Bæjarblaðið Jökull - 02.11.2023, Side 4
Sunnudaginn 29. október var
haldin afmælisguðþjónusta á
Ingjaldshóli. Tilefnið var 120 ára
afmæli kirkjunnar. Dóra Sólrún
Kristinsdóttir og Ægir Örn Sveins
son sóknarprestur leiddu stund
ina. Tónlistaratriði voru í hönd
um Kirkjukórs Ingjaldshólskirkju,
Elena Makeeva, Evgeny Makeev,
bræðranna Gabríels Góa og Oli
vers Mar Jóhannssona ásamt Sig
ríðar Eyrúnar Friðriksdóttur. Að
lokinni messu var veisluhlaðborð
á vegum Kvenfélags Hellissands.
Veðrið skartaði sínu fegursta og
var engu öðru líkt að almættið
sjálft fagnaði með gestum. Eins
og fram kom í upphafi þá er kirkj
an 120 ára en hvergi er bilbug að
finna. Undanfarin ár hefur kirkjan
verið í stöðugu viðhaldi og hefur
það kostað skildinginn. Eins og
áður hefur komið fram skartar nýr
ljósakross og byggingarártal kirkj
unnar á turni forkirkju og nú ný
verið var flísalagður inngangur
kirkju. Sóknarnefnd Ingjaldshóls
kirkju vill koma á framfæri sérs
tökum þökkum til eftirfarandi að
ila og allra þeirra sem hafa stutt
við kirkjuna í hvaða formi sem
það er.
Fyrir hönd sóknarnefndar,
Ari Bent Ómarsson.
100 ára afmæli Brimilsvalla
kirkju var fagnað þann 28.
október með hátíðarmessu en
kirkjan var vígð þann 28. október
1923. Séra Ægir Örn þjónaði fyr
ir altari í messunni og Kirkjukór
Ólafsvíkur leiddi safnaðarsönginn
við undirleik Nönnu Aðalheiðar
Þórðardóttur. Fyrr í haust voru
haldnir afmælistónleikar Brim
ilsvallakirkju þar sem leikin var
tónlist, sungin lög og flutt erindi
sem tengdust Brimilsvallakirkju á
einn eða annan hátt. Í hátíðarmes
sunni lokinni þann 28. október
var kirkjugestum boðið til kaffi
samsætis í Safnaðarheimili Ólafs
víkurkirkju og var það Kvenfélag
Ólafsvíkur sem sá um veglegar
veitingar fyrir gestina.
Í Safnaðarheimilinu hélt Ver
onica Osterhammer, formaður af
mælisnefndar Brimilsvallakirkju,
ræðu og fór yfir hvað hefur ver
ið gert fyrir kirkjuna. Auk Ver
onicu sátu Sigurbjörg Kristjáns
dóttir, Hanna Metta Bjarnadóttir,
Séra Ægir Örn Sveinsson og Pétur
Bogason í afmælisnefndinni. Aðr
ir gestir tóku einnig til máls í kaffi
samsætinu og fóru með áhuga
verð erindi en það voru þeir
Sturla Böðvarsson, Einar Svein
björnsson og Séra Friðrik J. Hjart
ar. Þorsteinn Jakobsson söng
einnig nokkur lög við undirleik
Valentinu Kay.
Veðrið lék við kirkjugesti sem
náðu að njóta afmælisdags Brim
ilsvallakirkju til hins ýtrasta.
SJ
Ingjaldshólskirkja 120 ára
Brimilsvallakirkja
100 ára
Steinprent ehf.
Skarðsvík ehf.
Sandbrún ehf.
Breiðavík ehf.
Láarif ehf.
Fiskmarkaður Íslands hf.
Fiskmarkaður Snæfellsbæjar ehf.
KG Fiskverkun ehf.
Kristín Vigfúsdóttir
Guðmundur Kristjánsson
Guðbjartur ehf.
Hópferðabílar Svans Kristóferssonar ehf.
Snævélar ehf.
Smári Jónas Lúðvíksson og fjölskylda
Helga Hermannsdóttir og fjölskylda
Lionsklúbbur Nesþinga
Kristinn J. Friðþjófsson og fjölskylda