Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 11.05.2023, Síða 3

Bæjarblaðið Jökull - 11.05.2023, Síða 3
Á nýliðnu Minningarmóti Ottós og Hrafns sem haldið var í Klifi útnefndi Taflfélag Snæfells- bæjar sinn fyrsta heiðursfélaga. Það var Gunnar Gunnarsson sem fékk þann heiður en Gunnar hef- ur verið meðlimur í Taflfélagi Snæfellsbæjar lengi og þar áður Skákfélagi Snæfellsbæjar. Gunn- ar brennur fyrir starfið, er frá- farandi gjaldkeri Taflfélags Snæ- fellsbæjar og hefur sinnt því starfi síðustu þrjá áratugi. Gunnar auk eiginkonu sinnar, Ester, hafa sinnt sjálfboðaliðastarfi í ýmsum klúbbum og menningarstarfi í bæjarfélaginu og er dýrmætt að njóta krafta slíkra sjálfboðaliða til að reka öflugt íþrótta- og menn- ingarstarf, þá sérstaklega í minni samfélögum líkt og Snæfellsbæ. Við viðurkenningu Gunnars sem heiðursfélaga Taflfélags Snæfells- bæjar hlaut hann gullmerki fé- lagsins því til staðfestingar. Allir stórmeistara sem voru á staðnum stigu upp á svið og tóku þátt í að afhenda heiðursorðuna. Þorsteinn Gunnarsson, sonur Gunnars, tók við heiðursmerkinu fyrir hönd föður síns sem var fjarri góðu gamni sökum veikinda. SJ Félagar í Lionsklúbbi Ólafsvíkur tóku plokkdaginn alvarlega þetta árið, síðustu daga aprílmánaðar nýttu þeir til að tína rusl með- fram þjóðvegum Snæfellsbæjar í samvinnu við Vegagerðina. Lion- félagar byrjuðu við sveitarfélaga- mörki í Staðarsveit og týndu allt sjáanlegt rusl meðfram veginum alla leið að Hellnum og einnig niður að Arnarstapa, að norðan- verðu hreinsuðu þeir frá sveitar- félagamörkun í Búlandshöfða og alla leið út að Gufuskálum. Verkefninu lauk á mánudag 1. maí en samtals voru þetta rúmir 76 km og því nokkur skrefin sem stigin voru, talsvert var safnað af rusli en lionsmenn voru sammála um að það sé þó mun minna núna en þegar þeir tóku þátt í þessu hreinsunarátaki fyrst. Veðrið lék við mannskapinn meðan á hreinsunarstarfinu stóð eins og sést á meðfylgjandi sjálfu sem einn hópurinn tók við skiltið um Axlar-Björn. JÓ Gunnar Gunnarsson heiðursfélagi Taflfélagsins Lions plokkaði rusl meðfram vegum Snæfellsbæjar Breytingar eru í vændum á leikskólum Snæfellsbæjar en foreldrar leikskólabarna fengu tilkynningu þess efnis fyrir stuttu. Í fréttabréfi leikskólans sem sent var til foreldra í síðustu viku kom fram að eftir sumar- frí muni leikskólinn loka klukk- an 14:00 á föstudögum. Leik- skólinn hefur hingað til verið opinn til 16:15 alla virka daga. Í kjölfarið upplýsti leikskólastjóri foreldra betur um ákvörðun- ina. Samkvæmt leikskólastjóra er ástæðan fyrir breytingunni sú að leikskólanum ber skylda að uppfylla kröfur kjarasamnings sem Samband íslenskra sveitar- félaga gerði við Samband leik- skólakennara en hann var undir- ritaður var 27. apríl 2022. Í þeim samningi var sérstaklega samið um betri vinnutíma á leikskól- um. Markmið kjarasamningsins var að ná fullri vinnustyttingu. Leikskólinn fékk frest til þess að framkvæma styttinguna til 31. mars síðastliðinn en það tókst ekki og hefur því nú fengið frest til þess að koma með tímasetta áætlun um hvernig áætlað er að framkvæma styttinguna. Með því að loka leikskólum fyrr á föstudögum er helmingnum af styttingunni náð. Enn er ver- ið að vinna að útfærslu á þeirri styttingu sem eftir er og mun leikskólinn upplýsa foreldra þegar að því kemur. JJ Styttri opnun á föstudögum

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.