Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 02.11.2023, Page 2

Bæjarblaðið Jökull - 02.11.2023, Page 2
Blaðið er gefið út af Steinprent ehf. og liggur frammi í Snæfellsbæ og Grundarfirði, Blaðið kemur út vikulega. Upplag: 500 Áb.maður: Jóhannes Ólafsson Prentun: Steinprent ehf. Sandholt 22a, Ólafsvík 355 Snæfellsbæ Netfang: steinprent@simnet.is Sími: 436 1617 Lionsklúbbur Ólafsvíkur af­ henti á dögunum Björgunar­ bátasjóði Snæfellsness styrk í sjóð sem ætlað er að fjármagna nýtt björgunar skip, styrkurinn nam 500.000 krónum. Þann 7. októ ber síðastliðinn skrifaði Björgunar sveitin Lífs­ björg undir samning þess efn­ is að smíði verði hafin á nýju skipi fyrir Björgunarbátasjóðinn en þetta skip verður það fjórða í röðinni. Með nýju skipi mun viðbragðstími styttast um helm­ ing, aðstaða verða betri ásamt því að viðhaldsrekstur mun minnka til muna. Að hafa öflugt björg­ unarskip í Breiðafirði, þar sem fiskveiðiflotinn, skemmti skip, ferja og fleiri fley fara um, er mjög nauðsynlegt. Áætlaður af­ hendingartími á nýju skipi er í des­ ember 2024 og er stórt og krefj­ andi verkefni framundan en bát­ urinn kostar 324 milljónir króna. Íslenska ríkið mun borga helming þeirrar upphæðar og Landsbjörg fjórðung en þá sitja eftir 81 millj­ ón sem Björgunarsveitin Lífsbjörg mun greiða. Með góðu baklandi er björgunarsveitinni allir vegir færir og vinnan við söfnun kaup­ verðsins rétt að byrja. Meðfylgjandi mynd er tekin við afhendingu styrksins en á staðn­ um voru þeir Halldór Kristins­ son og Magnús Emanúelsson fyr­ ir hönd Lífsbjargar og Hilmar Már Arason, Sigurður Ingi Guðmars­ son og Stefán Kristófersson fyr­ ir hönd Lionsklúbbs Ólafsvíkur. SJ Lionsklúbbur Ólafsvíkur styrkir bátakaup Jól í skókassa MÓTTAKA SKÓKASSA Í SNÆFELLSBÆ FER FRAM KL. 16.00 - 18.00 FIMMTUDAGINN 2. NÓVEMBER Í ÁTTHAGASTOFU SNÆFELLSBÆJAR AÐRAR UPPLÝSINGAR GEFUR SIGURBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR S. 843-0992 NÁNARI UPPLÝSINGAR Á VEFSÍÐU KFUM OG KFUK WWW.KFUM.IS/SKOKASSAR - Bílaviðgerðir - Skipaþjónusta - Almenn suðuvinna - Smurþjónusta - Smábátaþjónusta - Dekkjaverkstæði vegr@vegr.is vegr.is S: 849-7276 Remek og 898-5463 Þórður Fyrsti vetrardagurinn bar upp á 28. október í ár en þann sama dag hófst dagskrá Rökkurdaga í Grundarfirði. Þessi árlegi tími þegar grundfirðingar hægja taktinn eftir bjart og viðburðaríkt sumar og búa sig undir veturinn er haldinn í 22 skiptið en hátíðin fór fyrst af stað árið 2001. Menningarhátíð­ in er á vegum Menningarnefndar Grundarfjarðarbæjar og var fjöl­ breytt dagskráin sett saman í sam­ ráði við bæjarbúa. Dagskráliðum hátíðarinnar er dreift yfir lengra tímabil í ár en áður hefur verið gert og munu Rökkurdagar standa frá 28. október til 12. nóvember, þannig ættu bæjarbúar og gestir að ná að mæta á og njóta fleiri við­ burða. Um liðna helgi var til að mynda Veturnáttablót á Bjargar­ steini, Hrekkjavökuball á Kaffi 59, kertaljósastund í kirkjugarðinum í Grundarfirði og opnun á listasýn­ ingu Emilý Daggar. Menningarhá­ tíðin heldur áfram með balli, tón­ leikum, bingói, rithöfundakvöldi, sýningum og föndri, svo eitthvað sé nefnt, til 12. nóvember. Við­ burðir á vegum menningarnefnd­ ar og fyrirtækja í bænum er að finna á dagskránni sem borin var í öll hús í Grundarfirði auk þess sem hægt er að nálgast hana á vefsíðu Grundarfjarðarbæjar og Facebook síðu Rökkurdaga í Grundarfirði. SJ Rökkurdagar 2023

x

Bæjarblaðið Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.