Ljósmæðrablaðið - 01.06.2023, Blaðsíða 5
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið
1. tölublað · 101. árgangur · júlí 2023 98 1. tölublað · 101. árgangur · júlí 2023
verk á forsíðu
Freyja
höfundur ritstjórn
Hildur Hákonardóttir er fædd árið 1938 í Reykjavík.
Hún stundaði nám í Menntaskólanum í Reykjavík
frá 195355, en fluttist til Bandaríkjanna árið 1956
ásamt manni sínum, þar sem hún bjó næstu sjö ár
og var þar húsmóðir og ól upp börnin sín tvö. Eftir
heimkomu lagði Hildur stund á myndlistarnám bæði
hérlendis og erlendis og var auk þess kennari og
skólastjóri við Myndlista og handíðaskóla Íslands.
Hildur Hákonardóttir hefur á löngum starfs ferli
sínum tekið á málefnum samtímans og kynja pólitík.
Hún hefur nýtt til þess fjölbreytta miðla en aðallega
vefnað meðal annars í því augnamiði að efla sögu
kvenna. Þá eru starfsaðferðir hennar í gegnum tíðina
samofnar þeim málefnum sem efst eru á baugi í
okkar samtíma, einkum umhverfis og jafnréttis
mál. Hildur er einnig mikilvirkur ræktandi og hefur
velt fyrir sér margvíslegum kerfum sem er að finna
í heiminum, bæði manngerðum og lífrænum.
Í seinni tíð hefur Hildur einbeitt sér að rit
störfum, bæði frumsömdum og þýðingum. Meðal
þekktra bóka hennar eru Ætigarðurinn (2005), Blá
lands drottningin (2008), þýðing hennar og Elísabetar
Gunnarsdóttur á Walden. Lífið í skóginum eftir H. D.
Thoreau (2017 og Hvað er svona merkilegt við það að
vera biskupsfrú? (I–II, 2019–2021).
Hildur hlaut Heiðurslaun listamanna í byrjun
árs 2023 en slík laun eru veitt fyrir ævistarf.
Verkið á forsíðu sem Hildur veitti Ljós mæðra
blaðinu góðfúslegt leyfi til að birta er síðasta verkið
sem Hildur óf áður en hún lenti í slysi sem varð til
þess að hún gat ekki lengur ofið í vefstól. Verkið er
gert árið 1989 og heitir eftir Freyju, gyðju ástar og
frjósemi. Við sjáum hana þar sem hún leikur sér í
vatni. Hildur segir að vatnið hafi orðið sér til heilunar
eftir slysið, en að verkið tengist einnig leit hennar að
guðdóminum og sé myndræn framsetning á gyðjum
hins forna norræna siðar. Ekkert sýnir raunar að
konan á myndinni sé gyðja utan skarður máninn en
ef hún er mannleg kona þá eru eiginleikar gyðjunnar
henni samofnir.
Í blaðinu birtum við einnig sögubrot eftir Hildi
um lækningamátt vatnsins. Sagan kom upp í huga
hennar þegar ritnefnd Ljósmæðrablaðsins fór þess á
leit við hana að vera listakona blaðsins. Við þökkum
Hildi Hákonardóttur hjartanlega fyrir þann heiður
að vera með okkur á vegferð ljósmæðra.
Heimild
Sigrún Inga Hrólfsdóttir og Guðmundur Oddur Magnússon. (2023).
Rauður þráður, Hildur Hákonardóttir. Kjarvalsstaðir, Reykjavík.
Hildur Hákonardóttir. Mynd eftir Ástu Kristjáns-
dóttur, 2022.
Brjóst II, 1972. Í eigu Borghildar Óskarsdóttur (birt með leyfi).