Þroskaþjálfinn - 18.05.2000, Blaðsíða 3

Þroskaþjálfinn - 18.05.2000, Blaðsíða 3
Afmælisblað Þroskaþjálfafélags íslands EFC^DSyfirlit Skrif formanns ÞÍ. Sólveig Steinsson formaður Þroskaþjálfafélagsins . 5 Þættir úr sögu þroskaþjálfastéttarinnar Hrönn Kristjánsdóttir tók saman ................... 7 Þá hugsjónir rætast... Gréta Bacmann fyrsti formaður Þroskaþjálfa- félagsins skrifar..................................10 „Ég fór að Skálatúni með loforð um að vera þar 4-6 vikur en árin urðu 14“ ........................10 „Enginn fáviti er geðveikur. Til að missa vit þarf að hafa það“............... 10 „Formannstími minn var e.t.v. styttri en orðið hefði...“....................................11 „f fyrstu notaði ég sumarfríin mín og greiddi allan kostnað sjálf...“ ...........................11 „Fyrsta foreldra- og hagsmunafélag tengt slíkri stofnun var stofnað í Skálatúni vorið 1971“ .......11 „Nýr vettvangur... “ ..............................12 „Ég vildi reyna að fá verkefni frá fyrirtækjum og fá greiðslu fyrir“.................................12 „Varla kom sá gestur eða gangandi...að ekki væri sagt frá Spánarferðinni“ .................... 12 „Bóklegt og verklegt nám auk íþróttakennslu voru þær greinar er kenndar voru“ .................13 „...þar með hefst saga fyrsta sambýlisins á landinu..." . . 13 „Sýning þessi var mjög fjölsótt og áreiðanlega mikil kynning á málefninú'...............................13 „Við börðumst við tárin“...........................14 „Mér hefur auðnast að sjá svo miklar framfarir...“.14 Myndir frá afmælisárshátíð ÞI........................16 Víða er pottur brotinn í þjónustu við aldraða þroskahefta. Vera Snæhólm skrifar ..............................19 Búseta fatlaðs fólks Hrönn Kristjánsdóttir skrifar ....................21 Inngangur..........................................21 Hugmyndafræði og nýjar skilgreiningar..............21 Einstaklingsmiðuð þjónusta.........................22 Niðurlag...........................................23 Norsku lögin um valdbeitingu og þvingun í meðferð þroskaheftra. Kristrún Sigurjónsdóttir skrifar...................25 Af hverju lagasetning?.............................25 Lögin..............................................25 I starfí með daufblindum Lilja Þórhallsdóttir skrifar ......................29 * Félagsmenn.......................................29 * Upplýsingamiðstöð................................29 * Félagið..........................................29 * Samstarf við útlönd .............................29 Hvað er daufblinda.................................29 Hópar daufblindu...................................29 Samskiptaleiðir....................................30 Lokaorð ...........................................30 Frá Útgáfuráði Betra seint en aldrei. Hér með er komin út afmælisútgáfa „Þroskaþjálfans“ að vísu nokkuð á eftir áætlun en samt ekki svo að til skaða geti talist. Við gætum hæglega komið með langan lista hversvegna svo fór, en við gerum það ekki. (En við eigum til lista af góðum afsökunum á lager sem við getum notað ef einhver óskar!!!!) Okkur langar að þakka sérstaklega öllum þeim er lögðu oklcur til efni í blaðið. Við fengum að okkar mati góðar greinar og vel unnar, sem sparaði olrkur töluverða vinnu. Sérstaklega viljum við benda á að 2 greinar byggjast að einhverju leyti á B.Ed verkefnum viðkomandi þroskaþjálfa sem er skemmtilegt með tilliti til að þar er undirstrikað að þroskaþjálfanámið er formlega orðið háskólanám. Síðasta útgáfuráð hafði unnið að útgáfu tveggja „Þroskaþjálfa“ og settu okkur vel inn í verkið og létu olckur vita af ýmsum „pyttum“ er við gætum dottið í og er skemmst frá því að segja að þrátt fyrir viðvaranir þeirra duttum við í þá flesta. Við vorum viss um að fólk hópaðist að með greinar og leveðjur til blaðsins í þvílíku magni að erfitt yrði að koma öllu fyrir. Þetta reyndist fullmikil bjartsýni. Nú á tímum , mikillar vinnu og lélegra launa er fólk skiljanlega upptekið. Það að setjast niður og skrifa um starf sitt og hugmyndir er eleki forgangsmál. Fólk skildi átta sig á því að með því að taka þátt í umræðum, miðla af reynslu sinni og þekkingu og kynnast því sem aðrir eru að gera, fær fólk margfalda ánægju til baka og um leið tilfinningu fyrir því að starf þeirra sé mikilvægt og árangur kannski mun meiri en það hefur gert sér grein fyrir. Þroskaþjálfar hafa verið í forystu við að innleiða ný viðhorf og aðferðir í þjónustu við fatlaða en um leið sú stétt sem hefur minnst látið á sér bera. (Unnið störf sín í hljóði eins og konan forðum sem kynnti ofn skáldsins fyrir norðan. En það er önnur saga! ) Það er að okkar mati kominn tími til að breyta því. Forsíða blaðsins vekur sjálfsagt furðu einhverra. Hún er eins og flestir sjá af Landspítalanum í Kópavogi áður „Kópavogshæli" Myndin er tekin á 7. áratugnum. Það er nokkuð ljóst að „Kópavogshælið“ er eklci það búsetuform er við teljum æskilegt í dag. Þarna liggur samt vagga þroskaþjálfastarfsins og því töldum við við hæfi að setja mynd af staðnum á forsíðu. Þar búa nú um tæplega 60 fatlaðir einstaklingar og fer fækkandi. Því má segja að það sé við hæfi að kveðja staðinn sem hefur verið persónugervingur íyrir altækarstofnanir hér á íslandi því að líkur eru á að þegar næsta afmælisrit kemur út verði flestir fatlaðir íbúar fluttir þaðan. (Svo má ekki gleyma að við er skipum útgáfuráð að þessu sinni erum öll starfandi á Landspítalanum í Kópavogi). Um leið og við óskum þroskaþjálfum til hamingju með afmælið vonum við að þroskaþjálfun og þroskaþjálfar verði mun sýnilegri hér eftir. Útgafuráð skipa: Bára Kristjánsdóttir, Jón Berg Torfason, Kristjana Sigurðardóttir, Magnús H. Björgvinsson og Ragnheiður E. Ragnarsdóttir. Útgefandi Þroskaþjálfafélag fslands • Hamraborg 1 • Sími 5640225 Tölvupóstur th-isl@islandia.is • Heimasíða http://www.islandia.is/-th-isl Abyrgðarmaður Sólveig Steinsson Prentun og uppsetning: Steindórsprent-Gutenberg • Auglýsingasöfnun: Markaðsmenn ehf 3

x

Þroskaþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.