Læknablaðið - 01.10.2023, Page 54
482 L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109
L I P R I R P E N N A R
Íslenska stelpan
Sveina Björk Karlsdóttir
augnlæknir
Ég gerði mér fyrst grein fyrir því þegar
ég settist niður til að skrifa grein fyrir ís-
lenska Læknablaðið að ég hef ekki skrifað
almennilega á mínu móðurmáli frá því
ég fluttist búferlum til Danmerkur árið
2008 til að hefja nám í læknisfræði í Ár-
ósum. Upphaflega ætlaði ég mér alltaf að
flytja út, stunda námið og snúa svo aftur
heim til Íslands en eins og svo oft í lífinu
breyttust þær áætlanir.
Í dag bý ég, ásamt dönskum eigin-
manni mínum og tveimur börnum, í
Vejle, í suðausturhluta Jótlands. Hér
unum við okkur vel enda er Vejle þekkt
fyrir náttúrufegurð með löngum dölum,
bröttum brekkum og miklu skóglendi.
Það er hreint yndislegt að vera í slíkri
nánd við náttúruna enda er ég mikið
náttúrubarn sjálf. Vejle uppfyllir því
margt af því sem mér er kærast við Ís-
land.
Það reyndist mér oft og tíðum erfitt að
tileinka mér annað tungumál, en í dag
er ég jafnvel farin að hugsa á dönsku.
Ég hef þó aldrei reynt að tala dönskuna
með dönskum hreim því mér fannst það
einhverra hluta vegna ekki eiga við mig.
Það kemur því ekki á óvart að sjúklingar
mínir eiga það til að spyrja mig hvaðan
ég sé en einnig hvort að nafn mitt megi
draga af danska þjóðarfuglinum, svan-
inum. Ég ákvað að flytja til Danmerkur
áður en ég sótti um nám í læknisfræði
því ég vildi ná tökum á tungumálinu.
Ég hóf nám í saum og hönnun við Textil-
skolen í Holte í Kaupmannahöfn og þar
kynntist ég þremur stelpum, tveimur frá
Íslandi og einni frá Ástralíu og endaði
með því að tala ensku alla önnina. Ég gat
því ekki einu sinni gert mig skiljanlega
á dönsku þegar ég reyndi að panta mér
vatnsglas á veitingastað. Ég áttaði mig þó
fljótt á því að Danir bera ekki fram orðin
eins og þau eru skrifuð.
Það fór svo að ég hóf námið í Árósum,
með lítil sem engin tök á tungumálinu
og skildi ekki stakt orð í þeim fyrirlestr-
um sem ég sat. Tungumálið kom svo
hægt og bítandi en lengi vel sat ég stjörf
þegar samnemendur mínir skellihlógu
að hnyttni fyrirlesarans því þrátt fyrir
að hafa náð ágætis tökum á dönskunni
þá tók enn lengri tíma að skilja danska
húmorinn.
Ég var ung að árum þegar ég ákvað
að ég skyldi verða læknir. Forsaga þess
er að ég greindist ung með astma og fór
í reglulegar skoðanir til Björns Árdal
astma- og ofnæmislæknis. Hann hafði
mikil áhrif á mig og greinilegt að hann
hefur hrifið mig mikið því ég man ekki
eftir öðru en að ég hafi alltaf viljað vera
læknir þegar ég yrði stór. Ég hlýt að hafa
rætt það líka við hvern sem vildi hlusta
því ég var aðeins níu ára þegar vinkona
mín teiknaði mig sem skurðlækni og sú
mynd hefur fylgt mér alla tíð. Þegar mað-
ur rýnir í myndina stend ég fyrir framan
skurðarborð með bangsa í annarri hönd
og skurðarhníf í hinni. Svo má sjá stækk-
unargler á höfðinu, sem er skemmtileg
tilviljun þar sem leið mín lá ófyrirsjáan-
lega í augnlæknisfræði. En sú ferð var
ekki án krókaleiða því ég var upphaflega
staðráðin í að ganga í danska herinn sem
læknir og mér tókst á einhvern undra-
verðan hátt að sannfæra þá um að ég
væri fullfær um það og þeir buðu mér að
mæta í inntökuprófið, þeir vissu jú að ég
var greind með astma. Þrátt fyrir að hafa
staðist prófin fengu þeir svo ekki leyfi
hjá „hvítu mafíunni“ eins og þeir orðuðu
það vegna astmans. Það var ákveðið
bakslag fyrir mig á þeim tíma.
Í dag er ég þó ánægð hvernig allt fór
því stuttu fyrir prófin kynntist ég mann-
inum mínum og ári síðar eignuðumst við
fyrsta barnið okkar. Ég var einnig svo
gæfusöm að hafa starfað kandídatsárið
mitt með lækni sem tjáði mér að henni
þætti augnlæknisfræði hæfa mér einkar
vel. Það fór svo að ég sótti um nokkurs
konar kynningarstöðu á augnlækna-
deildinni í Vejle. Sú sérgrein og deild
hreif mig frá fyrsta degi. Stuttu eftir það
fluttum við fjölskyldan til Vejle og nú
höfum við búið hér í rúm fjögur ár og
aðeins sjö mánuðir eftir af sérnáminu. Ég
er þó ekki tilbúin til að verða fullorðin
alveg strax og lét því til leiðast að taka
doktorspróf á augnlæknadeildinni í Vejle
áður en ég klára sérnámið.
Eftir 15 ár í Danmörku er mín gjarnan
getið sem íslensku stelpunnar og oft er
ég spurð hvort ég ætli nú ekki að flytja
heim að loknu námi. Svarið er enn hið
sama: „hver veit?“
Maðurinn minn tók myndina þegar ég var nýbyrjuð
í sérnáminu á augndeildinni í Vejle. Ég held á dóttur
okkur, Láru Lillian tveggja ára, og er ólétt að Karli
Jóhanni.