Þroskaþjálfinn - 2003, Blaðsíða 14

Þroskaþjálfinn - 2003, Blaðsíða 14
VJÐTALIÐ Að vera sjálfri mér samkvæm Laufey Jónsdóttir þroskaþjálfi/framkvæmdastjóri í viðtali Hver er aðdragandi þess að þúfórst í nám íþroskaþjálfim? Þetta nám var ekkert sérstaklega á dag- skrá hjá mér. Eg var við nám í Lindargötu- skólanum í Reykjavík á hjúkrunarbraut og mín framtíðarsýn stefndi alltaf á sjúkra- húsin. En atvikin höguðu því þannig að það fyrirkomulag sem var á sjúkrahúsun- um hentaði mér ekki á því augnabliki og því sótti ég um að fá að kynna mér eitt- hvað annað og fyrir valinu varð Höfða- skóli og þar fékk ég bakteríuna. Hver er starfsferill þinn að loknu námi og þar til þií tókst við stóli fram- kvæmdastjóra? Hún er mjög skýr og einföld. Að námi loknu starfaði ég í 3 mánuði í leikskóla í Grundarfirði, síðan sem þroskaþjálfi í eitt ár í Lyngási og þá lá leið mín í Borgar- fjörðinn og starfaði ég þar sem forstöðu- maður á leikfangasafni til ársins 1991 að ég tók við starfi framkvæmdastjóra hér á Vestfjörðum. Eitthvað sérstakt eða eftirminnilegt við starfsÆvina firam að þeim tímai Það eftirminnilegasta er í rauninni sú mikla breyting sem átt hefur sér stað í við- horfum til fatlaðra og í uppbyggingu í þjónustu við fatlaða. Ég upplifði þann tíma þegar uppbygging þjónustunnar miðaðist við það að allir byggju á stofnun og einnig upplifði ég þá þróun þegar ákveðið var að færa þjónustuna út til hins fatlaða og í hans heimabyggð. Það finnst mér hafa verið eitt stærsta skrefið í þjón- ustu við fatlaða og hluti af mannréttind- um fólks. Hvað varð til þess að þú sóttir um stöðu framkvœmdastjóra? Það var fyrst og fremst það að þegar ég var búin að ákveða að hætta í Borgarnesi þá sendi ég upplýsingar um mig og minn starfsferil til allra svæðisskrifstofa. Mér fannst mest freistandi að takast á við þessa stöðu þar sem hún var næsta skrefið fyrir ofan það sem ég hafði verið að gera. Einnig heillaði mig landsvæðið en ég hafði aldrei komið til Vestfjarða og fannst það þess vegna mjög spennandi. Hver er statfskennitigþín? Að vera sjálfri mér samkvæm og taka fullt tillit til skoðana foreldra og fatlaðra sjálfra varðandi uppbyggingu á þjónustu. Einnig að fólk hafi val um það hvar það vill búa og að þjónustan sé byggð upp frá þeirra þörfum. Hver eru helstu áhersltiatriði í staif- inu? Að hafa þjónustuna sem mest einstak- lingsmiðaða og að hún sé byggð upp í sem mestri nálægð við hinn fatlaða. Einnig er ég mjög upptekin af því núna að byggja upp fjölbreytta endurmenntunarmögu- leika fyrir starfsmenn mína en mín reynsla er sú að eftir því sem við veitum fólki meiri möguleika til að mennta sig í starf- inu, þá verður innihald þjónustunnar betra og starfsfólk helst lengur í starfi. Hvemig hefur gengið að fií þroska- þjálfa til staifa? Það hefur gengið mjög illa og reyndar er ég mjög hissa á því hversu fáir þroska- þjálfar hafa áhuga eða getu á því að starfa við þær aðstæður sem við bjóðum upp á. Ég hef auglýst, boðið í kynnisferðir og notað maður á mann aðferðina en ekkert hefur gengið. Við höfum reyndar verið svo heppin að hafa ákveðinn grunn af þroskaþjálfum sem hafa verið í starfi hjá okkur mjög lengi og síðan eru þrír nemar í fjarnámi í þroskaþjálfun og vonandi skila þeir sér í starf til okkar að námi loknu. Hvaða þtetti telur þú vera öðruvísi í þínu starfi frá því sem gerist t.d. hjá svteðisskrifstofum á höfuðborgarsvteð- inu? Starfsumhverfið er gerólíkt. Við erum að veita miklu færri þjónustu og nálægðin er það mikil að við erum oftast í daglegum tengslum við það fólk. Þetta tel ég vera mikil forréttindi. Það eru einnig mjög náin samskipti sem við eigum við það fólk sem við erum að veita þjónustu og fjöl- skyldur þeirra. Það er oft mjög erfitt að aðgreina sig frá því að vera fagmaður og að vera hluti af frændliðinu en það er nokk- uð algengt hér hjá okkur. Hvemig hefitr gengið að viðhalda þekkingu í síbreytilegum heimi, þar sem fagið hefur verið að breytast og margt nýtt að korna fram með auknum rann- sóknum? Það hefur verið misjafnt. Það er oft erfitt að sækja sér þekkingu vegna þess að ég bý það langt frá Reykjavík þar sem mest er í boði. Þó hafa þeir möguleikar breyst eftir að símenntunarmiðstöðvar komu út á land. Þetta fer þó fyrst og fremst eftir manni sjálfum og vilja til að sækja sér þekkingu og fylgjast með. Ég nota inter- ■M

x

Þroskaþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.