Smáfuglinn - 19.03.1944, Blaðsíða 2

Smáfuglinn - 19.03.1944, Blaðsíða 2
2 SMÁFUGLINN kaffitímunum og biðjast áheyrn- ar. Fékk hann því til leiðar kom- ið, að málið var lagt í nefnd fram yfir áramót. Liðu nú hátíðarnar. Upp úr áramótunum fór að horfa byrlega fyrir kaffisalsmál- inu. Halli var sko búinn að halda reisugildi, sjáðu sko. Er nú ekki að orðlengja það meira, að sá dagur rann upp, að kaffifélaginu var afhentur kaffi- salur, búinn öllum nýtízku tækj- um, skápum og búri. Leið nú öllum vel í kaffitímun- um nema Guðmundi, enda liðu ekki margir dagar unz hann lét í Ijós ósk um að hann fengi búrið til umráða fyrir hið ósérplægna starf sitt við útvegun kaffisalsins. Þótti öllum þetta alveg sjálfsagt. Liðu nú enn nokkrir dagar, og ríkti hinn ákjósanlegasti þroska- andi í félaginu. En einn daginn var komin helj- arstór tunna inn í kaffisalinn, og / kaffitímd, umrœðuefni bindindisuiál. varð nú allmisvinda meðal félags- manna. Minnkaði nú plássið mjög í salnum, svo að Guðmundur flutti sig niður á ganginn á skrif- s'tofuhæðinni. Kom þá í ljós hver komið hafði með tunnuna. Tók nii óðum að minnka þroski félaganna og létu þeir oft ófrið- lega, því að nú þrengdist enn í salnum, svo að kvensurnar fóru G. S. H. B. er nafnið á hinum ágæta kvartett, sem lieldur uppi hinni æðri tónlist meðal starfs- fólksins. Fer tvennum sögum um, livað stafir þessir eiga að l)ýða. Beinast liggur við að þetta séu upphafsstafir í nöfnum söng- mannanna, en flestir eru á ])eirri skoðun, að þetta séu uppliafsslafir orðanna: „Góðir söngmenn heiðra Bakkus“. Fer vel á hvoru tveggja. ATHUGIÐ Kaupi gamla bíla og mótorhjól, má vera í óökuhfæru standi. Tilboð merkt ,.PRESSUMAÐUR“ sendist Smáfuglinum fyrir 1. apríl 1944. Eg er að velta því fyrir mér hvort tvist- dívaninn í neðri pressusalnum, er varð til eftir að hlerar komu fyrir gluggana, sé fyrir tvo af því hann er „£uwí-dívan“, þótt hann liafi ekki venjulega tveggja manna breidd? SpuruU. að missa úr kaffikollunum sínum framan í karlmennina. Fóru nú fram kosningar í Starfs- mannafélaginu, og kunnu félag- arnir því miður ekki betur að meta baráttu Guðmundar Gísla- sonar en það, að hann varð að ganga úr stjórn félagsins. Þegar Guðmundur varð þess vís, þá hófst hann skjótt handa txm að koma ár sinni vel fyrir borð, sem fráfarandi verklýðsleið- togum er tamt. Eftir skamma hríð kom lúxus- gassuðuvél í kaffisalinn, sem Guð- mundur mallar nú lím á. Ekki lét hann þó hér staðar numið, heldur kom hann nú einnig með dextrín- vellankötlu sína, með öllu því haf- urtaski sem henni fylgir. Er nú svo komið, að kaffisal- urinn er orðinn svo þröngur, því enn er tunnan þar, að þar er þrengra en nokkurntíma var í horninu hjá Jónasi. Eins og öllum má nú vera ljóst, þá er þetta ágtand orðið með öllu óþolandi Verður því að ætlast til þess af núverandi stjórn Starfs- Prófarkalesari á leið í Fínnastyrj ö Idina. mannafélagsins, að hún hefjist handa um útvegun nýs kaffisals. Og verður einnig að ætlast til þess af félögum Starfsmannafélagsins, að þeir sýni svo mikinn þroska, að ef ske kynni að Haraldur Gísla- son hæfist handa um að útvega kaffisali í Unuhúsi, að kjósa hann aftur í stjórn Starfsmannafélags- ins næsta ár, svo að sami harm- leikurinn endurtaki sig ekki. Sojufélagi. ATH. Blaðið hefur ekki viljað neita ofanritaðri grein um rúm, þó að hún sé full af rangfærslum og ó- maklegu hóli urn Guðmund Gísla- son. Eftir því sem ritstj. er bezt kunnugt, barðist Guðmundur gegn því með oddi og egg að eld- húsið væri tekið fyrir kaffisal. Síðan tók hann búrið og klykkti svo út með þ-ví að koma með tunnuna. Illýtur Guðmundur að hafa mútað höfundi greinarinnar til að bera sér svo vel söguna.

x

Smáfuglinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Smáfuglinn
https://timarit.is/publication/1911

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.