Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 29.06.2023, Síða 3

Bæjarblaðið Jökull - 29.06.2023, Síða 3
Römpum upp Ísland er verk- efni á landsvísu sem ætlað er að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslunum og veitinga- húsum á Íslandi. Hvatamaður ver- kefnisins er Haraldur Þorleifs- son athafnamaður og stofnandi hönnunar fyrirtækisins Ueno. Glöggir íbúar tóku eflaust eftir framkvæmdum við Ólafsbraut 19 í Ólafsvík þar sem öflugur hópur manna frá Römpum upp Ísland bættu aðgengi að þjónustufyrir- tækjum í húsnæðinu. Römpum upp Ísland hefur einsett sér að gera 1500 veitingastaði og versl- anir í einkaeigu aðgengilegra hreyfihömluðum og er stefnan sett á að verkinu ljúki á lands- vísu fyrir lok árs 2023. Rampa- átakið hófst í mars 2022 og var þá markmiðið að byggja 100 rampa á einu ári, nú hefur ver- kefnið undið heldur betur upp á sig og í nóvember 2022 var til- kynnt að markmiðið væri komið upp í 1500. Verkefnið er unnið í góðri samvinnu milli Römp- um upp Ísland, sveitarfélaga, húseigenda og íbúa sem skipta með sér kostnaði og verkum. Á þessari ferð sinni um Snæfells- nesið rampaði hópurinn frá ver- kefninu upp fimm þjónustufyr- irtæki við Ólafsbraut 19 í Ólafs- vík, það voru Sker veitingastað- ur, Verkalýðsfélags Snæfellinga, Pastel hárstofa, Voot og húsnæði Félags- og skólaþjónustu Snæ- fellinga. Ramparnir verða vígðir við formlega athöfn síðar en með þessu sameiginlega átaki þjón- ustuaðila, verktaka og yfirvalda er stuðlað að bættu umhverfi og betra aðgengi á Íslandi. SJ Aðgengi bætt með römpum Þökkum styrktaraðilum og sjálfboðaliðum kærlega fyrir þeirra framlag við undirbúning og framkvæmd hlaupsins.

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.