Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.10.2023, Qupperneq 4

Læknablaðið - 01.10.2023, Qupperneq 4
432 L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 439 Elsa Valsdóttir, Ásta Bryndís Schram, Hans Haraldsson, Peter Dieckmann Hermikennsla læknanema á Íslandi Reynsla læknanema og kennara af hermikennslu er takmörkuð, innan við þriðjungur kennara segist hafa notað þessa aðferð við kennslu læknanema. Hindranir á notkun eru svipaðar á Íslandi og lýst hefur verið erlendis. Góðar leiðir til að auka hermikennslu gætu verið að bæta innviði og bjóða kennurum þjálfun í fjölbreyttum kennsluaðferðum, þar með talið hermikennslu. F R Æ Ð I G R E I N A R 10. tölublað · 109. árgangur · 2023 435 Aðalsteinn Guðmundsson Fjöllyfjameðferð: Vogarskálar ávinnings og skaða? Óviðeigandi fjöllyfjameð- ferð er hægt að lýsa sem meiriháttar vaxandi ógn við lýðheilsu í heilbrigð- iskerfum víða um heim. Þessu fylgir ákall um nýja hugsun og sameiginlega sýn á breytt verklag þvert yfir heilbrigðiskerfið. L E I Ð A R A R 437 Magnús Gottfreðsson Útflutningur þekkingarstarfa Hafa stjórnvöld og stjórnendur HÍ einhverja stefnu um námsframboð og stærð deilda, eða á allt að vera opið í þeim efnum? Hættan er að langvarandi undirfjár- mögnun háskólastigsins beini nemum í náms- greinar sem er auð- veldara að kenna með færri kennurum og þar með ódýrara. Á FORSÍÐU 446 Dagur Andri Friðgeirsson Hjaltalín, Jón Steinar Jónsson, Kristján Linnet, Emil Lárus Sigurðsson, Anna Bryndís Blöndal Þróun fjöllyfjameðferðar í heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2010-2019 Fjöllyfjanotkun er oft fylgifiskur fjölveikinda og eykst algengið jafnan með hækkandi aldri. Talið er að fjölveikum muni fjölga með hækkandi lífaldri og hækkandi meðalaldri. Margir sjúkdómar hjá sama einstaklingi leiða oft til meðferðar með mörgum lyfjum. Ekki er til ein- hlít skilgreining á fjöllyfjameðferð þó algengasta viðmiðið sé meðferð með fimm eða fleiri lyfjum daglega. 454 Guðrún Margrét Viðarsdóttir, Ásgeir Böðvarsson, Helgi Kjartan Sigurðsson, Páll Helgi Möller Getnaðarvarnarlykkja utan leghols - sjúkratilfelli Lykkjan er örugg og algeng getnaðarvörn. Legrof og flakk lykkjunnar er sjaldgæfur fylgikvilli en getur verið alvarlegur og valdið skaða á öðrum líffærum. Hér er lýst tilfelli hjá 43 ára gamalli konu með langvinna kviðverki sem greindist með getnaðarvarnarlykkju í ristilvegg en sú lykkja hafði verið sett upp í legholið 22 árum áður. Röntgenmyndin á kápunni sýnir tvær getnaðar- varnarlykkjur í kviðarholi konu nokkurrar. Fjallað er um það sjúkratilfelli í þessu tölublaði. Wilhelm Röntgen (1845-1923) leiddist í skóla, var einfari og fjallamaður. Hann varð seinna sá vís- indamaður sem fann geislana sem við hann eru kenndir en sjálfur nefndi hann þá af allri hógværð X, þar eð eðli þeirra var í rauninni ekki ljóst. Hann smíðaði mörg sín áhöld sjálfur og var einbeittur rannsakandi í Jena, Giessen og Strassburg. Fékk Nóbelinn í eðlisfræði 1901 en frábað sér verðlaun og vegsauka. Röntgen er faðir einnar mikilvægustu uppgötvunar í læknisfræði. VS

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.