Bæjarblaðið Jökull - 17.05.2023, Page 4
Mikil uppbygging hefur verið
við sundlaugina í Ólafsvík undan-
farin ár og er ekkert lát á. Nú er
búið að festa kaup á glæsilegri
rennibraut sem mun bætast við
afþreyingu á útisvæði húsnæð-
isins. Rennibrautin sem kemur
frá framleiðandanum Polin Wa-
terparks er um sjö metrar á hæð
og 54 metrar að lengd. Hún er
rauð að lit sem fellur vel að hús-
næðinu. Jarðvegsvinna og fram-
kvæmdir fyrir undirstöður renni-
brautarinnar eru þegar hafnar og
stefnt er að klára uppsetningu í
sumar. Ef allt gengur vel þá munu
forsvarsmenn hleypa vatni á hana
í byrjun júlí.
JJ
Okkar strákar í Víkingi skruppu
austur að Egilsstöðum síðasta
laugardag og spiluðu við Hött/
Huginn. Gerfigrasið á vellinum
hjá þeim er víst með því versta,
sem leikið er á í deildunum, og
má segja að það geti jafnvel ver-
ið hættulegt ef menn eru ekki rétt
skóaðir. Leikurinn bar þess greini-
lega merki og lauk með marka-
lausu jafntefli.
Getulega séð voru Víkingarn-
ir betri, þó að það dyggði ekki til
sigurs á heimamönnum. Eitt stig
er þó betra en ekkert, því ef liðið
vinnur heimaleikina sína og gerir
jafntefli á útivöllum er uppskeran
44 stig, sem hefði, til dæmis farið
langt með að tryggja sig upp um
deild í fyrra.
Þessi leikur verður seint verð-
launaður fyrir skemmtanagildi,
að sögn þeirra, sem voru á staðn-
um, svo fátt er um sjálfan leikinn
að segja, annað en að hann stóð
yfir í 90 mínútur auk uppbótar-
tíma vegna tafa.
ÓHS
Stór rennibraut bætist við í sundlauginni
Bragðdaufur leikur á slæmum velli
Það má segja að skógarþröstur-
inn á myndinni sé þrjóskur en
hans tími til hreiðurgerðar er
þessa dagana. Hafði hann bú-
ið sér til hreiður í malarvagni
tvisvar sinnum á nokkrum
klukkutímum og í vörubíl jafn
oft, gerði hann því þessi fjög-
ur hreiður á innan við tveimur
sólarhringum. Var hreiðrið hans
fjarlægt svo hann kæmist ekki
lengra með hreiðrið og fyndi sér
annan stað því bæði vörubíll-
inn og vagninn eru í notkunn
og því ekki gott að hann væri
búinn að koma sér upp dvalar-
stað sem hyrfi svo einn daginn.
Virkaði þetta og gafst hann upp
og er farinn einhvað annað von-
andi þar sem ekki eru vinnuvél-
ar í notkun.
ÞA
Öflugur þröstur
í hreiðurgerð
Starfsmaður óskast í Smiðjuna
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir
laust til umsóknar tímabundið starf í Smiðjunni í Ólafsvík,
dagþjónustu fyrir fólk með skerta starfsgetu.
• Um er að ræða 100% stöðugildi á dagvinnutíma.
• Félagsliða- stuðningsfulltrúanám eða annað nám og reynsla er nýtist í
starfinu æskilegt en þó ekki skilyrði.
• Smiðjan er reyklaus vinnustaður
• Laun skv. kjarasamningi sveitarfélaganna og viðkomandi stéttarfélags.
• Umsækjandi þarf að geta hafið störf frá og með 16.ágúst n.k.
• Starfið er tímabundið vegna barneignarleyfis.
Frekari upplýsingar veitir Þórheiður E. Sigurðardóttir,
forstöðuþroskaþjálfi Smiðjunnar.
Skriflegar umsóknir er tilgreini menntun og fyrri störf
ásamt sakavottorði og nöfnum 2ja umsagnaraðila
berist á skrifstofu Smiðjunnar Ólafsbraut 19, 355 Ólafsvík
eða á netfangið thorheidur@fssf.is
Umsóknareyðublöð má fá á heimasíðunni www.fssf.is
Umsóknarfrestur er til 22. maí 2023