Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 06.07.2023, Síða 3

Bæjarblaðið Jökull - 06.07.2023, Síða 3
Nú í júlí og fram á haust stendur yfir sýning í Norska húsinu í Stykk- ishólmi sem ber yfirheitið Hrafn- hildur sýnir í Norska í húsinu með Snæfellsnes í huga. Um er að ræða glerlistasýningu eftir listakonuna Hrafnhildi Ágústsdóttur eða Rabby. Hrafnhildur fæddist í Reykjavík en frá árinu 2001 hefur hún eytt öllum sumrum að Hnausum á Snæfells- nesi. Hún hefur sótt námskeið við Myndlistaskólann í Reykjavík auk þess sem hún nam glerlist á ýms- um stöðum í New York og annars staðar vestanhafs. Á árunum 1987 til 1993 hélt Rabby einkasýningar í New York og Reykjavík og tók þátt í samsýningum í New York og San Francisco. Þá hannaði hún og gerði glugga úr steindu gleri bæði í kirkjuna í Vík í Mýrdal og fyrir ný- byggingu Larchmont Avenue kirkj- unnar í New York. Hún hefur hann- að og skapað mörg glerverk eftir pöntunum frá einstaklingum, til dæmis lampa og glugga úr stein- du gleri en síðustu ár hefur hún einnig hannað og gert diska og skál- ar úr bræddu gleri. Frá 2018 hefur hún starfrækt eigið stúdíó í Arizona en upphaflega var það staðsett í Larchmont og síðar New York. Eig- inmaður hennar er Kristján Tómas Ragnarsson, læknir og Emeritus Prófessor, og eiga þau fjórar giftar dætur og 12 barnabörn. Þau hjón- in bjuggu lengst af í New York, en búa nú í Arizona á veturna og hafa eytt sumrum sínum á Snæfells- nesi líkt og áður kom fram. Sýning Hrafnhildar í Norska húsinu opnar laugardaginn 8. júlí og mun standa til 17. september. Sýningin byggist aðallega á fuglum á Snæfellsnesi og öðrum hlutum sem henni þótti passa við Norska húsið og stemm- inguna þar. Hrafnhildur talar um að vera frekar upptekin af fuglalífinu á Snæfellsnesi, frá því hún og mað- urinn hennar fóru að eyða sumr- um sínum á Hnausum fyrir 22 árum hefur hún tekið eftir því að fugla- lífið hefur farið minnkandi en sölu- verð sýningarinnar mun allt renna til Fuglaverndar. Þá samanstend- ur sýningin af 38 fuglamyndum og skálum sem hún hefur unnið að í vetur auk nokkurra lampa frá fyrri árum sem eru þó einungis til sýnis. Hrafnhildur segist hafa gaman af því að fá að halda sýningu í Norska hús- inu, hafi það komið til þegar Ragn- hildur Sigurðardóttir hafi komið í heimsókn til hennar, séð glerverk- in og stungið upp á slíkri sýningu svo það sé í raun henni að þakka að allt hafi komist af stað. Ekki hef- ur liðið það sumar sem Hrafnhild- ur hefur ekki farið í Norska húsið síðan hún fór að koma á Snæfells- nesið svo hún er spennt að setja upp sýninguna og fá að vera hluti af upplifuninni. SJ Fleiri myndir frá Ólafsvíkurvöku Hrafnhildur sýnir í Norska húsinu Við bjóðum upp á alhliða bílaviðgerðir, dekkjaskipti og smurþjónustu. Tímapantanir í síma 436-1111

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.