Þroskaþjálfinn - 2003, Blaðsíða 24

Þroskaþjálfinn - 2003, Blaðsíða 24
Inngangur I þessari grein mun ég segja frá alþjóð- legri ráðstefnu sem ég sótti í Melbourne í Astralíu í september síðastliðnum. Einnig verður stuttlega fjallað um Inclusion International - alþjóðlegu samtökin sem stóðu fyrir ráðstefnunni. Inclusion International Inclusion International stóð fyrir ráð- stefnunni í samvinnu við áströlsku hags- munasamtökin The National Council on Intellectual Disability (NCID) og Victor- ian Advocacy League for Individuals with Disability (VALID) sem voru gestgjafar ráðstefnunnar og sáu um skipulagninguna heima fyrir. Inclusion International eru alþjóðleg samtök/netverk þeirra sem vinna að bættu lífi þeirra 60 milljóna manna sem eru með þroskahömlun í heiminum. Þetta eru ein af stærstu alþjóðlegum sam- tökum í málefnum fatlaðra, sem ekki eru á vegum opinberra aðila. I Inclusion International eru um 200 félagasamtök frá 115 löndum, þ.m.t. frá Islandi en Lands- samtökin Þroskahjálp eru aðildarfélag. Samtökin vinna með Sameinuðu þjóðun- um, þeirra umboðsskrifstofum, opinber- um stofnunum og samtökum og eru málsvarar þess að málefni og réttindi fólks með þroskahömlun séu tekin með í allri stefnumörkun, bæði innan hvers lands, svo og á alþjóðlega vísu. Þau styðja félög- in í praktískum málum, skipuleggja al- þjóðleg málþing og ráðstefnur, miðla þekkingu og vekja athygli á og berjast Soffía Lórusdóttir gegn hvers kyns misrétti. Þau sinna út- gáfustarfsemi sem miðar að því að hjálpa foreldrum og fagfólki í viðleitni sinni til aukinnar vitundar. Inclusion International, ásamt einstökum meðlim- um þess stjórna starfi í þróunarlöndunum, s.s. ráðgjöf og stuðningi til að efla foreldra, sjá um fjármögnun og stjórnun verkefna. Nánari upplýsingar um framantalin samtök má finna á heimasíðu http://www.dice.org.au , http://203.108.4.104Aviccid og http://www.inclusion-international.org en þar má einnig finna tengingar inn á aðrar gagnlegar heimasíður. Markmið ráðstefnunnar Inclusion International heldur alþjóð- lega ráðstefnu á fjögurra ára fresti. Að þessu sinni var hún haldin í Melbourne í Astralíu sem er önnur stærsta borg lands- ins, en þar búa 3.4 milljónir manna af ótal þjóðernum. Ráðstefnan, sú þrettánda í röðinni, var helguð fjölskyldum fatlaðra barna og baráttu fóllcs með þroskahömlun fyrir mannréttindum og lýðréttindum. Heiti ráðstefnunnar var sótt til þriðju greinar mannréttindayfirlýsingar Samein- uðu þjóðanna: „Allir menn eiga rétt til lífs, frelsis og mannhelgi". Yfirþemu ráðstefn- unnar byggðust á þessum þrem réttind- um, þ.e. Iíf, frelsi og mannhelgi, sem voru útfærð nánar á eftirfarandi hátt: Réttur til lífs sem felur í sér rétt til þátttöku, mennt- unar, velgengni, áskorunar og breytinga. Réttur til frelsis sem felur í sér rétt til að velja, að stjórna, valds, sjálfsálcvörðunar og aðgengis. Réttur til mannhelgis sem fel- ur í sér rétt til öryggis, stolts, trausts, vellíðunnar og þæginda. Markmið ráðstefnunnar var að: Fagna áföngum sem náðst hafa, fólk með þroskhömlun hefur víða náð árangri við að ávinna sér aukin mann- og borgararétt- indi. Berjast gegn hindrunum/ógnun- um, fóllc með þroskahömlun býr enn við alvarlega ógnun við líf, frelsi og mann- helgi. Deila árangri, fólk með þroska- hömlun, fjölskyldur þeirra og stuðnings- fólk finnur oft áhrifaríkar leiðir til að vinna gegn aðgreiningu, lcúgun og mis-

x

Þroskaþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.