Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 28.12.2023, Qupperneq 6

Bæjarblaðið Jökull - 28.12.2023, Qupperneq 6
Eigendur Brimhesta á Brimils- völlum opnuðu hesthúsið fyrir gestum og gangandi þann þriðja í aðventu í jólabúningi. Á opna jólahesthúsinu voru börn teymd á hestbaki, kaffi, heitt súkkulaði og kökur voru á boðstólnum og krakkarnir léku sér. Öll hlaðan var skreytt og voru allir mjög glaðir með þetta framtak, bæði staðar- haldarar og gestir. Mikið af fólki gerði sér ferð í opna jólahesthús- ið en stanslaus straumur var allan tíman á meðan opnuninni stóð og skein gleðin af andlitum. SJ Jólahesthús á Brimilsvöllum - Bílaviðgerðir - Skipaþjónusta - Almenn suðuvinna - Smurþjónusta - Smábátaþjónusta - Dekkjaverkstæði vegr@vegr.is vegr.is S: 849-7276 Remek og 898-5463 Þórður Galleríið 3 Veggir var með áhuga- verðann listviðburður föstudaginn 22. desember, þá var boðið upp á málverkasýningu í vinnustofu Bjarna Sigurbjörnsson í Himin- björgum á Hellissandi. Sýningin var samsýning nemenda Bjarna í málun haustið 2023. Á myndinni eru málararnir þær Auður Hilmarsdóttir, Heiðrún Jens- dóttir og systurnar Ingibjörg og Steinunn Júlíusdætur. Með þeim á myndinni eru listamennirnir Bjarni og Ragnheiður kona hans en þau eiga húsnæðið sem áður var Versl- unin Blómsturvellir. Myndina tók Pétur Steinar Samsýning nemenda í listmálun Jökull á Issuu Til að nálgast Jökul á netinu er hægt að skanna QR merkið hér að ofan með myndavélinni í símanum. Árlega smásögukeppni Jök- uls fór fram núna fyrir jólin, þar voru grunnskólanemend- ur hvattir til að senda inn smá- sögur til birtingar í jólaútgáfu blaðsins. Að þessu sinni bárust aðeins fjórar sögur til blaðsins, höfundur hverrar sögu fékk bók, fimm miða í happdrætti Lions- klúbbs Ólafsvíkur og fimm miða í happdrætti Lionsklúbbs Nes- þinga. Allar sögurnar sem send- ar voru inn í keppnina má lesa í jólaútgáfu Jökuls og þökkum við öllum þeim sem sendu inn sögu fyrir þátttökuna. Jólasögukeppni Jökuls Jökull Bæjarblað steinprent@simnet.is 436 1617

x

Bæjarblaðið Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.