Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.2023, Side 39

Læknablaðið - 01.10.2023, Side 39
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 467 júlí. Vöxturinn mikill, eða um 42% frá árinu 2018 þegar 14.000 komu. „Mitt aðaláhugamál hefur verið að efla sérfræðiþjónustuna,“ segir Sigurður. „Mér finnst skynsamlegra að læknirinn komi til sjúklinganna frekar en allir sjúklingarnir hópist á höfuðborgar- svæðið að hitta lækna á Landspítala eða einkareknum stofum,“ segir hann og nefnir að auk krabbameinslækna starfi sérfræðingar í öllum helstu greinum ým- ist í fullu starfi eða hlutastarfi á göngu- deildum stofnunarinnar einn eða fleiri daga í viku. „Svo langar okkur að vaxa sem kennslustofnun.“ Sérnámslæknar þurfi að rótera um landið, kynnast sjúkrahús- um og vinnu á landsbyggðinni, kraga- sjúkrahúsunum og Akureyri rétt eins og Landspítala. Kennarar í læknadeild séu jákvæðir gagnvart hugmyndinni. Hlynur hefur nú verið eitt ár á HSU. „Ég held ég hafi gert allt nema að taka á móti barni,“ segir hann um árið. „Það er ákveðinn sjarmi í því og fjölbreytnin gerir starfið alls ekki leiðinlegra.“ Hlyn- ur hafði eiginlega gefið krabbameins- lækningar upp á bátinn og lært heim- ilislækningar þegar Sigurður hringdi í hann. „Mér líkar vel. Ég hef stundum hugsað það í bílnum á leiðinni austur þegar ég hlusta á útvarpið. Það að vera í heimilislækningum á Íslandi er eins og að vera með stillt á Rás 1,“ segir hann. „Þetta er starf fyrir fólkið í landinu.“ Ekki að það sé rólegt. „En svo kemur maður í krabbameinslækningar og það er eins og að hlusta á BBC World Service. Það er alþjóðlegri heimur.“ Hlynur segir skipta miklu máli að læknar fái val um vinnustaði. „Ég var alinn upp á Landakoti. Mamma starf- aði þar eiginlega allan sinn starfsferil. Landakot var lítil stofnun með ekkert of mörgum læknum. Það var samheldni innan læknahópsins. Þeir hittust á laugardögum og fóru yfir mál stofnunar- innar. Það er pínulítið kannski sama til- finningin á Selfossi,“ segir hann. „Þetta er lítill, en samheldinn hópur, stuttar boðleiðir og hægt að tala saman.“ Allir með marga hatta En allir eru þeir Sigurður, Helgi og Hlynur krabbameinslæknar, er það ekk- ert of mikið framboð fyrir Selfoss? „Það væri of mikið ef við værum bara krabba- meinslæknar, en við erum með ýmsa aðra hatta,“ segir Sigurður sem segir um 80% vinnutíma hans fara í að vera fram- kvæmdastjóri lækninga en 20% tímans verji hann á göngudeild. Helgi stýrir 22ja rúma lyflækningadeild. Þá byggir Hlyn- ur nú upp líknarlækningar á Suðurlandi. „Bæði á spítalanum, þar sem við er- um með fjögur líknarrými, en svo langar okkur líka að bjóða heimahlynningu á Árborgarsvæðinu og í Hveragerði.“ Hann fagnar því hve mikill vöxtur stofn- unarinnar sé. Líknardeildin skarist við Sigurður Böðvarsson, Helgi Hafsteinn Helgason og Hlynur Níels Grímsson eru þrír lyf- og krabbameins- læknar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Þeir hafa ólíka hatta og sinna ýmsum verkum á stofnuninni. Mynd/gag „Eins og allir vita er mikil fólksfjölgun og uppgangur. Það leiðir til þess að allir innviðir þurfa að vaxa. Það hefur verið gaman að taka þátt í því á Suðurlandi. Þarna er fólki að fjölga um 10-12% á ári. Hátt í 700 manns vinna nú á HSU. Þannig að boðleiðir eru stuttar. Mikill vöxtur er í heilsugæslunni og bráðamóttakan sprungin.“

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.