Þroskaþjálfinn - 18.05.2000, Síða 29

Þroskaþjálfinn - 18.05.2000, Síða 29
Afmælisblað Þroskaþjálfafélags íslands ll í starfi með daufblindum Lilja Þórhallsdóttir þroskaþjálfi skrifar Ég útskrifaðist frá Þroskaþjálfaskóla Islands vorið 1996. Ég byrjaði að vinna sem þroskaþjálfi á Skálatúnsheimilinu í Mosfellsbæ. Ari síðar sá ég auglýsingu í Morgunblaðinu þar sem óskað var eftir daufblindraráðgjafa hjá Dauf- blindrafélagi Islands. Þar sem vinna mín að verkefnum tengdum daufblindum í skólanum hafði vakið áhuga minn á þessu sviði ákvað ég að sækja um þessa stöðu sem ég og fékk. Þar hef ég starfað síðan. Til að fá sérhæfingu í málefnum daufblindra hef ég sótt fjölda námskeiða sem tengjast því beint bæði hérlendis og erlendis. Daufblindrafélag Islands var stofnað 25. mars árið 1994. Tilgangur þess er að vinna að hvers konar menn- ingar- og hagsmunamálum daufblindra. I félaginu eru 32 félagar en samkvæmt rannsóknum á fjölda daufblindra á Norðurlöndum ætti fjöldinn að vera 40-70 manns á Islandi. Félagið er ungt og vandinn hefur verið sá að enginn einn aðili sér um að greina daufblindu, það hefur því verið meira tilviljunum háð hver gengur í félagið. En það þyrfti að skrá fjölda daufblindra sérstaklega. Starf mitt skiptist í fjögur svið og þau eru: / Félagsmenn Starfsmaður annast ráðgjöf við daufblinda og aðstand- endur þeirra og styður félagsstarfið almennt og vinnur að hagsmunamálum daufblindra. y Upplýsingamiðstöð Skrifstofa Daufblindrafélags Islands er upplýsingamiðstöð um málefni daufblindra. Starfsmaður sér um fræðslu og kynningu á daufblindu í skólum og á vinnustöðum og ekki síst þar sem daufblindir einstaklingar dvelja t.d á sam- býlum. Einnig er það hlutverk hans að styðja starfsfólk sem vinnur með daufblindum og hjálpa þeim að finna viðeigandi lausnir, ef upp koma einhver vandamál. •/ Félagið Starfsmaður sér um almenn skrifstofustörf félagsins, annast fjármál félagsins og hefur yfirumsjón með því að fylgi- skjölum bókhalds sé haldið vel og skipulega til haga. t/ Samstarf við útlönd Daufblindrafélag Islands hefur töluvert samstarf við önnur daufblindrafélög á Norðurlöndum. Einu sinni á ári er formannafundur þar sem formenn allra daufblindrafélaga á Norðurlöndum hittast og ræða ýmis málefni og kynntar eru nýjungar í vinnu með daufblindum. Löndin skiptast á að halda formannafundinn og á síðasta ári var hann haldinn hér á Islandi í fyrsta sinn. Við eru einnig í samstarfi við NUD en það er norræn menntastofnun (Nordisk uddannelsecenter For Dov- blindepersonale) fyrir starfsfólk sem vinnur með dauf- blindum. Stofnunin er staðsett í Danmörku og við á skrifstofunni erum tengiliðir við stofnunina og reynum meðal annars að finna starfsfólk hér á landi sem vinnur með daufblindum til að sækja námskeið hjá þeim. Hvað er daufblinda Einstaklingur er daufblindur ef hann er bæði alvarlega sjón- og heyrnarskertur. Sumir daufblindir eru algjörlega heyrnarlausir og blindir, aðrir hafa örlitla sjón og heyrn. Samsetnig þessara fatlana hefur þannig í för með sér mikla einangrun og erfiðleika með samskipti, skynjun á umhverfi, aðgang að upplýsingum og að komast leiðar sinnar. Hver daufblindur einstaklingur ætti í raun að vera bæði með túlka og leiðsögumann með sér. Hópar daufblindu Daufblindum má í raun skipta í þrjá hópa. Sumir eru fæddir daufblindir og glíma þá við ýmsar viðbótarfatlanir 29

x

Þroskaþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.