Læknablaðið - 01.10.2023, Blaðsíða 7
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 435
R I T S T J Ó R N A R G R E I N
Óviðeigandi fjöllyfjameðferð er
hægt að lýsa sem meiriháttar
vaxandi ógn við lýðheilsu í
heilbrigðiskerfum víða um heim.
Þessu fylgir ákall um nýja hugsun
og sameiginlega sýn á breytt
verklag þvert yfir heilbrigðiskerfið.
doi 10.17992/lbl.2023.10.759
Ný ásýnd fjöllyfjameðferðar tengist fjölgun aldr-
aðra, fjölveikindum, þróun nýrra lyfja og klínísk-
um leiðbeiningum. Fjölbreytileiki skilgreininga á
fjöllyfjameðferð endurspeglast í hugtakinu „ofur-
fjöllyfjameðferð“ (hyperpolypharmacy), sem vísar
til notkunar 10 eða fleiri lyfja. Aukaverkanir lyfja,
milliverkanir, skert meðferðarheldni, álag á heil-
brigðiskerfi, algengi óviðeigandi lyfjameðferðar
og kostnaðaraukar eru meðal afleiðinga fjöllyfja-
meðferðar.1
Gæðaátak Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinn-
ar, Lyf án skaða, var innleitt á Íslandi árið 2020
(landspitali.is/lyfanskada). Verkefnið á rætur sínar
í að skaði af völdum lyfja er meginorsök atvika í
heilbrigðisþjónustu og beinir sjónum að aðstæð-
um sem tengjast fjöllyfjameðferð, tilfærslu á með-
ferð milli þjónustustiga og ávísun áhættulyfja. Á
alþjóðavettvangi er „deprescribing” nátengd vit-
undarvakning og snýst um skynsamlega endur-
skoðun lyfja. Í grunninn snýst þetta ekki um
fjölda lyfja heldur að lyfjameðferð sé viðeigandi
samkvæmt aðstæðum hverju sinni, að ávinning-
ur sé metinn meiri en hugsanlegur skaði í sam-
hengi við lífslíkur eða ástand og ekki síður hvað
skiptir mestu máli fyrir einstaklinginn. Það getur
einnig átt við að bæta þurfi heppilegum lyfj-
um inn í fjöllyfjameðferð vegna ómeðhöndlaðra
ábendinga.1
Í þessu tölublaði Læknablaðsins er birt grein um
fjöllyfjameðferð í heilsugæslu höfuðborgarsvæðis-
ins árin 2010-2020. Rannsóknin varpar ljósi á þró-
un fjöllyfjameðferðar hér á landi en niðurstöður
sýna 38% hlutfallslega aukningu á tímabilinu.
Sterk tengsl voru við hærri aldur en algengið
var 42% hjá 65 ára og eldri, auk þess sem konur
voru líklegri til að vera á fjöllyfjameðferð. Höf-
undar benda á mögulegt vanmat á fjölda lyfja en
lyfjaávísanir frá sérfræðilæknum, sjúkrahúsum
og lausasölulyf voru ekki tengd úrtakinu. Rann-
sóknin lagði ekki mat á hvort fjöllyfjameðferð
væri óviðeigandi en styrkleiki rannsóknarinn-
ar felst í stærð þýðis, eða ¾ hluta skjólstæðinga
heilsugæslu á Íslandi.2
Önnur rannsókn sem náði til 55.000 einstak -
linga sem undirgengust skurðaðgerðir á Landspít-
ala árin 2005-2018 sýndi að fjöllyfjameðferð er
algeng meðal skurðsjúklinga, en meira en helm-
ingur úrtaksins var á fjöllyfjameðferð fimm eða
fleiri lyfja fyrir skurðaðgerð. Fjöllyfjameðferð var
algengari meðal þeirra sem fengu lyf í skömmtun.
Sjúkrahúsdvöl var lengri og endurinnlagnir fleiri
hjá þeim sem voru á fjöllyfjameðferð.3
Það er flókið að greina aukaverkanir tengdar
fjöllyfjameðferð aldraðra fjölveikra einstaklinga.
Landspítali tók þátt í Evrópskri fjölsetrarannsókn
sem sýndi að nýgengi aukaverkana lyfja var ná-
lægt 25% í bráðainnlögnum aldraðra á fjöllyfja-
meðferð. SENATOR-rannsóknin þróaði hugbúnað
fyrir lyfjarýni en sýndi ekki fram á fækkun auka-
verkana eftir slembiröðun íhlutunar með ráð-
leggingum hugbúnaðarins.4
Þessi rannsókn og fleiri minna okkur á hversu
flókið það er að þróa hugbúnað og samtengja
klíníska þjónustu ásamt stafrænum verkferl-
um við persónumiðaða læknisfræði í aðstæðum
fjöllyfjameðferðar.4,5
Vitundarvakning um lyfjaöryggi hefur opnað
umræðuna. Þörf er á aðgerðum til að bæta gæði
og öryggi fjöllyfjameðferðar ásamt upplýsingagjöf
til einstaklinga. Fjöllyfjameðferð þarf að endur-
skoða reglulega og benda á hættur sem fylgja
sjálfvirknivæðingu endurnýjunar lyfja. Mikilvægt
er að miðlægar upplýsingar um lyfjameðferð og
lyfjaávísanir endurspegli lyf einstaklings hverju
sinni ásamt rauntíma uppfærslu
þegar lyfjaávísun er breytt. Margir
læknar upplifa áskoranir sem fylgja
því að endurnýja lyfjaávísanir
kollega. Í þessu samhengi hefur skort
á umræðu og skilgreiningu ábyrgðar
lyfjaávísunar, til dæmis þegar um
vélskömmtun lyfja er að ræða.
Forsendur árangurs í þessari
vegferð er að styrkja þarf yfirsýn,
samstarf og samfellu í þjónustu
heilsugæslu, sjúkrahúsa, sérfræði-
lækna, hjúkrunarheimila, heimaþjónustu og
apóteka. Ein af lausnunum sem bent er á í grein
Læknablaðsins er að klínískir lyfjafræðingar styðji
við lyfjayfirferð sem getur bætt öryggi og gæði
fjöllyfjameðferðar.2
Að lokum: „Óviðeigandi“ fjöllyfjameðferð er
hægt að lýsa sem meiriháttar vaxandi ógn við
lýðheilsu í heilbrigðiskerfum víða um heim. Þessu
fylgir ákall um nýja hugsun ásamt sameiginlegri
sýn á breytt verklag þvert yfir heilbrigðiskerfið.
Fjöllyfjameðferð: Vogarskálar
ávinnings og skaða?
Polypharmacy: Benefit
or harm?
Aðalsteinn Guðmundsson
MD, Consultant in Geriatric
Medicine, Landspitali
and Clinical Associate
Professor, Faculty of
Medicine University of
Iceland
Aðalsteinn
Guðmundsson
sérfræðingur í lyf- og
öldrunarlækningum á
Landspítala og klínískur
dósent í læknadeild
Háskóla Íslands
Fjölskyldu- og
styrktarsjóður lækna
Fjölskyldu- og styrktarsjóður lækna (FOSL) var stofnaður árið 2001.
Upp haflegi tilgangur sjóðsins var að greiða fæðingarstyrki. Frá 1. mars
2022 taka gildi endurskoðaðar úthlutunarreglur.
Fjölskyldu- og styrktarsjóður lækna greiðir:
Læknar sem starfa samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra
og LÍ eiga rétt á styrk úr sjóðnum. Þeir sem stunda sjálfstæðan rekstur verða
að sækja um aðild að FOSL og greiða iðgjald til hans.
KYNNTU ÞÉR RÉTTINDI ÞÍN
Sjá nánar á www.lis.is/is/sjodir/
fjolskyldu-og-styrktarsjodur
• EINGREIÐSLUSTYRKI
• ENDURHÆFINGARSTYRKI
• FÆÐINGARSTYRKI
• GLASAFRJÓVGUNARSTYRKI
• STYRKI VEGNA NAUÐSYNLEGRA LÆKNISAÐGERÐA,
SEM SJÚKRATRYGGINGAR GREIÐA EKKI
• STYRKI VEGNA KAUPA Á HEYRNARTÆKJUM OG GLERAUGUM
• STYRKI VEGNA SÁLFRÆÐIAÐSTOÐAR
• STYRKI VEGNA TANNVIÐGERÐA
• ÚTFARARSTYRKI
• VEIKINDASTYRKI
Heimildir
1. Daunt R, Curtin D, O’Mahony D. Polypharmacy stewardship:
a novel approach to tackle a major public health crisis. Lancet
Healthy Longev 2023; 4: e228-35.
2. Friðgeirsson DA, Jónsson JS, Linnet K, et al. Þróun fjöllyfjameð-
ferðar í heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2010-2019.
Læknablaðið 2023; 109: 446-53.
3. Jónsdóttir F, Blöndal AB, Guðmundsson A, et al. Epidemiology
and association with outcomes of polypharmacy in patients und-
ergoing surgery:retrospective, population-based cohort study.
BJS Open 2023; 7: zrad041.
4. O'Mahony D, Gudmundsson A, Soiza RL, et al. Prevention
of adverse drug reactions in hospitalized older patients with
multi-morbidity and polypharmacy: the SENATOR* randomized
controlled clinical trial. Age Ageing 2020; 49: 605-14.
5. Fujita K, Masnoon N, Mach J, et al. Polypharmacy and precision
medicine. Cambridge Prisms: Precision Med 2023; 1: e22,1-15.