Árnesingur - 01.06.1948, Blaðsíða 10

Árnesingur - 01.06.1948, Blaðsíða 10
10 ÁRNESINGUR einum afhentar þessar vörur og má þaS teljast sanngjarnt, að þeir í einhverju njóti þess félagsþroska, sem þeir sýna með þvl að skipa sér í raðir samvinnumanna, og taka með því virkan þátt í starfi þeirra og baráttu fyrir betri viðskiptum og' lægra vöruverði. Þessi háttur verður nú tekinn upp hjá Kaupfélagi Árnesinga og vonum við, að það mælizt vel fyrir hjá félags- mönnum vorum. Á aðalfundi félagsins verður þessa nánar getið. í þessu tölublaði Árnesings er verðlisti yfir nokkrar helztu matvörur, þetta ætti að gefa félagsmönnum kærkomið tilefni til samanburðar, á verði annars staðar, og til að hvetja þá, sem enn standa utan við samtökin til að koma með. Grein um trygg- ingar er og í blaðinu, hana ættu menn að lesa og láta svo ekki bíða, þar til of seint er orðið, að tryggja innbú sitt og annað verðmæti. í vor hafa landbúnaðarvélar verið á boð- stólum hjá oss, meir en oft áður, fram að þessu aðallega rakstrarvélar, en nú bráðlega er von snúningsvéla, sem Sam- bandi isl. Samvinnufélaga hefir tekizt að festa kaup á I Englandi, það vinnur einnig að öflun mykjudreifara, heyvagna á gúmmíhjólum og fleiri tækja, sem vænt- anlega geta komið fyrir næsta vor, mykju- dreifarar þó e. .t v. i haust, þá höfum við nýlega fengið vagnhjól með öxlum, þau eru frá Noregi, nokkuð dýr en líta vel út og sterklega. Þó illa horfi með vöruöflun í augnablik- inu þá munið félagsmenn, að leita ávallt fyrst til ykkar eigin verzlunar, því aldrei hefir félaginu eins riðið á samheldni fé- lagsmannanna og nú á þessum síðustu tímum dýrtíðar og vöruskorts. G. Th. —-------------------------------------------------------- Bifreiðasmiðja Kaupfálags Árnesinga Bifreiðaviðgerðir — Boddý- og brettaréttingar — Rennismiðja Járnsmiðja - Yfirbyggingar á bíla — Landbúnaðarvélaverkst. Bílamálning — Smurstöð — Logsuða — Rafsuða Bilamálningarverkstæðið er nýtekið til starfa í sambandi við blfreiðasmiðju vora. — Sprautum og handmálum bíla. ReyniÖ viðskiptin.

x

Árnesingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árnesingur
https://timarit.is/publication/1915

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.