Bæjarblaðið Jökull - 29.06.2023, Síða 7
Verið er að leggja ljósleiðara
að Líkn á Hellissandi þar sem fé-
lagsmiðstöðin Afdrep og aðstaða
Ungmennafélags Víkings/Reynis
til rafíþrótta eru til húsa. Tilkoma
ljósleiðara hefur valdið byltingu
í samskiptatækni þar sem hann
býður upp á meiri flutningsgetu
og bandbreidd en nokkur önnur
tenging. Hann er alltaf að þróast
og núverandi þræðir hafa feng-
ið margfalt þann hraða sem þeir
buðu upphaflega upp á. Þessi nýj-
ung í Líkninni mun skipta sköp-
um fyrir rafíþróttadeildina sem
hefst af krafti í haust.
SJ
Landsmót UMFÍ 50+ var
haldið í Stykkishólmi um liðna
helgi. Landsmót UMFÍ 50+ er
blanda af íþróttakeppni og kynn-
ingu á ýmis konar hreyfingu.
Mótið hefur farið fram árlega síð-
an 2011. Mótið var öllum opið
sem urðu 50 ára á árinu og eldri.
Þátttakendur þurfa ekki að vera
skráðir í íþróttafélag, allir geta
tekið þátt og á sínum forsendum.
Þátttakendur á mótinu í ár voru
um 320 talsins en það er vel yfir
meðalfjölda þátttakenda undan-
farin ár. Veðrið lék við gesti og
stóðu bæjarfélagið og skipuleggj-
endur sig frábærlega við fram-
kvæmd mótsins. Svona mót er
ekki haldið nema með öflugum
sjálfboðaliðum sem skiluðu sínu
starfi mjög vel. Samkvæmt fram-
kvæmdarstjóra HSH hefði verið
skemmtilegt að sjá meiri þátt-
töku í opnu greinum mótsins en
vonandi tekst UMFÍ af efla það á
komandi mótum. Eru þessi mót
frábært tækifæri fyrir hlaupa- og
hjólahópa til að skemmta sér í
góðra vina hópi. Vill HSH þakka
styrktaraðilum fyrir þeirra fram-
lag til mótsins sem gekk vel í alla
staði. JJ
Ljósleiðari lagður
að Líkn
Fjöldi keppenda
á móti fyrir 50+
Ný saunatunna var tekin í
notkun í sundlaug Grundar-
fjarðar á þjóðhátíðardaginn, 17.
júní. Saunatunnan var að hluta
til fjármögnuð með peninga-
gjöf frá Lionsklúbbi Grundar-
fjarðar með styrktarfé sem safn-
aðist á Kúttmagakvöldi klúbbs-
ins í mars. Í þeirri söfnun komu
meðal annars framlög frá Starfs-
mannafélagi Slökkviliðsins og
Lionsklúbbi Kópavogs. Mark-
miðið með gjöf Lionsklúbbsins
var eins og í öllu sem klúbburinn
gerir að styðja og styrkja nærum-
hverfi sitt og með þessari gjöf
var viljinn að styðja við heilsu-
eflingu slökkviliðsmanna, íbúa
og gesta. Þá eiga gufuböð að
hjálpa til við að losa eiturefni
úr líkamanum og meðal annars
vegna þess hafa slökkviliðs-
menn haft mikinn áhuga á að
eiga aðgang að saunu, ef þeir
lenda í reykköfun við störf sín.
Auk þess eru gufuböð sögð auka
virkni ónæmiskerfisins, styrkja
hjarta- og æðakerfið, minnka
verki, bæta útlit húðar og fleira.
Grundarfjarðarbær hefur fjárfest
í nýju köldu kari í stíl við sauna-
tunnuna sem verður sett upp í
sumar, útisturta er væntanlega
fljótlega og unnið er að því að
setja upp nýja myndavél vegna
eftirlits í tengslum við sauna-
tunnuna. Grundarfjarðarbær
þakkar öllum sem komu að fjár-
mögnun og uppsetningu sauna-
tunnunnar fyrir sín framlög.
SJ
UMF Víkingur/Reynir stóð fyr-
ir happadrætti á dögunum til
styrktar rafíþróttadeild félags-
ins en unnið er að fjármögnun
hennar. Fullt af glæsilegum vinn-
ingum voru í boði fyrir heppna
miða eigendur og var aðalvinn-
ingurinn 100.000 króna gjafa-
bréf frá Play. Dregið var á 17.
júní og var það Þorkatla Sum-
arliðadóttir sem fékk aðalvinn-
inginn. Ósótta vinninga má nálg-
ast með því að senda skilaboð
á facebook síðu ungmennafé-
lagsins eða sækja þá í Íþrótta-
hús Snæfellsbæjar.
Ný saunatunna í
sundlaug Grundarfjarðar
Dregið í happdrætti
Víkings/Reynis