Árnesingur - 01.06.1948, Side 3

Árnesingur - 01.06.1948, Side 3
ÁRNESINGUR 3 Þorlákshöfn í Árnessýstu Öldum saman hafa íslendingar orð'ið að stunda fiskveið’ar á litlum skipum, bæði vegna hinnar almennu fátæktar lands- manna, og eins af hinu að lendingarskil- yrði voru víða þannig, að einungis lítil skip, sem hægt var að draga á land með hand- afli skipverja komu til greina. Með vaxandi hafna- og lendingabótum stækkuðu skipin og skiluðu stærri hlut á land en áður, sem varð óneitanlega undir- staða þess, að fjármagn og möguleikar sköpuðust hér á landi. Þorlákshöfn var einn þeirra staða, þar sem unnt var að sækja sjó á litlum skip- um, — því stutt var á fiskimið, og auk þess langöruggasti lendingarstaður á allri suðurströnd landsins. Hinar fjölmennu sveitir Suðurláglendis- ins, mönnuðu fjölda smáskipa í Þorláks- höfn öld e.ftir öld, og drógu þaðan björg í bú. Munu Árnesingar hafa verið fjölmenn- astir þar. leg nýung, er veitir réttláta iðgjaldslækk- un til gætinna bifreiðastjóra, og er öllum hvatning til gætilegs aksturs. Ef þetta fyr- irkomulag yrði til þess að draga eitthvað úr hinum tíðu umferðaslysum, sem ekki er ólíklegt, má segja, að hér sé vel af stað íarið. Það er ekki að efa, að með Samvinnu- tryggingum er á fót risin nytsöm stofnun, og að hún á mikið þjóðþrifa starf fyrlr höndum. P. S. Stóru skipin sem komu í kjölfar bættra hafnaskilyrða, soguðu til sín sjómennina úr sveitunum. Þeir fengu stærri og betri hlut en áður og hættu að koma aítur „yfir fjallið.“ Allir bæirnir við Faxaflóa eru byggðir upp fyrir fjármuni er vaskir menn á góð- um bátum og togurum, sóttu í djúpið. Aflasælu verstöðvar gamla tímans, sem ekki fengu hafnabætur við eðlilega þróun 20. aldarinnar, eyddust af mönnum og skipum, en fjöldi sjóbúðatófta, sem ekki eru með öllu horfnar, eru víða einu merk- in er vitna um liðinn tíma. Þorlákshöfn mun hafa verið merkust allra verstöðva á Suðurlandi, ekki einungis vegna fjölmennis til sjósóknar, heldur einnig hins, að hún var oft neyðarhöfn fyrir báta frá öðrum verstöðvum, þegar brim og stórsjór hafði lokað fyrir land- töku þar. Upp úr siðustu aldamótum fóru ýmsir merkir menn austan fjalls, að koma með uppástungur um, að í Þorlákshöfn yrðu gerðar þær hafnarbætur, að hún mætti verða örugg siglinga- og fiskiskipahöfn. Frá 1907 og framyfir 1940 hefir hafnar- stæði verið rannsakað i Þorlákshöfn, af okkar færustu hafnarverkfræðingum, með þetta fyrir augum. 1911 festi frakkneskt félag kaup á Þor- lákshöfn, og hafði þar verkfræðinga til rannsókna og mælinga. Hugði félag þetta að byggja þarna fiskihöfn fyrir sig og stunda þaðan fiskiveiðar. Heimsstyrjöldin 1914—1918 mun hafa

x

Árnesingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árnesingur
https://timarit.is/publication/1915

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.