Smáfuglinn - 19.03.1944, Blaðsíða 5

Smáfuglinn - 19.03.1944, Blaðsíða 5
SMÁFUGLINN Lofgjörðarsálmur sunginn 6. apríl 1940 Það er bezt að við hefjum upp hljóðin á honum, scm af herkænsku stjórnar hér mönnum og konurn, eins os vígtröll í víkmgaferð. Hann var þjóðskáld í Akta að Þórðarjónsmáli en þreytir nú stríðið mcð blýi og stáli í blaða- og bóklistargerð. Hann er Iangur og mjór, líkur einmana hríslu, og ættaður norðan úr Þingeyjarsýslu, hún ól hann við sýru og söl. Hún gaf honum bræðing og brennivinsdreyra, hann bragðaði á því og langaði í mcira af öllu, scm átti hún völ. Þarna er Stefán af íslenzkum sen-aðalsxttum. Hann sem ótrauður ræðst móti hvcrskonar hættum fyrir bolsanna blóðrauða her. Hann kjaftar og skrifar og kratana lastar og kröftugum hnútum í ílialclið kastar. Hann vill kollvarpa öllu sem er. Hann Gunnar er bérumbil háskólagenginn og t háhljóðum nær honum söngmaður cnginn — hann leikur sér langt yfir C. Á Typograph betur cn píanó prjónar, og pattaralega hann Stalíni þjónar, þótt hafi hann ei fyrir það fé. Þarna er Haralclur okkar frá Pétn, sem prjónar, mcð prýði hann Linotype-traktornum þjónar, þar situr hann líkastur lord. En modelið fannst elckt í fjarlægum álfum, unz fcngu þcir senda mynd af honura sjálfum og modelið fundu hjá ForcI. Guðjón löngum var blekaður, leit ekkt claginn, á Litlabíl var hann og undi við haginn, unz að prentlistin pantaði hann. Þá brá hann við skjótt, og allt brenmvín hatar, en þó á bílstöðvar stundum á síðkvöldum ratar, og þá glcymist allt brennivínsbann. Þeir í Isafold gáfu okkur Gústa í vetur, svo að gæti okkur tekizt að prenta ögn betur; nú í pressusal páfi hann er. — En Leifi helzt stela vill stúlkunum öllum, svo stöðugt er Gústi með hrópum og köllum: „Jóna, komdu að keyra með mér“. Hún cr töfrandi hún Jóna mcð brosið sitt bjarta, hún er bara svo kaldlynd, að í hennar hjarta enginn karlmaður lcveikt hefur bál. En nú er þó líklegt að hún fari að hitna, því hún er nú byrjtið að gildna og fitna, að það sé Gústi, er altalað mál. Litla Lóan í flokkum á kappmótin flýgur og svo fimlcga danzinn á síðkvöldum stígur, og í verðlaun hún ails staðar nær. I ferðinni vestur lnin tók Bláa bandið, og bikar hún hlaut og varð fræg um allt landið, bráðum tdboð frá Hollywood fær. Þegar undraefnið Tip Top og Fix okkur færði þenna fræknleikamann, scm að sparkkúnstir lærði, þá varð feykilcgt fagnaðaróp. Með Færeyja-gentunum fyrst sig hann æfði og fyrirtaks laglcga markið þar hæfði, því þær elskuðu hann allar í lióp. Og svo pöntun þcir afgreiddu gróílega mikla, þcir gleraugu sendu og skrúfur og lykla, svo hann aftur varð alvcg sem nýr. Á Haraldi sjálfum er hreint ekkert lýti og þótt helvítis traktorinn slái og bíti, hann setur í sjöunda „gír“. Hann, sem áður um úthöfin stórskipum stýrði, og stefnunni hélt, cr á lanternum týrði, hcfur fengið hér farsæla höfn. Við hnífinn og kvenfólkið hyggst hann að eira, þótt liafi hann í kössunum spönsku reynt fleira, mun nautnin og ánægjan jöfn. Svo cr Júlíus, það er nú karl sem er kræfur, , hann cr knálega glíminn, en oftast þó ga já, hann er nú fyrir sinn hatt. Hann var áður fyrr skipstjóri og útgerðarstjóri og íþróttastjóri og tukthúsforstjóri, þctta segi ég því „það er satt“. Það er nnkið hvað endist hans mánudagsvinna, hann má elcki þcss vegna stúkunni sinna þó að bílstjórinn hrópi sem hæst. Svo li'ður hver vilca, að hann læzt eklci heyra, hann langar svo stöðugt og ákaft í meira en kannske að hann komi þó næst. Halli er indæll og fríður — það er unun að sjá hann, það er alveg hreint sama hvar iitið cr á hann, engin krítik má komast þar að. Á fótunum dansar hann dável um nætur, og dáleiðir stúlkurnar, ó, hann er svo sætur, já, enginn má efast um það. Og hann vatt sér með Esju til Vestfjarða um daginn, til að vera þar represcntant fyrir bæinn, til þcss var hreint engan hæfari að fá. Með allskonar nótur í tösku og trompher, og trommu og fiðlu og banjo og kornet, hann leikur þetta allt saman á.

x

Smáfuglinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Smáfuglinn
https://timarit.is/publication/1911

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.