Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 17.05.2023, Page 5

Bæjarblaðið Jökull - 17.05.2023, Page 5
Nú er skólaárið að líða að lok- um og sumarið að taka við. Í Fjölbrautaskóla Snæfellinga hef- ur hefðbundið vorstarf staðið yfir sem eru fastir liðir við lok skólagöngu stúdenta. Útskrift- arhátíð Fjölbrautaskóla Snæfell- inga verður haldin föstudaginn 26. maí í hátíðarsal skólans í Grundarfirði en nýverið kláruðu nemendur á stúdentsbrautum áfangann lokaverkefni. Þennan áfanga taka útskriftarnemendur á sinni síðustu önn við skólann og fá þau að velja sér viðfangsefni sjálf og skipuleggja sig í samráði við leiðbeinendur. Iðulega velja nemendur efni tengt sinni braut, þó þar sé stundum undantekn- ing á, og voru verkefnin í ár fjöl- breytt og áhugaverð. Á meðal lokaverkefnanna voru hlaðvörp, kennslumyndbönd, heimasíð- ur, ritgerðir, málverk, súrealískt listaverk, líkön úr málmi, taflborð og rafmagnsgítar. Lokaverkefnin kynntu nemendur svo í matsal skólans fyrir samnemendum og gestum. Þann 11. maí klæddi út- skriftarhópurinn sig svo upp og fagnaði því að settum markmiðum væri náð. Dimmiteringin fór fram með mikilli dagskrá hjá hópnum enda vaninn ekki að lítið fari fyr- ir stúdentum á degi sem þess- um. Starfsfólk fjölbrautarskólans bauð svo hópnum í vöfflur á kaffi- stofu kennara en er það skemmti- leg hefð sem gerir kveðjustundina aðeins persónulegri. SJ Lokaverkefni og dimmitering í FSN verður haldinn þriðjudaginn 23. maí kl. 18.00 í fundarsal Hótel Fransikus að Austurgötu 7 í Stykkishólmi. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Breytingar á lögum félagsins Reglugerðarbreytingar Önnur mál Þeir sem óska eftir fari á fundinn hafi samband við skrifstofu félagsins í síma 588 9191 eða netfang verks@verks.is.  Aðalfundur Verkalýðsfélags Snæfellinga - Bílaviðgerðir - Skipaþjónusta - Almenn suðuvinna - Smurþjónusta - Smábátaþjónusta - Dekkjaverkstæði vegr@vegr.is vegr.is S: 849-7276 Remek og 898-5463 Þórður

x

Bæjarblaðið Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.