Bæjarblaðið Jökull - 29.06.2023, Page 5
Fyrir skömmu fóru börnin á
leikskólanum Krílakoti í árlega
ísferð sína, í mörg ár hafa Ólína
og Þórður í Söluskála ÓK tekið á
móti börnunum með ís, þau hafa
nú selt reksturinn en nýir eigend-
ur ákváðu að halda þessari hefð
við. Börn og starfsfólk Krílakots
vilja koma á framfæri kæru þakk-
læti til eigenda Sjoppunnar fyrir
frábært framtak.
Fimmtudaginn 22. júni s.l. fóru
þrír elstu árgangarnir á Kríubóli
til Drífu í Hraðbúðinni og gaf hún
öllum ís og vilja börn og starfs-
fólk Kríubóls koma kæru þakk-
læti til hennar.
Hressir krakkar í ísferð
Við bjóðum upp á
alhliða bílaviðgerðir,
dekkjaskipti og smurþjónustu.
Tímapantanir í síma 436-1111
Sýningin „Anne Herzog Art
work og” hefur verið í Samkomu-
húsinu á Arnarstapa síðan 8.
maí. Síðasti dagur sýningarinn-
ar verður 29. júlí. Anne er lista-
kona sem starfar á Snæfellsnesi
en hún er frönsk. Hún hefur
dvalið mikið á íslandi og hef-
ur stundað hér nám í myndlist
og myndlistarkennslu. Verk sýn-
ingarinnar voru bæði blek- og
vatnslitateikningar ásamt ljós-
myndum. Sýningin hefur vakið
mikla athygli hjá ferðamönnum
sem heimsækja Arnarstapa og
einnig heimamönnum.
JJ
Listasýning á Stapa