sveini Tómassyni í bæjarstjórn, hvaða heimild er þá til að stela af honum atkvæðum annars listans eða ræna kjósendur rétti sínum til að velja menn i bæjarstjórn? En nú vil ég spyrja íslending: Hvernig fer, ef sami maður er sett- ur svo ofarlega á tvo eða fleiri lista, að hann nái kosningu á þeim báðum eða öllum? Fráleitt er að slíkur maður geti myndað nema eina persónu í bæjarstjórninni. En af hverjum listanum á þá maður- inn að teljast kosinn? Nú mun ís- lendingur vilja svara því, að mað- urinn eigi að teljast kosinn af þeim lista, sem hann hefir gefið sam- þykki sitt til að vera settur á. En þá ahugast, í fyrsta lagi, að hér er um skyldustarf að ræða, og kjós- endum er heimilt inhan vissra tak- marka að bjóða hvern þann fram sem bæjarfulltrúaefni, er þeim sýnist. Kjósendur eiga því réttinn, en ekki sá sem er kosinn. í öðru lagi getur farið svo, að slíkur mað- ur vilji alls ekki segja tii um, á hverjum listanum hann vilji heizt teljast kosinn. Öll rök renna því undir það sama. Maðurinn verður að teljast kosinn á einum lista, og gömlu, gildu reglunni verður að fylgja, að hann teljist kosinn á þeim lista, sem hann hefir flest at- kvæði á, og atkvæðin sem hann fær á öðrum listum færast yfir á þann lista og teljast honum þar. Sveitarstjórnarkosningar og ai- þingiskosningar eru ekki sam- bærilegar í þessu tilfelli, því að til Alþingis er engan hægt að kjósa, nema þann, sem býður slg sjálfur fram, og alþingisseta er ekki skyldustarf, en til sveitar- stjórna bjóða menn sig ekki fram, en kjósendur bjóða fram þá, sem E-Kistinn (Borg'aralislinn), framboðslisti við bæjarstjórnarkosningar hjer í bæ 25. þ. m., er þannig skipaður: 1. Brynleifur Tobiasson, menntaskólakennari. 2. Jón Sveinsson, fyrrv. bæjarstjóri. 3. Helgi Pálsson, útgerðarmaður. 4. Svafar Guðmundsson, bankastjóri. 5. Guðmundur Guðmundsson, skipstjóri. 6. Jón Geirsson, læknir. 7. Kristján Nói Kristjánsson, skipasmiður. 8. Jón E. Sigurðsson, framkvæmdarstjóri. 9. Kristján Ásgeirsson, skipstjóri. 10. Arni Ólafsson, skrifari. 11. Eiríkur Einarsson, verkamaður. 12. Carl D. Tulinius, útgerðarmaður. 13. Gísli Jóhannsson, stýrimaður. 14. Gunnar S. Hafdal, innheimtumaður. 15. Sveinn Frímannsson, skipstjóri 16. Gustav Andersen, málari. 17. Tryggvi Haligrímsson, skipstjóri. 18. Gísli E. Edvaldsson, rakarameistari. 19. Elís Eyjólfsson, sjómaður. 20. Valdemar Steffensen, læknir. 21. Jón Guðlaugsson, sparisjóðsforstjóri. 22. Pjetur A, Ólafsson, konsúll. Fyrsti maður listans hefir verið bæjaríulltrúi 9 ár, og varabæjarfulltrúi 3 ár, annar maður bæjarf.tr. 4 ár, tii vara 4 ár og bæjarstjóri 15 ár, þriðji maður hefir stundað útgerð og verzlun og er nú formaður Fiskideildar NorðLfjórðungs og fulltrúi hennar á að- alþing Fiskifjelags íslands. Fjórði maður hefir verið rúml. 6 ár bankastjóri Útvegsbankans hjer, um skeið formaður í fulltrúaráði Útvegsbanka íslands h.f. og í stjórn Búnaðarfjelags íslands. Fimmti maður er skip- stjóri og útgerðarmaður og nú formaður Skipstjóra- fjelags Norðlendinga. Sjötti maður er, eins og hinn þriðji, borinn og barnfæddur í bænum, áhugamaður um landbúnað og aðrar framkvæmdir. þeir vilja hafa kosna, og það er skyldustarfi að sitja í bæjarstjórn. Annars er sennilega óþarfi að vera að ræða þetta mál mikið. Að- almennirnir, sem standa að hinum svonefnda — „Sjálfstæðislista“ — þekkja handtökin sín. Ef álykta má af fyrri reynslu, munu þeir sjá svo um, að Sveinn Tómasson komi ekki með svo mikið atkvæða- magn út úr kosningunum á C- listanum, að hætta sé á, að hann nái kosningu ,enda þótt þau at- kvæði, sem hann fær á Framsókn- arlistanum, bætist við atkvæði hans á C-listanum. Og enn mun vera svo náið samband á milli lista Framsóknar og hins svo- nefnda „Sjálfstæðislista", að ekki muni þeir herrar, sem að Fram- sóknarlistanum standa, spilla fyrir því, að atkvæðamagn Sveins minnki. En verði kosningin undirhyggju- laus af beggja hálfu og laus við útstrikanir og ódrengskap, fær Sveinn 6/22 úr atkvæði á Fram- sóknarlistanum og 17/22 úr at- kvæði á C-listanum, og með því að færa þau atkvæði saman á þann listann, þar sem hann hefir fleiri atkvæði, hlýtur niðurstaðan að verða sú, að Sveinn Tómasson verður kosinn sem langsamlega fyrsti maður C-listans. J.Sv.

x

Kosningablað borgaralistans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kosningablað borgaralistans
https://timarit.is/publication/1901

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.