Bæjarblaðið Jökull - 02.11.2023, Qupperneq 2
Blaðið er gefið út af Steinprent ehf. og liggur
frammi í Snæfellsbæ og Grundarfirði,
Blaðið kemur út vikulega.
Upplag: 500
Áb.maður: Jóhannes Ólafsson
Prentun: Steinprent ehf.
Sandholt 22a, Ólafsvík
355 Snæfellsbæ
Netfang: steinprent@simnet.is
Sími: 436 1617
Lionsklúbbur Ólafsvíkur af
henti á dögunum Björgunar
bátasjóði Snæfellsness styrk í sjóð
sem ætlað er að fjármagna nýtt
björgunar skip, styrkurinn nam
500.000 krónum.
Þann 7. októ ber síðastliðinn
skrifaði Björgunar sveitin Lífs
björg undir samning þess efn
is að smíði verði hafin á nýju
skipi fyrir Björgunarbátasjóðinn
en þetta skip verður það fjórða
í röðinni. Með nýju skipi mun
viðbragðstími styttast um helm
ing, aðstaða verða betri ásamt því
að viðhaldsrekstur mun minnka
til muna. Að hafa öflugt björg
unarskip í Breiðafirði, þar sem
fiskveiðiflotinn, skemmti skip,
ferja og fleiri fley fara um, er
mjög nauðsynlegt. Áætlaður af
hendingartími á nýju skipi er í des
ember 2024 og er stórt og krefj
andi verkefni framundan en bát
urinn kostar 324 milljónir króna.
Íslenska ríkið mun borga helming
þeirrar upphæðar og Landsbjörg
fjórðung en þá sitja eftir 81 millj
ón sem Björgunarsveitin Lífsbjörg
mun greiða. Með góðu baklandi
er björgunarsveitinni allir vegir
færir og vinnan við söfnun kaup
verðsins rétt að byrja.
Meðfylgjandi mynd er tekin við
afhendingu styrksins en á staðn
um voru þeir Halldór Kristins
son og Magnús Emanúelsson fyr
ir hönd Lífsbjargar og Hilmar Már
Arason, Sigurður Ingi Guðmars
son og Stefán Kristófersson fyr
ir hönd Lionsklúbbs Ólafsvíkur.
SJ
Lionsklúbbur Ólafsvíkur styrkir bátakaup
Jól í skókassa
MÓTTAKA SKÓKASSA Í SNÆFELLSBÆ
FER FRAM
KL. 16.00 - 18.00
FIMMTUDAGINN 2. NÓVEMBER
Í ÁTTHAGASTOFU SNÆFELLSBÆJAR
AÐRAR UPPLÝSINGAR GEFUR
SIGURBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR S. 843-0992
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á VEFSÍÐU KFUM OG KFUK
WWW.KFUM.IS/SKOKASSAR
- Bílaviðgerðir
- Skipaþjónusta
- Almenn suðuvinna
- Smurþjónusta
- Smábátaþjónusta
- Dekkjaverkstæði
vegr@vegr.is vegr.is
S: 849-7276 Remek og 898-5463 Þórður
Fyrsti vetrardagurinn bar upp
á 28. október í ár en þann sama
dag hófst dagskrá Rökkurdaga
í Grundarfirði. Þessi árlegi tími
þegar grundfirðingar hægja taktinn
eftir bjart og viðburðaríkt sumar og
búa sig undir veturinn er haldinn
í 22 skiptið en hátíðin fór fyrst af
stað árið 2001. Menningarhátíð
in er á vegum Menningarnefndar
Grundarfjarðarbæjar og var fjöl
breytt dagskráin sett saman í sam
ráði við bæjarbúa. Dagskráliðum
hátíðarinnar er dreift yfir lengra
tímabil í ár en áður hefur verið
gert og munu Rökkurdagar standa
frá 28. október til 12. nóvember,
þannig ættu bæjarbúar og gestir
að ná að mæta á og njóta fleiri við
burða. Um liðna helgi var til að
mynda Veturnáttablót á Bjargar
steini, Hrekkjavökuball á Kaffi 59,
kertaljósastund í kirkjugarðinum í
Grundarfirði og opnun á listasýn
ingu Emilý Daggar. Menningarhá
tíðin heldur áfram með balli, tón
leikum, bingói, rithöfundakvöldi,
sýningum og föndri, svo eitthvað
sé nefnt, til 12. nóvember. Við
burðir á vegum menningarnefnd
ar og fyrirtækja í bænum er að finna
á dagskránni sem borin var í öll
hús í Grundarfirði auk þess sem
hægt er að nálgast hana á vefsíðu
Grundarfjarðarbæjar og Facebook
síðu Rökkurdaga í Grundarfirði.
SJ
Rökkurdagar 2023