Stormur - 01.04.1944, Blaðsíða 5

Stormur - 01.04.1944, Blaðsíða 5
Stormur 5 og vonast til að það. beri nafnið með rentu, að félagsmenn og konur kasti nú af sór öllum drunga, að við getum orðið samferða upp á hátind Esjunnar og látum endrm og eins, til dæmis. einu sinni á mánuði, storminn i.eika um okkur til hressingar. HÍýja og Ijúfa vorvinda, eða þá ærlegan "kaldsvala",:eins'og H.H. kemst að orði. Hvað finst ykkur? •V. J / L Það var um kvöld að Valdi Jóhannesson kom frá Árborg,— hafði setið -þar á þjóðræknisdeildar nefndar fundi. Hann sagðist hafa orðið að koina við hjá mér til að segja mér fréttir. Eg spurði hvort það væru góðar fréttir, og kvað hann svo vera. Nú hélt ég að stríðið væri búið, eða þá að stjórnin væri búin að hækka verð á svínvim svo um munaði. Nei, ekki var það svo,—en "Esjan" ætlar að fara að gefa út blað. Og um hvað á það að fjallra? Ekkert ákveðið með það, sagði Valdi. Það á að vera frjálslynt, opið fyrir alla. Hvað á það nú að heita? "Stormur." "GottJ ágætt!" varð mér að orði. En við nánari athugun líkaði mér ekki nafnið sem bezt; fanst mér að Kári mundi vera betra nafn, eða jafnvel Andvari. Eg minnist þess að stormurinn á, íslar.di var stundum ærið sterk- ur og stórtækur. Man ég sérstaklegá eftir einum atburði, af því hann snerti mig persónulega. Við vorum tvö ein heima í kotinu, húsmóðir mín og ég, hún öldruð og lítt fær en ég unglingur. Storm- ur var skollinn á, og komum við auga á það út um glugga að byrjað var að rífa. torf af einu heyinu við fjárhús, sem stóð spölkorn frá bænum. Eg lagði af stað með reipi og kom því yfir heyið og stein- um í ondana. En svo vildi ég gera betur, og tók torfuskekil og klifraði upp á heyið, (ætl.aði að bæta það sem rifnað hafði), en í því kom sterkur stormur og tók mig á loft og feykti mér um tvö hundruð faðma út á völjinn. _ Þegar ég ,.kom ni.ður v&r ég enn með torfuskekilinn í fáiigíhúþ 1 : óg múhéþað/ih.áfa ívarið mig meiðslum. Þetta er eina loftförin sem ég hef farið um dagana. Það var fyrir löngu síðan, þegar skapari himins og jarðar var við og við á jörðunni að tala við menn og umgangast þá. Hann átti í mesta stríði með bóndastaula einn, sem aldrei líkaði stjórnsemin á tíðarfarinu, svo til þess að gera honum til hæfis þá gaf skap- arinn honum eftir einhvern part af landinu, að-hann skyldi stjórna

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.