Ljósmæðrablaðið - 01.06.2023, Blaðsíða 18
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið
1. tölublað · 101. árgangur · júlí 2023 3534 1. tölublað · 101. árgangur · júlí 2023
frá því að vera flókin og fyrirferðarmikil og á færi
mjög fárra sérfræðinga yfir í að vera mun aðgengi
legri skoðun/meðferð eins og við þekkjum í dag
– og fljótlega hluti af eðlilegri færni ljósmæðra á
sérhæfðum fæðingardeildum. Þá fór Kypros yfir
skimanir á litningagöllum og framfarir varðandi
skimun og meðferð á konum með háþrýsting og
með göngu eitrun t.d. í tengslum við magnýlgjöf, sem
og skimanir í tengslum við börn sem eru í hættu á
fyrir bura fæðingu vegna leghálsbilunar.
Næst í pontu steig Ína Lóa Sigurðardóttir, fram
kvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvar. Ína sagði okkur frá
því að þessi tiltekni dagur, 19. mars væri fæðingar
og dánardagur litlu dóttur hennar, Marínar, sem
hefði fæðst fyrir 20 árum. Þau hjónin fengu þær
erfiðu fréttir í sónar að litla stúlkan þeirra ætti sér
ekki lífsvon og í framhaldi var ákveðið að binda enda
á meðgönguna. Þessi fyrsta fæðing Ínu var afar erfið,
bæði andlega og líkamlega. En hvað situr eftir nú
20 árum síðar? Ína sagði frá því að það sæti ennþá
í henni að hafa ekki viljað segja frá því að eitthvað
hefði verið að – hún vildi ekki að fólk hugsaði með
sér að það væri gott að litla stúlkan hennar hafi
fengið að fara, með því fengi líf hennar minna vægi
og samúðin til þeirra foreldranna yrði minni. Fyrir
þessum árum hefði samfélagið ekki gert sér grein
fyrir því hvað það er stórt að missa barn á meðgöngu.
Í hennar tilfelli var sorgin svo djúp að hún náði ekki
að vinna með hana heldur ýtti henni dýpra og dýpra
ofan í skúffu sem einn daginn flæddi upp úr, eða
þegar Ína missti manninn sinn nokkru síðar og þurfti
þá að vinna úr þessari tvöföldu sorg. Ína lagði áherslu
á hversu mikilvægt það væri að foreldrar fengju
stuðning og rými til að vinna úr sorginni, það skipti
öllu máli.
Svandís Edda Gunnarsdóttir var næst og
fjallaði hún um lokaverkefni sitt í ljósmóðurfræði
„Það þarf einhver að grípa mann“. Reynsla kvenna og
stuðningur af missi á meðgöngu. Kveikjan að rann
sókninni var eigin reynsla en Svandís fæddi sjálf
and vana dreng, Heiðar Örn fyrir 8 árum. Í erindi
Svandísar sagði hún lauslega frá þeirri þjónustu/úr
ræðum sem foreldrum stendur til boða á Íslandi og
dró fram mikilvægi þess að styðja vel við foreldra á
þessum viðkvæma tíma. Hún dró fram ólík úrræði
sem standa til boða annars vegar fyrir 22 vikna og
hins vegar eftir 22 vikna meðgöngu þrátt fyrir að
sorgin spyrji ekki um aldur barns/fósturs í móður
kviði. Markmið rannsóknarinnar var að meta reynslu
kvenna af því að missa barn á meðgöngu og þeim
stuðningi sem stóð til boða í kjölfar missis. Niður
stöður sýndu að flestar konur myndu vilja sterkara
kerfi, einhverja eftirfylgni, sem myndi grípa foreldra
eftir missi. Þetta átti sérstaklega við konur sem
misstu fyrir 22 vikur. Svandís benti á að ein leið væri
að þróa eftirfylgnikerfi á heilsugæslunni og koma
þannig betur til móts við þarfir þessara foreldra.
Dagbjört Eiríksdóttir djákni kom næst og ræddi
um sálgæslu við missi á meðgöngu og á vökudeild.
Dagbjört þakkaði sérstaklega þessum hugrökku og
örlátu mæðrum dagsins sem höfðu deilt reynslu
sinni. Hún ræddi almennt um sorgarviðbrögð og
ítrekaði það sem komið hafði endurtekið fram fyrr
um daginn að vikufjöldi væri ekki mælikvarði á sorg
– að konur ættu ekki að þurfa að spyrja sig „er ég
gengin nógu langt?“ Þá ræddi Dagbjört um hlutverk
sál gæslunnar og mikilvægi þess að virkja tengsl í
fjöl skyldum og hjálpa fólki að tala saman. Það væri
mikil vægt að einangrast ekki og hjálpa fólki að vera
sam ferða, að valdefla foreldra, finna tilgang og skapa
minningar eins og Gleym mér ei legði áherslu á.
Dagbjörg lauk erindi sínu með því að beina orðum
sínum að okkur sem fagfólki – að við þyrftum líka að
hlúa að okkur sjálfum.
Síðasta erindi dagsins flutti Helga Sól Ólafs
dóttir félagsráðgjafi, sem fór yfir réttindi fólks við
missi. Hún sagði frá nýrri löggjöf sem gekk í gildi
um síðustu áramót og kallast sorgarleyfi. Sorgar
leyfi er fyrir foreldra á vinnumarkaði sem missa barn
yngra en 18 ára. Réttur til sorgarleyfis myndast við
25% starf eða eigin rekstur en aðrir eiga rétt á sorgar
styrk. Ef missir verður við 1822 vikna meðgöngu
er sjálf stæður réttur foreldra til sorgarleyfis tveir
mánuðir en eftir 22 vikur eykst rétturinn í þrjá
mánuði. Helga Sól fór auk þess um víðan völl og
ræddi til dæmis sérstakar aðstæður sem geta komið
upp eins og ef annar tvíburinn lifir en hinn deyr.
Þá velti hún fyrir sér af hverju mörkin á sorgarleyfi
hefðu verið dregin við 18 vikna meðgöngu, hvað
lægi þar að baki og hver tæki slíkar ákvarðanir? Hún
lauk máli sínu með því að taka undir að margt gott
hefur áunnist á síðustu árum varðandi sorgarferli í
tengslum við missi en alltaf væri hægt að gera betur.
Í lok dags voru pallborðsumræður leiddar af
Önnu Sigríði Vernharðsdóttur ljósmóður. Í pallborði
voru auk hennar Ingunn formaður Gleym mér ei,
Ragnheiður Bjarnadóttir fæðingarlæknir og Bjarney
Hrafnberg sem hefur unnið brautryðjendastarf
í tengslum við eftirfylgni foreldra eftir andvana
fæðingar á Landspítalanum. Þær voru allar sammála
um að dagurinn hefði verið áhrifaríkur og þessar
hug rökku reynslusögur mæðra myndu lifa með okkur
ráð stefnu gestum. Þá tækjum við sem heil brigðis
starfs fólk með okkur eftir daginn mikilvægi þess að
bæta eftir fylgni almennt eftir andvana fæðingar og
þá sér stak lega þjónustu við foreldra sem missa fyrir
22 vikur. Þá var almennt rætt um eftirfylgni og hvar
eðli legast væri að slíkri þjónustu væri best borgið og
voru flestir á því að hún ætti heima í heilsugæslunni.
Ingunn ræddi líka sérstaklega um mikilvægi
stuðnings við feður, en enn þá veigruðu þeir sér við
að leita eftir sérhæfðum stuðningi. Þá væri óplægður
akur varðandi stuðning við missi á fyrsta þriðjungi
meðgöngu.
Í lok dags var Gleym mér ei þakkað sitt krafta
verka starf og ljúfir tónar GDRN og Magnúsar
Jóhanns fylgdu okkur ráðstefnugestum út í vor
kvöldið.
Minningarkassi Gleym mér ei. Áhugasamir ráðstefnugestir hlusta á erindi.