Smáfuglinn - 19.03.1944, Blaðsíða 1

Smáfuglinn - 19.03.1944, Blaðsíða 1
Ritstjóri og ábyrgSarmaður Bjöm Jónsson Fréttaritarar: Jóhannes Guðmundsson Óli Vestmann Einarsson Reykjavík 19. marz 1944. —.í. árgangur, 1. tölublað. SMÁFUGLINN PRENTAÐ SEM HANDRIT VÍKINGSPRENT H.F. ÚTGEFANDI STARFSMANNAFÉLAG VÍKINGSPRENTS : -r^r^r'^ry Upphafsord Eldhústunnuumræður vorum hóp munu rnargir cr gjarn- an hefðu viljað að Smáfuglinn hefði fvrr liafið göngu sína. Eitt af fyrstu verk- efnum Starfs- mannafélagsins var að ákveða að hefja útgáfu blaðs, þar sem menn gætu rætt áhugamál sín, bent á það, sem betur mætti fara og borið fram tillögur um endur- bætur og nýjungar sem þeir teldu æskilegar. Er það og mála sann- ast, að full þörf er á slíku mál- gagni, þar sem svo margir vinna og þar af leiðandi svo margvísleg sjónarmið um að ræða. Og nóg eru misklíðarefnin, þar sem svo marg- ir eru vinnuflokkarnir: Tveir kjall- arar, tveir pressusali.r, setjarasal- ur, bókband, háaloft, o. fl. o. fl. Er það þá öllum viðkomandi til hugarléttis, að geta skammast í blaðinu, og tekur ritstjórnin ö!lu slík feginshendi. Svo óheppilega vildi til, að rit- stjóri sá, sem kosinn var um leið og stofnun blaðsins var ákveðin, reyndist gersamlega áhugalaus og óhæfur til starfsins. Hefur það Framh. á 7. síðu. I»að var í desember, Fcykileg- um þunga áhyggna var hlaðið á herðar ritara Starfsmannafélags- ins, verkstjórans Guðmundar Gíslasonar. Það var ekki nóg með að hann þyrfti að vinna 25—26 klst. á sólarhring við Lady Chat- crley, hcldur varð hann líka . að berjast fyrir hagsmunum Starfs- mannafélagsins. Aðalmálefni Starfsmannafélags- ins um þessar mundir voru brenni- vínskaup, sem Guðmundur gekk mjög vcl fram í, og svo stórmálið „kaffisalurinn“. Það þótti vera orðin talsverð áhætta að drekka í horninu hjá Jónasi, því að þar var orðið eins og í Sólvallastrætisvagni. Og ekki var hættan rninni fyrir upplögin hans Guðmundar, sem og sjá mátti á honum. Maðurinn hríð- horaðist og hætti að raka sig. Á- standið var orðið óbærilegt. Kaffi- félagið var farið að nota meira kaffi til gólfþvotta á bókbandinu cn til drykkjar. Þegar svona var kom'ð hó,f rit- ari Starfsmannafélagsins sterkan áróður fyrir því, að starfsfólkinu yrði séð fyrir kaffisal. Guðmund- ur gekk ötullega fram. eins og hans var vonin vísa, og var þó baráttan oft svo tímafrek, að hann varð alveg að leggja svefninn á hilluna. Haraldur Gíslason var nefnilega hinn grimmasti viður- eignar, vildi alls ekki víkja fyrir Guðmundi. Varð nú Guðmundur að hlaupa á milli þeirra hæstu í Fráfarandi rh .tjóri olaðsins að lesa hið nýútkomna blað. LAijQSBÓKASAFN 156360 ~'TslanÍ)S~~

x

Smáfuglinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Smáfuglinn
https://timarit.is/publication/1911

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.