Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 04.05.2023, Page 3

Bæjarblaðið Jökull - 04.05.2023, Page 3
Útgerðin opnaði í Pakkhúsinu í Ólafsvík árið 2019 og hafa Rut Ragnarsdóttir og Heimir Berg Vil- hjálmsson rekið verslunina með góðum árangri síðustu fjögur ár- in. Nú eru komin kaflaskil í rekstri verslunarinnar og tóku þau Rut og Heimir ákvörðun um að endurnýja ekki leigusamning verslunarinnar við Pakkhúsið og loka Útgerðinni í þeirri mynd sem hún hefur verið. Á sama tíma og leigusamningurinn við núverandi húsnæði verslunar- innar var að renna út datt óvænt fjárfestingatækifæri í hendurnar á þeim. Tryggir viðskiptavinir þurfa því ekki að örvænta því Útgerðin mun opna í nýju húsnæði á Hell- issandi fimmtudaginn 4. maí. Eru Rut og Heimir lukkuleg með þess ákvörðun en nýja húsnæðið býður upp á frekari möguleika til stækk- unar sem þau eru þegar byrjuð að teikna upp og hlakka til að kynna til leiks. Mikil gróska í menningar- og ferðaþjónustu á Hellissandi er um þessar mundir og segist Rut sann- færð um að Útgerðin vaxi og dafni á næstu árum í nýju húsnæði. Að- spurð segir Rut það ekki hafa ver- ið á stefnuskrá Útgerðarinnar að flytja á Hellissand enda leið þeim vel í Pakkhúsinu en þegar tækifærið kom upp og þau fóru að meta stöð- una hentaði betur að reka verslun- ina á Hellissandi. Rut og Heimir vinna bæði þar og eiga heimili þar, þannig verður einfaldara að halda utan um reksturinn samhliða fjöl- skyldulífinu og þetta verður meira þeirra allra. Undanfarnar vikur hafa þau staðið í framkvæmdum í gamla pósthúsinu á Hellissandi sem stendur við Klettsbúð 7 og undir- búið það fyrir opnun verslunar Út- gerðarinnar. Þegar þau fengu hús- næðið afhent var þar hólfað skrif- stofurými svo þau hafa eytt löngum dögum í að koma öllu til og enn á eftir að fínpússa ýmislegt eftir opn- un. Þau hafa mikið unnið í húsnæð- inu sjálf með dyggri aðstoð foreldra Rutar. Opnunarpartý verður frá 17 til 20 fimmtudaginn 4. maí þar sem léttar veitingar verða í boði og við- skiptavinum gefst tækifæri til að skoða nýja verslun Útgerðarinnar. Rut segir áherslur verslunarinnar verða þær sömu, góð þjónusta og íslenskt hönnun í bland við aðr- ar sérvaldar vörur. Með sumrinu koma inn fjölmörg ný vörumerki en nýjasta viðbótin verður hins vegar lítil og krúttleg vínstofa. Vínstof- an kallar að sjálfsögðu á einhverjar breytingar á opnunartíma og annað en það verður nánast auglýst síðar. Spennandi tímar eru framundan í Útgerðinni og hlakka þau til að sjá sem flesta við opnun Útgerðarinn- ar í nýju húsnæði 4. maí. SJ Á sumardaginn fyrsta héldu konur úr Lionsklúbbnum Rán sitt árlega bingó á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Jaðri. Mættu Lionskonur með fangið fullt af glæsilegum vinningum líkt og venja er fyrir. Mikil stemming var í bingóinu og létu þátttakendur ekki keppnisskapið vanta. Þegar allar raðir höfðu verið spilaðar buðu þær upp á gómsætar kaffi- veitingar. Beðið er eftir bingóinu með eftirvæntingu á hverju ári og höfðu allir gaman af. Þakka íbúar og starfsfólk á Jaðri fyrir ánægju- lega og notalega stund. JJ Útgerðin opnar í nýju húsnæði Bingó á Jaðri Munið getraunastarfið í Átthagastofunni á laugardögum ! ! !"#$%&'())*+,$-(##&./&)$0&12&34533& & & 67&0&89:(&9-&;<(**&=&1>##+##(&=&)(22(&& 12/&?@533&9-&?A533& & & B2>11+)&*(2&$:&*$1$&=&)C*(&D11+%&& & EF%&1G<:H$& IJ#$&9-&IC(& & & & KI!LLMN& O2$'78%$+*&PQ&& & & & & & & & & & & & &

x

Bæjarblaðið Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.