Kosningablað borgaralistans - 17.01.1942, Side 3

Kosningablað borgaralistans - 17.01.1942, Side 3
KOSNINGABLAÐ BORGABALISTANS 3 E-1 i s t i n n boðar til almenns fundar í Samkomuhúsi bæjarins (stóra salnum) fimmtud. 22.jan., kl. 8,22e.h. Húsið opnað kl. 8. — Allir stuðningsmenn E-listans og aðrir borgarar velkomnir á fundinn, meðan húsrúm leyfir. Þremur efsfu möqnum C-lisfans sjersfaklega boðið á fundinn. Rætt verður um bæjarmál í sambandi við bæjarstjórnarkosningarnar. E-l i s t i n n. prýði og sóma, líkt og Austurvöll- ur í Reykjavík, að sölustöð fyrir benzín qg olíur, eða geymslustað fyrir nokkra bílskrjóða. Við vilj- um stuðla að því, að Ráðhústorgið verði fegrað og prýtt og gert að griðarstað bæjarbúa, en þeim at- vinnurekstri, sem þar er nú, fengið annað hentugt svæði til afnota. Skal hér látið staðar numið að sinni, en síðar mun vikið frekar að áhugamálum Borgaralistans, er tími vinnst til. Við, sem að lista þessum stönd- um, treystum því, að bæjarbúar sjái í gegnum kolaryk það, sem nú forpestar andrúmsloft bæjarins og minnist þess, að kjósa á fulltrúa til að standa fast á hag bæjarfélagsins í heild, en ekki til að reka einkaer- indi sín eða annarra á kostnað heildarinnar. Sv. G. Hvað veldur? „íslendingur“, sem kom út í gær, helgar fjelaginu ,Skjaldborg‘ og E-listanum rúma 7 dálka í blaðinu. Framsóknarlistanum Vz dálk og kommúnistum V\ úr dálki. Segir þó í blaðinu, að lífið í „Skjaldborg" hafi farið dvínandi undanfarið, og svo bætir blaðið við: „Og nú í vetur gekk hópur Sjálfstæðismanna úr fjelaginu.“ En þrátt fyrir það, að þessi hópur sagði sig úr fjelaginu, þykir blað- inu svo mikils við þurfa, að eyða meira en helmingi af rúmi sínu til þess að reyna að hnekkja trausti fjelagsins og E-listans. Nú er svo komið iyrir aum- ingja „íslendingi", að hann ræðst mest á Sjálístæðismenn og banda- menn þeirra, en að E-listanum standa einmitt slíkir menn. — Hvaðan kennir þef þennan? Frá þeirri fámennu klíku, sem bjó til C-listann og er fýld yfir því, að margir Sjálfstæðismenn í bænum og bandamenn þeirra trúa öðrum betur til að fara með umboð sitt í bæjarstjóm en mági forstjóra K. E. A. og Indriða, hvað þá Axel. Einræði og lýðræði. Varaðu þig á peninga- og sjer- hagsmuna-einræðinu, sem varpar yfir sig skikkju lýðræðisins! Skrifstofa E-listans er á Hótel Akureyri, herbergi nr. 2, sími 71, opin alla daga 2 —6 og 8V2—11 síðd. Stuðningsmenn listans eru hvattir til að hafa sem bezt sam- band við skrifstofuna. Kjósið E-listann! Lög félagsins JSkjaldborg era birt í „ísl.“ í gær. Jeg er þakklátur fyrir birtinguna. Til þess að lesendur þessa blaðs sjái, hver er tilgangur fjelagsins, skal hjer tekin upp úr lögunum sú grein, er fjallar um hann (2. gr.): „Fjelagið starfar að vakningu þjóðarinnar á þjóðlegum og kristilegum grandvelli, til sam- stilltra átaka um andlega og fjár- hagslega viðreisn einstaklinga, sveita- og bæjafjelaga og ríkis. Fjelagið leitast við að glæða á- byrgðartilfinnungu fjelagsmanna og brýna fyrir þeim skyldur þeirra sem þjóðrækinna borgara. Fjelagið berst gegn Marxisma, gegn sjerrjettindum einstaklinga, stofnana, fjelaga og flokka í þjóð- fjelaginu og annarri spillingu, sem þróast í skjóli þingræðis og flokkræðis. Fjelagið heimtar jafnan rjett og jafnar skyldur til handa öllum borgurum þjóðfjelagsins, jafn- rjetti milli stjetta og fulla virð- ingu fyrir hverju nauðsynlegu starfi, sem leyst er af hendi í þjóðfjelaginu, andlegu og líkam- legu, og telur fjelagið það æðstu skyldu hvers borgara að vinna líkamlega og andlega að heill þ j óðarheildarinnar.“ Er „fsl.“ andvígur þjóðlegri og kristilegri vakningu meðal þjóð- arinnar? Er „ísl.“ á móti því að glæða ábyrgðartilfinningu íslend- inga? Er „fsl.“ hneykslaður á andstöðu fjel. við Marxismann (kommúnismann)? Kýs „ísl.“ heldur sjerrjettindi einstaklinga, stofnana, fjelaga og flokka og aðra spillingu í þjóðfjel., heldur en jafnrjetti borgaranna og milli stjetta? Ef ekki, — hvað er þá orðið úr vígorðinu „Stjett með stjett“? Telur hann ekki misrjett- ið í þjóðfjelaginu að lögum vaxið upp í skjóli þingræðis og flokks- ræðis? Hefir ekki þetta blað ver- ið öðru hvora að klifa á þessu misrjetti? En nú? Er allt orðið í stakasta lagi allt í einu? Undir þessa grein í lögum „Skjaldborg- ar“ getur tekið hver einastí sann- ur Sjálfstæðismaður á íslandi. Ef hann gerir það ekki, siglir hann undir fölsku flaggi. Ólund og vandræðafálm „ísl.“ útaf meginkjarnanum í lögum og stefnu „Skjaldborgar“, er felst i umræddri 2. gr., bendir á vonda samvizku. Hver góður íslending- ur, frjáls og fullvita, hlýtur að fagna slíkri stefnuskrá sem þess- ari. — Jakob Pjetursson er of góður drengur til þess að láta hafa sig til að ráðast á slíka stefnuskrá, enda sýnir grein hans, að honum hefir ekki verið það ljúft B, T- Atvinnu-kúgunin. Sú svívirðing viðgengst, að sumir atvinnurekendur krefjast þess af verkamönnum sínum, að þeir afhendi sjer sannfæringu sína um leið og þeir ganga í þjón- ustu þeirra. Annars mega þeir eiga von á því, að afkoma þeirra sje í veði. Þessir menn meðhöndla starfsfólk sitt eins og skepnur. Þegar kemur til kosninga, kasta þeir tölu á það og reikna sjer jafnmörg atkvæði og starfsmenn- irnir eru (eins og þeir væri kýr eða sauðir). Þessa skoðana- og atvinnukúgun þarf að kveða niður. Þetta skapar þýlyndi og ó- hreinskilni. En svona brögðum beita aðeins smámenni, sem hafa yfir peningum og atvinnu að ráða, en skortir andans afl og gáf- ur. Beitum andans bjarta brandi, en ekki svívirðilegum maura- mætti við samlanda vora, þá sem bera uppi framleiðsluna, og með mætti sinna handa skapa þjóðar- auð og einstaklinga. Svei atvinnukúgurunum! Hver eru áhugamálin? „ísl.“ í gær ræðir um bæjar- stjórnarkosningar, en minnist ekki á eitt einasta mál, sem þeir fje- lagar á C-listanum ætli að beit- ast fyrir í bæjarstjórn. Hvílík eymd og volæði! Hvernig stendur á því, að Axel segir ekki frá því áhugamáli sínu, að fá að stofna bíó í bænum. Hann hefir sótt um leyfi til þess til bæjarstjórnar, og það verður væntanlega veitt honum á þriðju- daginn kemur. Er ekki nýtt bíó í bænum einmitt það, sem mest reið á núna fyrir æskulýðinn í bænum? Aldrei fór það svo, að Axel ætti ekki áhugamál! IfitiælislasiiÉr Knattspynuíélags Akureyrar verður haldinn í Gildaskála K E. A. laugardaginn 17. þ. m., og hefst með sameiginlegri kaffidrykkju kl. 9 síðd. stund- víslega. Aðgöngumiðar seldir í Skóverzlun M. H. Lyngdal & Co. eftir kl. 2 í dag. Sljórnin. „Saa faar du ingen grautur.“ Erlingur er búinn að vera í bæj- arstjórninni um 20 ár; hann hefði því mátt vita hvað bænum er fyrir beztu. Eigi að síður virðist hann ekki hafa skilið, að hressingarskáli og nýtt gistihús er einmitt það, sem bærinn þarf öðru fremur. Þó bætir hann gráu ofan á svart, að láta þessa skoðun sína í Ijósi rétt fyrir bæj arstj órnarkosningarnar. Hér er of langt gengið, og þó að í K. E. A. séu tómir skapstillingar- menn, eins og vera ber í samvinnu- fyrirtæki, þá geta þeir ekki þolað þessa móðgun og skilningsleysi á menningarstarfsemi félagsins. Það er því margra skoðun, að K.E.A. hafi einmitt hitt naglann á höfuðið, er þeir byrjuðu kosninga- baráttuna með því að gefa út auka- blað af Degi, sem eingöngu er helgað Erlingi og hans skaðlegu hugmyndum um gistihús og greiðasölu. Erlingur! Ef þú ert með svona kenjar, „saa for du ingen graut- ur“, en verður kastað beint úr bæjarstjórninni. Kjósið E-listann! Prentverk Odds Björnssonar.

x

Kosningablað borgaralistans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kosningablað borgaralistans
https://timarit.is/publication/1901

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.