Norðanfari - 14.02.1942, Blaðsíða 3

Norðanfari - 14.02.1942, Blaðsíða 3
NORÐANFARX 3 Fyrsti fundur hinnar ný- kjörnu bæjarstjórnar. r Indriði Helgason og Ólafur Thorarensen ganga í kosn- ingabandalag við K.E.A.-menn og Erling Friðjónsson. Fundurinn var haldinn 3. þ. m. og var eigi annað á dagskrá en kosning forseta, bæjarstjóra, fastra nefnda innan bæjarstjórnar, end- urskoðenda og ýmsra nefnda, sem bæjarstjórn kýs. Árni Jóhannsson var kosinn for- seti með 7 atkv. Voru það atkvæði þeirra K. E. A.-manna og sam- bandsmanna þeirra. Indriði Helga- son fékk 1 atkv., Sjálfstæðismanns- ins Jóns Sveinssonar. Varaforseti var kosinn Indriði Helgason með 7 atkv. sömu manna. Ólafur Thorarensen fékk 1 atkv. Bæjarstjóri var kosinn Steinn Steinsen með 6 atkv., 5 seðlar voru auðir. ! fjárhagsnefnd voru kosnir: Af sam- bandslistanum Jakob Frímannsson og Ólafur Thorarensen og af kommúnistum Steingrímur Aðalsteinsson. Á lista Sjáit- stæðismanna var Ó. Th. og hlaut sá listi 1 atkv. Var síðan kosið áfram í aðrar nefndir, hlutbundinni kosningu, og hlaut sam- bandslisti kaupfélaganna ávallt 7 atkv., kommúnistaiistinn 3 atkv., en listi Sjálf- stæðismanna 1 atkv. og kom aldrei manni að. I nefndir og starfa var skipað þannig: Nöfn frambjóðenda Sjálfstæðislistans eru í svigum fyrir aftan. Vatnsveitunefnd: Erl. Fr., I. H., Tr. H. (I. H,). Veganefnd: Ó. Th., Þ. M. J., Jak. Á. (J. Sv.). Rafveitunefnd: Erl. Fr., Jónas Þór, I. H. , Brynj. Sv., Áskell Snorrason (I. H., Axel Kr.). Jarðeignanefnd: Á. Jóh., Ólafur Jóns- son, Hafsteinn Halldórsson, Magnús Gíslason (Jón Geirss., Ó. Th.). Sundnefnd: I. H., Jr.k. Fr., Tr. H. (Ó. Th.). Brunamálanefnd: Þ. M. J., I. H., Erl. Fr., Stgr. Aðalst. (Ó. Th.). Húseignanefnd: Á. Jóh., Ó. Th., Jak. Á. (I. H.). Kjörskrárnefnd: Brynj. Sv., I. H., Jó- hannes Jósefsson (Ó. Th.). Búfjárræktarnefnd: Þ. M. J., Svanl. Jónass., Gestur Jóhannss. (ó. Th.). Hafnarnefnd: Innan bæjarstjórnar: Á. Jóh., Erl. Fr. (J. Sv.). Utan bæjarstjórnar: Jakob Karlsson, Zóphónias Árnason (Guðm. Guðm.). Bygginganefnd: Innan bæjarstjórnar: I. H., Á. Jóh. (I. H.). Utan bæjarstjórnar: Ól. Ágústss., Tr. Jónatanss. (Sig. Hanness.). Caroline Rest-nefnd: Jak. Fr., Ó. Th,, Óskar Gíslason (I. H.). Hitaveitunefnd: Þ. M. J., Steind. Steind., Tómas Björnss., Stefán Árnas., Steingr. Aðalsteinss., Halld. Halld. (Br. T., I. H.). Allsherjarnefnd: Jak. Fr., I, H., Jak. Á. (J. Sv.). Framfærslunefnd: Jóhannes Jónasson, Jakob Ó. Péturss., Á. Jóh., Halldór Frið- jónss., Elísabet Eirkísd. (Sveinn Bjarna- son, Steinn Steinsen). Varamenn: Haraldur Þorvaldsson, Helga Jónsdóttir, Guðbjörn Björnsson, Þ. M. J., Eggert Ól. Eiríksson (Sveinn Bjarnason, Steinn Steinsen). Fræðsluráð: Þ. M. J., Fr. Rafnar, Þór- arinn Björnsson, Elísabet Eiríksdóttir (J. Sv., Arnfinna Björnsd.). Varamenn: Þorst. Stefánss., Gunnl. Tr. Jónss., Steind. Steind., Geir Jónasson (Arnfinna Björnsdöttir). Barnaverndarnefnd: Fr. Raínar, Fr. Magnúss., Helga Jónsd., Helgi Ólafss., Sigr. Þorst. (Arnfinna Bj., Jóninna Sig- urðardóttir). Varamenn: Steinþór Jóhannss., Gunnh. Ryel (Arnfinna Bj.). Spítalanefnd: ó. Th., Stefán Árnason, Sigr. Þorst. (Gísli R. Magnússon). Varamenn: Brynj. Sv., I. H., Óskar Gislason (Gísli R Magnússon). Mjólkurverðlagsnefnd: Jak. Ó. Péturs- son, Stgr. Aðalsteinss. (I. H.). Varamenn: Jón Sólnes, Magnús Gisla- son (I H.). Skólanefnd Gagnfæðaskólans: St. Árna- son, Axel Kr., Halldór Frijónsson, Halld. Halld. (Br. T., Arnfinna Bj.). Sóttvarnanefnd: Steind. Steind. (Ó. Th.). Heilbrigðisnefnd: Þ. M. J. (Ó. Th.). Verðlagsskrárnefnd: Jak. Fr. (I. H.). Yfirkjörstjórn: Ingimar Eydal, Axel Kr. (Jak. Karlsson). Varamenn: Kristinn Guðm., I. H. (Jak. Karlsson). Undirkjörstjórn: Fr. Magnúss., Jak. Karlss., Ásk. Snorras. (I. H.). Varamenn: Þorst. Stefánss., Kristján Arnas., Óskar Gíslason (I. H.). Endurskoðendur bæjarreikn., P. Ein- arsson, Brynj. Sv. (P. Einarsson). Varamenn: Jóh. Frímann, Árni Sigurðs- son (Árni ólafsson). Sjúkrasamlagsstjórn: Á. Jóh., Steingr. Jónssn, Jón Hinriksson, Jak. Á. (Vald. Steffensen, J. Sv.). Varamenn: Jóh. Frímann, Jak. ó. Pét- urss., Steind. Steind., Ásk. Snorrason (Vald. Steffensen). Stjórn Sparisjóðs Akureyrar: Steingr. Jónss., Þórarinn Bj. (J. Sv.). Endurskoðendur Sparisjóðs Ak.: Brynj. Sv., Axel Kr. (Ární ólafsson), Varamenn: Gunnl. Tr. Jónsson, Torfí Guðm. (I. H.). Eftirlaunasjóður: A, Jóh., I. H. (Ó. Th.). Varamenn: Þ. M. J., Ó. Th. (Ó. Th.). Úthlutunarnefnd: Erl. Fr., Axel Kr., Brynj. Sv., Bogi Ágústss. (Helgi Pálss.). K. E. A.-menn mættu fyrstir á fundinum, ásamt þeim Indriða og Ólafi. Árni Jóhannsson sagði þeim til sætis. Bað hann K. E. A.-menn að sitja yzta á vinstri hönd forseta og hið næsta þeim þá Indriða og Ólaf. Kommúnistar tóku sér sæti, samkvæmt venju, yztir á hægri hönd forseta, en Árni vildi, að Jón Sveinsson sæti fyrir miðju á hægri hönd forseta og bað hann Erling að standa upp úr sínu gamla sæti og sitja þar út í frá með Jóni. Hingað til hefir gilt sú venja, að bæjarfulltrúar hafa tek- ið sér sæti eftir vild, og vildu sumir gera það enn eða þá láta hluta um sæti. En Árni vildi hér ráða, taka upp reglur K. E. A. og ekki líða fulltrúunum neitt sjálfstætt brölt. Var sem hann vildi sýna, að nú væri kominn einráður og samhuga meiri hluti í bæjarstjórninni, sem ætlaði að hlýða æðri skipun og „rétta upp putana“ eftir því, sem þeim væri fyrir sagt, sbr. kosning- ar í K. E. A. Kosningin stóð yfir í 3 klst. og lék sigurbros og húsbóndasvipur á andlitum K. E. A.-manna allan fundinn, og einnig undu þeir bæj- arstjóri og Ó. Th. sér sýnilega mjög vel. En I. H. var ákaflega hnipinn, ýmist rauður sem dreyri eða fölur sem nár, og leið honum sýnilega mjög illa. Erlingur var fá- látur, en reyndi þó að bera sig mannalega, og kommúnistar voru hljóðir. Jóni Sveinssyni sá enginn bregða. Vinnustöðvun prentara. # Vinnustöðvun prentara í Reykjavík lauk með því, að prentarar tóku upp vinnu að nýju með sömu kjörum og verið hafði. Má því gera ráð fyrir, að blaða- útgáfa í höfuðstaðnum sé nú lcom- in í venjulegt horf. Af því leiðir aftur, að ákvæði bráðabirgðalaga frá 17. jan. s.l. koma til fram- kvæmda, þannig að bæjarstjórn- arkosningar verði látnar fram fara sem næst að 4 vikum liðn- um. Um úrslit bæjarstjórnarkosn- inganna í Reykjavík skal engu spáð, en naumast verður það tal- inn góðs viti, að kommúnistum og krötum tókst í byrjun þessa mán- aðar að ná í sínar hendur stjórn MANNALÁT Dáinn er hjer í bænum 30. f. m. Friðrik Kristjánsson húsgagna- smiður, f. 22. dec. 1895 á Akur- eyri, kvæntur 1920 Maríu Þur- íði Jónsdóttur frá Drangsnesi í Strandasýslu, hinni mestu atgerv- is- og myndarkonu. Lifir hún mann sinn, ásamt þremur börnum þeirra: Önnu Sigríði, Héðni og Jóni Kristjáni. Friðrik sál. var hinn bezti drengur, prúður í framgöngu og ágætur heimilisfaðir. Hann veitti forstöðu „Dívanastofu Akureyrar“. Lengi hafði hann verið heilsuveill, en bar þrautir sínar með karl- mennsku. — Jarðarför hans fór fram 10. þ. m. við fjölmenni. Árni Kristjánsson verzlm. and- aðist hjer í bæ 9. þ. m., 89 ára að aldri. Hafði hann dvalið hér hjá Kristjáni kaupm. syni sínum frá 1919, og fjekkst hann við skrif- stofustörf við verzlun hans, og sinnti hann þeim með prýði til æfiloka. Árni sál. átti langan og merkilegan starfsferil að baki. Fæddur var hann 25. ág. 1852, sonur hjónanna Kristjáns Árna- sonar, hrstj. í Ærlækjarseli, og Sigurveigar Guðmundsdóttur. — Árni sál. naut aðeins sex vikna kennslu hjá presti. Bráðger var hann, manna bezt gefinn, lista- skrifari og vel að sjer um margt. Búskap hóf hann í Ærlækjarseli en lengst bjó hann á Lóni í Kelduhverfi. Þessi gervilegi vask- leikamaður gerðist þegar snemma hjeraðshöfðingi: hreppstjóri 32 ár, sýslunefndarmaður, amtráðsmað- ur, átti sæti í landsdómi og for- ustumaður um verzlunarsamtök sýslunga sinna. Einn af stofnend- um K. Þ. og síðar lengi frkvstj. Kaupfjelags Norður-Þingeyinga, Kvæntur var hann Önnu Hjör- leifsdóttur prests á Skinnastað, Guttormssonar, en missti hana 1921. Börn þeirra eru þeir Guð- mundur, nú bæjarpóstur hjer, og Kristján kaupm. í Verzl. Eyja- fjörður, báðir hinir mestu merkis- menn. Tvær dætur áttu þau hjón einnig, en misstu þær báðar á 1. ári. Lík Árna verður flutt til greftr- unar að Tjörn í Svarfaðardal 18. þ. m., en sorgarathöfn fer fram hjer í kirkjunni 17. þ. m., og hefst hún kl. 2,30 e. h. Síðasti amtráðsmaður í Norð- ur- og Austuramtinu er með Árna sál. til grafar genginn. verkamannafélagsins Dagsbrún, með yfirgnæfandi meirihluta, 1073 atkv. gegn 719.

x

Norðanfari

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
Tungumál:
Árgangar:
1
Fjöldi tölublaða/hefta:
10
Gefið út:
1942-1942
Myndað til:
1942
Lýsing:
Stjórnmálablöð : Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/1902

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (14.02.1942)
https://timarit.is/issue/435725

Tengja á þessa síðu: 3
https://timarit.is/page/8038158

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (14.02.1942)

Aðgerðir: