Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2023, Blaðsíða 20

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2023, Blaðsíða 20
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið 1. tölublað · 101. árgangur · júlí 2023 3938 1. tölublað · 101. árgangur · júlí 2023 fréttir En litlu hlutirnir skipta líka máli. Mér þótti vænt um að leitað var að naglalakkseyði fyrir mig um allt sjúkrahús, af því ég var með fjólublátt naglalakk og mig langaði alls ekki að vera með það á þeim myndum sem ég ætti af okkur með Mikael Nóa. Það sýndu mér margir hlýju og samúð á Landspítalanum og ég fékk margar hendur til að halda í þegar verkirnir voru sem mestir. Mér er líka minnisstæð kona sem sat hjá mér á skurðstofunni, líklega skurð­ eða svæfingarhjúkrunarfræðingur. Hún hélt í höndina á mér allan tímann í gegnum allar hríðar þar til mænudeyfingin fór að virka og líka á eftir. Og ég sagði við hana „þú mátt sleppa mér ef þú þarft að vinna eitthvað“ og þá svaraði hún „nei ég er einmitt þar sem ég þarf að vera“. Þessi hlýja skiptir öllu máli. Móðir mín spurði mig eftir mína reynslu, hvort ég hefði sem ljósmóðir gert mér grein fyrir þeirri lífs reynslu sem foreldrar væru að ganga í gegnum í tengslum við missi. Ég gat svarað henni strax „NEI, ALLS EKKI“. Sú sorg, tilfinningar og breytingarnar sem hafa fylgt þessu öllu eru svo miklu flóknari, sterkari og erfiðari en ég hafði gert mér í hugarlund. Ég hefði aldrei trúað því hvernig þessi tilfinning er, hvernig maður ræður lítið sem ekkert við allar þessar tilfinningar, þessi líkamlegu einkenni og þennan söknuð. Ég er að eilífu breytt, ég sé mig sem Örnu fyrir og eftir Mikael Nóa. Þessi reynsla breytti í mér kjarnanum. Ég hef þurft að læra hvernig þessi breytta ég passa inn í mitt eigið líf, mína eigin rútínu. Því ég er ekki sama Arna, ég er ekki sama ljósmóðirin, ég er ekki sama eiginkonan, mamman, dóttirin, systirin né vinkonan. Ég er vonandi ekkert verri, kannski þroskaðri og vonandi skilningsríkari. Ég mun aldrei verða alveg eins og ég var. Það sem skipti mig afar miklu máli þegar ég hugsa til baka, var viðurkenning á minni sorg og hversu mikil hún var og er ennþá. Öll blóm, gjafir, knús og kveðjurnar sem ég fékk voru ákveðin viður­ kenning. Kassinn frá Gleym mér ei sem ég fékk eftir fæðinguna var líka viðurkenning. Ég fann fyrir létti þegar ég opnaði kassann, því þessir fallegu hlutir og mikilvægu orð sem voru í honum sögðu mér að ég mætti svo sannarlega vera sorgmædd. Ég veit ekki hvort það hjálpaði mér í þessum aðstæðum að vera ljósmóðir. Ég var fyrst og fremst mamma. En vonandi mun þessi reynsla verða til þess að ég verði ennþá betri ljósmóðir nú og í fram tíðinni. Ef það er eitthvað sem ég vil koma á fram færi þá er það að gera aldrei lítið úr svona áfalli og aldrei gera lítið úr sorginni. Við ljósmæður vitum svo einstak­ lega vel að foreldrar koma inn í barneignar ferlið með mismunandi sögu, ólíka reynslu eða áföll í bak pokanum. Ég held að ég hafi aldrei gert lítið úr slíkri reynslu, en ég hef áttað mig enn betur á því að ég get aldrei sett mig algjörlega í spor annarra og þeirra sorg. Sonur minn flokkast sem fóstur og það er talað um fósturlát. Sem ljósmóðir þekki ég vel þessa flokkun og skil hugsunina á bak við hana. En hann Mikael Nói minn er barn. Hann er barnið mitt og sem móður finnst mér afskaplega erfitt ef einhver tali um fóstur. Ég mun líka taka það með mér að tala aldrei um annað en barn, ef það er orðið sem foreldrar velja. Þetta hefur verið margfalt erfiðara en ég gerði mér grein fyrir, þrátt fyrir að vera ljósmóðir. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér þetta. Ég mun alltaf sakna þess að kyssa litla kinn og lítinn nebba. Ég mun halda áfram að sakna hans, ég mun halda áfram þrátt fyrir hnútinn í brjóstinu sem er alltaf til staðar en ég er og mun alltaf vera þakklát fyrir að eiga litla drenginn minn og fyrir allt sem hann gaf mér og gefur ennþá. Íslenskar ljósmæðra rannsóknir Ljósmæðrablaðið hefur undanfarin ár tekið saman upplýsingar um ljósmæðrarannsóknir sem íslenskar ljósmæður sinna, hérlendis og erlendis, og árið í ár er engin undantekning. Hugmyndin með slíkri samantekt er að ljósmæður geti í blaðinu nálgast ekki ein ungis þær rannsóknargreinar sem birtar eru á síðum þess heldur einnig upplýsingar um á hvaða vettvangi öðrum íslenskar ljós mæður hafa kynnt áhugaverðar niðurstöður sem nýst geta í störfum okkar á klínískum vettvangi. Með þessu vill Ljós mæðra­ blaðið styðja við metnað íslenskra ljósmæðra til að vera ávallt í fremstu röð í þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra. Þessi misserin stunda tvær íslenskar ljósmæður doktor snám í ljósmóðurfræði, þær Embla Ýr Guð­ munds dóttir og Edythe Mangindin. Gera má ráð fyrir að Embla Ýr verji doktorsverkefni sitt á næstu mánuðum og mælir Ljósmæðrablaðið eindregið með að ljósmæður fylgist með fréttum af því. Íslenskar ljósmæður taka áfram þátt í alþjóðlegu og innlendu rannsóknarsamstarfi, og meðal verkefna má nefna: • COST verkefnið Childbirth Cultures, Concerns, and Consequences: Dr. Helga Gottfreðsdóttir. • MiMo módelið, umönnun í barneignarferlinu í norrænu samhengi á forsendum kvenna: Dr. Ólöf Ásta Ólafsdóttir. • The Nordic Homebirth Study: Dr. Berglind Hálfdánsdóttir og Dr. Ólöf Ásta Ólafsdóttir. • Verkefnastyrkur Rannís (styrknúmer 196218­ 051). Erlendar konur á Íslandi: útkoma á með göngu, í fæðingu og eftir fæðingu og sam­ skipti þeirra við heilbrigðiskerfið: Dr. Helga Gott freðs dóttir, Embla Ýr Guðmundsdóttir og Edythe L. Mangindin. • COST verkefnið Perinatal Mental Health and Birth­Related Trauma: Maximising best practice and optimal outcomes (CA18211): Dr. Sigfríður Inga Karlsdóttir, Dr. Sigríður Sía Jónsdóttir og Dr. Valgerður Lísa Sigurðardóttir (varafulltrúi). • Nordic Network of Academic Midwives (NorNAM): Dr. Ólöf Ásta Ólafsdóttir, Dr. Helga Gottfreðsdóttir og Dr. Berglind Hálfdánsdóttir • INTERSECT ­ International Survey of Childbirth­Related Trauma: Dr. Valgerður Lísa Sigurðardóttir og Dr. Emma Marie Swift. • Verkefnastyrkur Rannís (styrknúmer 218139­051). Áhrifaþættir neikvæðrar fæðingarupplifunar afhjúpaðir: faraldsfræðileg nálgun: Dr. Emma Marie Swift, Dr. Helga Gottfreðsdóttir og Dr. Valgerður Lísa Sigurðardóttir. • Verkefnastyrkur Rannís (styrknúmer 195900­ 053). Hagstæðasta meðgönguvikan fyrir framköllun fæðingar: Erum við á réttri leið?: Dr. Emma Marie Swift. • iPOP rannsóknarhópurinn (International Perinatal Outcomes in the Pandemic Study) um áhrifaþætti fyrirburafæðinga í heimsfaraldri. Dr. Emma Marie Swift. • Heilsutengd lífsgæði, lífshættir og verkir meðal almennings á Íslandi: Uppbygging á víðtækum gagnagrunni. Dr. Sigfríður Inga Karlsdóttir. • Nordejordemoderen (Midwife of the North): Kennslusamstarf Norðurlanda höfundur berglind hálfdánsdóttir Hlaupið til styrktar Gleym mér ei. Mikael Nói með Jóa, pabba sínum.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.