Læknablaðið - 01.10.2023, Page 20
448 L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109
R A N N S Ó K N
Lyfjaflokkar í fjöllyfjameðferð
Lyf í flokki taugalyfja (N) voru algengust yfir allt tímabilið
sem hluti af fjöllyfjameðferð. Hlutfallslega voru algengustu
ATC-flokkarnir notaðir í sambærilegum mæli árin 2010 og
2019 og virðist aukning fjöllyfjameðferðar ekki vera til komin
vegna hækkunar á einum tilteknum ATC-flokki heldur frekar
sökum aukinna lyfjaávísana hvað flesta ATC-flokkana varð-
ar (mynd 5). Þó má greina mismikla hlutfallslega hækkun á
milli fyrsta stigs ATC-flokka. Ávísanir fyrir þrjá flokka meira
en tvöfaldast þegar árin eru borin saman. Það eru lyf í flokki
B (Blóð og blóðmyndandi líffæri) úr 4435 ávísunum í 9366
var 58,5 ár (CI: 58,3 – 58,8) árið 2010 og 58,6 ár (CI: 58,4 – 58,8)
árið 2019. Meðalaldur einstaklinga í mikilli fjöllyfjameðferð
lækkaði úr 66,9 árum (CI: 66,4 – 67,4) árið 2010 niður í 65,6 ár
(CI: 65,2-65,9) árið 2019.
Fjöllyfjameðferð og mikil fjöllyfjameðferð jókst með hækk-
andi aldri en hlutfallsleg aukning var mest í aldurshópnum
40-44 ára á rannsóknartímabilinu, eða 78%, úr 924 (6,80%)
árið 2010 í 1868 (12,15%) árið 2019, og hlutfallsleg aukning
mikillar fjöllyfja meðferðar var mest í aldurshópnum 25-29
ára, um 300% úr 24 (0,15%) árið 2010 í 122 (0,63%) árið 2019
(mynd 3 og 4).
Mynd 1. Algengi fjöllyfjameðferðar eftir ári
og kyni óháð aldri.
Mynd 2. Algengi mikillar fjöllyfjameðferðar eftir
ári og kyni óháð aldri.