Þroskaþjálfinn - 2003, Blaðsíða 21

Þroskaþjálfinn - 2003, Blaðsíða 21
vörð um réttindi ef reglur og lagaumhverfi væri eltki til staðar. Jafnframt tel ég nauð- synlegt að gera þurfi leiðbeinandi vinnu- reglur eða starfsramma varðandi inn- grip/íhlutun í líf fólks. Því ekki er hægt að horfa fram hjá því að þroskaþjálfar, — eins og sumar aðrar starfstéttir, hafa þurft að grípa til líkamlegra þvingana í starfi með einstaklingum sem eiga við þann vanda að stríða að skaða sjálfan sig, annað fólk eða hluti í umhverfi sínu. Eins og fram kemur hér á undan geta þroskaþjálfar starfandi í búsetu sem ann- ars staðar m.a. þurft að beita líkamlegum þvingunum, s.s að halda einstaklingi til að fyrirbyggja alvarlegan skaða á fólki. I viss- um tilfellum getur þurft að koma einstak- lingi í umhverfi sem er án ögrandi áreita, s.k. einvist (time out). Einvist ber alltaf að líta á sem mjög alvarlegt inngrip enda er það í eðli sínu refsing. Þegar einvist eða öðrum þvingunarúrræðum er beitt skal ætíð skilgreina hvenær á að beita þessum úrræðum og hvernig þeim skuli beitt, í hvað langan tíma -ásamt því að skilgreina og samræma vinnubrögð starfsmanna. 1 öllum tilfellum þarf að skrá atvik og skila skýrslum til ráðgjafa á Svæðisskrifstofu eða annars þess er málið varðar og ef meiðsl verða á fólki senda skýrslu til Vinnueftirlits ríkisins. Hafi einstaklingur alvarlega árásar- hegðun, beitir ofbeldi eða sýnir á annan hátt ógnandi hegðun, þarf að skilgreina nákvæmlega um hvað er að ræða ekki nota bara orðin „ofbeldi“ eða „kast“. Alla með- ferðarvinnu þarf að vinna í samráði við ráðgjafa á Svæðisskrifstofu eða annan er málið varðar. Framkvæmdastjóra skal til- kynnt um atvik/aðstæður og aðstandend- ur upplýstir um öll inngrip og hafðir með í ráðum eins og kostur er bæði um aðgerð- ir og þau úrræði sem leitað er eftir. Hvenær er réttlætanlegt að nota þvingunarúrræði og hvaða verk- lagsreglur þarf að virða? Það hefur þegar komið fram að þving- unarúrræðum ætti eingöngu að beita með- an annarra úrræða er leitað, t.d. fundin leið til boðskipta, umhverfi hagrætt, áreiti fjarlægt, viðbrögð samræmd o.fl. jafnhliða þarf markvisst að vinna með jákvæð við- horf innan starfsmannahópsins. Nauðsyn skráningar og úrvinnsla er meginforsenda þess að atferli sé greint og orsök fundin til að hægt sé að finna leiðir til að fyrirbyggja það að einstaklingur missi stjórn á sér. Fjölmorg óhugaverð erindi voru flutt Einnig er nákvæm skráning forsenda þess að hægt sé að setja skýr markmið til að vinna á vanda einstaklings. Notkun á einvistarherbergi (time out) er mjög vand- meðfarin og þarf að vera öllurn ljóst við hvaða aðstæður það er notað til að forðast misnotkun. Það sé eingöngu notað við vel skilgreindar aðstæður og aldrei annars. Nákvæm skráning fari fram og síðan til- kynnt til Svæðisskrifstofu, aðstandenda og annarra sem málið varðar. Mikilvægt er að hafa ætíð samráð við aðila með þekkingu í atferlisgreiningu þegar inngrip felur í sér einvist eða aðrar þvingandi aðgerðir. Þegar þvingunarúrræði eru notuð í meðferðarstarfi þá er mikilvægt að starfs- mannahópur sé vel upplýstur, unnið sé markvisst með markmið og leiðir, og hóp- urinn fái stuðning og áfallahjálp sé þess þörf, þetta á að sjálfsögðu einnig við urn aðra íbúa heimilisins og aðstandendur þeirra. Mikilvægt er að rækta jákvæð við- horf í starfsmannahópnum, gefa siðferð- legri umræðu gott rými, og rýna reglu- bundið í þarfir einstaklingsins til að hafa alltaf sem besta innsýn og þekkingu á þörfum hans. Það verður að tryggja öryggi allra eins og kostur er og stuðla að því að öllum sé ljóst að verið sé að leita leiða um önnur úrræði án þvingana. Ljóst er að góður og samhentur starfsmannahópur er forsenda þess að árangur geti náðst og fæst engu framgengt meðan hann er ekki hafð- ur með í ráðum og vel upplýstur. Góð samvinna kemur í veg fyrir að einstakling- ar innan hópsins fari að finna sín einkaúr- ræði með oft alvarlegum afleiðingum fyrir starfið, sem síðan tefja framgang lausna. Itreka þarf að inngrip eins og önnur með- ferðarúrræði skulu alltaf vera afmörkuð við þann einstakling sem þau séu hugsuð fyrir og færast aldrei sjálíkrafa yfir á aðra einstaklinga þó að unr svipuð vandamál sé að ræða. Vandi stjórnenda er oft að koma öllu heim og saman þannig að heimili veiti ör- yggi og skjól auk þess að réttindi allra á heimilinu séu virt. Það verður að tryggja einstaklingsmiðaða þjónustu, rétt til einkalífs, ásamt rétti til að sinna áhuga- málum. Um leið getur þurft að fyrirbyggja það að fólk verði fyrir líkamsárásum, eignaréttur þeirra sé virtur og það að van- líðan eins íbúa raski sem minnst daglegu lífi annars.í tilvikum sem þessum þar sem jafnvel er um beinar árásir að ræða eða al- varlegan sjálfsskaða, þá er auðveldara að sjá hvar skilgreiningin liggur í beitingu líkamlegrar þvingunar/nauðungar. Erfið- ara getur verið að greina þessi atriði þar sem þau eru óljós t.d. þar sem einstakling- ar búa sem lítið geta tjáð sig, eru upp á aðra komnir með nær allt umferli og alla þætti daglegs lífs. Við þessar aðstæður er erfiðara að gera sér grein fyrir því hvenær þvingun/nauðung er beitt. Hvernig eru t.d. ákvarðanir teknar um þætti í daglegu lífi fólks? í samráði við hvern? Eru fyrst og fremst hagsmunir einstaklings hafðir að leiðarljósi eða eru það þarfir sem rekstrar- áætlanir eða starfsmanna sem móta starfið framar öðru?

x

Þroskaþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.