Alþýðublaðið - 28.01.1920, Side 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
ttér þótt einna vænst um hana.
Hún er nú ekki hér á landi.
Hvar eg sé fæddur? Eg er úr
Tlóanum, eins og fleiri góðir menn.
Hvort við Einar Jónsson mynd-
^öggvari séum skyldir? Jú, það
er svo, við erum systkinabörn“.
Og þar með lauk viðtalinu.
Bela Kun.
Þess hefir áður verið getið hér
i blaðinu, að bolsivíkaforinginn
ungverski, dr. Bela Kun, væri
flúinn. Þetta mun samt ekki vera
rétt, því til Wien hefir borist
Þartur úr loftskeyti til utanríkis-
ráðuneytisins frá utanríkisráðu-
Keytinu í Moskva, þar sem sagt
er, að líf austurrískra fanga i
Rússlandi sé undir því komið, að
Bela Kun og aðrir ungverskir
bolsivíkar séu ekki afhentir Ung-
verjalandsstjórninni. +
Ijernaðarsambanð
Tékka og Austurríkismanna.
Fyrir nokkrum dögum barst
hingað skeyti um það að Austur-
ríki (sem er bygt Þjóðverjum) og
Tékkóslóvakia hefðu gert með sér
hernaðarsamband, til árása og
varna.
Mörgum mun hafa komið þessi
fregn undarlega fyrir, því meðan
keisaradæmið Austurríki hélst, var
Jafnan mjög grunt á því góða
°úlli Tékka og Þjóðverja, og ekki
katnaði samkomulagið eftir að
keisaradæmið leystist í sundur,
við landaskiftinguna var geng-
svo mjög á rétt Austurrlkis,
að stórir alþýzkir landskikar, sem
að réttu lagi hefðu átt að fylgja
tví. voru lagðir til Tékkóslóvakiu,
°S réðu því Bandamenn.
Orsökin til þess að þessi tvö
Iönd sem verið hafa fjandsamleg
kvort í annars garð, gera nú banda-
laS. er hræðslan við Ungverjaland.
^*ar í landi hafa nú völdin eftir
aö stjórn Bela Kun lél), hinir
Jömmustu afturhaldsmenn (aðal
e8a hinn svonefndi kristilegi
bændaflokkur) og hafa Ungverjar
látið ófriðlega í garð Austurríkis
og Tékka upp á slðkastið þó þeir
séu nú sjálfir nýsloppnir undan
hramminum á Rúmenum. Tékkar
óttast uppreist í eystra hluta ríkis
síns, þess er áðu heyrði undir
Ungverja, og búast við að Ung-
verjar styðji uppreistina.
Um daginn 09 yeginn.
ógildir peningaseðlar eftir
þessi mánaðamót: Fjólulitir 50 kr.
seðlar, útgefnir samkv. tilsk. 25.
okt. 1883 og 21. apríl 1904. Gráir
10 kr. seðlar, útg. samkv. tilsk.
27. maí 1891 og 21. apríl 1904.
Grábláir 5 kr seðlar, útg. samkv.
tilsk. 10. sept. 1898 og 21. apríl
1904. Dökkrauðir krónuseðlar (oft
nefndir „kaffirótarseðlar" hér á
landi), útg. samkv. tilsk. 15. ág.
1914
Flýtið ykkur að fá seðlum þess-
um skift í bönkunum fyrir helgina.
Money.
Svar til Jón Björnssonar frá
Dalvík, frá Ingólfi Jónssyni frá
Akureyri, verður í blaðinu á
morgun.
Yísir og „Títan“, Visir fer í
gær lofsamlegum orðum um sér-
prentun af ritgerð, sem á að birt-
ast í Skírni! eftir Klemenz Jóns-
son fyrv. landritara, núverandi
form. fossafélagsins „Títan". Grein
þessi heitir „Hvenær er Jón Ara-
son fæddur?" og gengur út á að
sanna það sama sem Barði Guð-
mundsson skólapiltur benti á í
Lögréttu fyrir skemstu, sem sé
það að Jón hljóti að vera fæddur
íyrr en alment er talið (1484).
Mikið liggur manninum á og er
þetta vottur um lofsverða um-
hyggju fyrir uppfræðslu almenn-
ings. En sumum finst að áður
hefði andað svalar í garð greinar-
höf. úr því horni. X
Aí pósthúsinn. Þórður kom í
gær um hádegi inn á póathúsið;
hann var með bréf í hendinni og
ávarpaði póstþjóninn á þessa leið:
„Ef eg læt þetta bróf í póst-
kassann núna, verður það þá
Ágælur sliinnjakki til
sölu og sýnis á afgr. Alþbl.
komið inn á Grettisgötu kl. 10 í
kvöld?*
Póstþjónninn: Já.
Þórður: Er það alveg áreiðan-
legt?
Póstþjónninn: Já, það er alveg
áreiðanlegt.
Þórður: Ja, þá læt eg það ekki
í kassann, því það á að fara vest-
ur á Bræðraborgarstig!
Og með það fór hann út.
Bæjarstjórnartainpar
í Testmannaeyjum.
Bæjarstjórnarkosningar fóru ný-
lega fram í Vestmannaeyjum. Alls
eru í bæjarstjórn þar 9. Þrír
gengu úr nú um nýárið (eftir
hlutkesti) en það voru Jóhann Jó-
sefsson kaupm., Jón Hinriksson
kaupfélagsstj. og Þórarinn Árna-
son bóndi.
Frír listar voru við kosninguna.
A. -lisii:
Gísli Lárusson, kaupfél.stj.
Jón Guðmundsson, bóndi.
Kristjánlngimundarson, fiskmatsm.
Þessi listi var frá „Skeggja*-
flokknum. (Heimastjórnarfl. 1).
B. -listi:
Jóhann Jósefsson, kaupm.
Símon Egilsson, útvegsbóndi.
Jón Hinriksson, kaupfél.stj.
Þessi listi var frá Sjálfstæðisfl.
í Vestm.eyjum (sem mótstöðum.
kalla „Tanga“-klíkuna).
C. -listi:
Jón Hinriksson, kaupfél.stj.
Guðlaugur Hansson, verkam.
Jóhann Jó3efsson, kaupm.
Listinn var frá Verkamanna-
félaginu.
Kosningin fór þannig að
„ Skegja“ -flokkurinn kom engum
að; Tangamenn komu að tveimur
(Jóh. Jósefssvni kaupm. og Símoni
Eyjólfssyni); verkamenn komu að
efsta manni á sínum lista.
Þórarni Árnasyni var ekki teflt
fram aftur vegna veikinda hans,
en þótti annars mjög nýtur í
bæjarstjórn.