SÍBS blaðið - 01.06.2024, Blaðsíða 3

SÍBS blaðið - 01.06.2024, Blaðsíða 3
3 2. tbl. 2024 Sú kenning að líkamsþyngd sé stýrt á þann ein- falda máta að mismunur hitaeininga inn og út ráði för hefur verið ansi lífseig. Enn má jafnvel heyra heilbrigðisstarfsfólk ráðleggja einstaklingum að borða minna og hreyfa sig meira án þess að kanna nánar stöðu mála. Slík ofureinföldun er mjög langt frá sannleika málsins. Ráðleggingin getur snúist upp í andhverfu sína og valdið einstaklingum með offitu sem reyna að fylgja þessum leið- beiningum hreinlega skaða. Vissulega er hreyfing af hinu góða fyrir alla og ekki er skynsamlegt að borða mikið umfram þörf líkamans hverju sinni en þyngdarstjórnunarkerfi líkamans bregðast við breytingum á flókinn hátt. Stýrikerfi líkamsþyngdar Það er eðlilegt fyrir líkama okkar að safna orku til geymslu í fitufrumum í fituvef. Kerfi sem hvetur til slíkar orkusöfnunar og stýrir líkamsþyngd er eitt af grunnkerfum líkamans og hefur verið þróað í milljónir ára til að bjarga okkur úr hungursneyð. Þannig er auðvelt að safna orku en erfitt að eyða henni því kerfið verndar sínar birgðir. Við þekkjum í dag marga þætti þessa kerfis en eigum enn eftir að fá mörg púsl til að skilja heildarmyndina. Til þess að halda líkamsþyngd stöðugri eða til að léttast þurfum við að vinna að jafnvægi í þyngdarstjórnunarkerfinu og vinna með kerfinu en ekki streitast á móti því. Hjá einstaklingum sem eru með heilbrigð stýrikerfi líkamsþyngdar og heil- brigða samsetningu líkamans verða sveiflur í líkamsþyngd ekki miklar. Hægt er að safna nokkrum kílóum af aukabirgðum í fituvefinn ef breyting verður á lífsháttum svo sem um jól, í sumarfríi eða við aðrar tímabundnar breytingar. Þegar farið er til baka í fyrri lífshætti og hreyfing verður aftur regluleg og dregið er úr orkuinn- töku gefur líkaminn leyfi til að ganga á orkubirgðirnar. Þannig getur ráðleggingin að borða minna og hreyfa sig meira hjálpað ef sveiflur eru litlar og viðkomandi er ekki með röskun í stýrikerfum líkamsþyngdar fyrir. Stýrikerfi líkamsþyngdar er staðsett í elsta hluta heilans og safnar upp- lýsingum frá hinum ýmsu líffærakerfum. Það fær upplýsingar um stöðu nær- ingarefna og orku, virkni okkar og starfsemi í öllum okkar líkamskerfum og líf- færum svo sem vöðvum, fituvef og meltingarvegi. Kerfið fær einnig upplýsingar frá öðrum stöðvum heilans svo sem um hversu vel hvíld við erum, hve mikið álag og áreiti er í kringum okkur og hvernig við erum vön að bregðast við aðstæðum sem við erum í. Þannig er stöðugt verið að safna ógrynni upplýsinga til að meta hvort skynsamlegt sé að eyða orku eða varðveita. Hvernig þessar upplýsingar sem til stýrikerfisins berast eru síðan túlkaðar er mismunandi milli einstaklinga. Túlkunin er tengd erfðum okkar, hvernig genin okkar eru tjáð, hvernig umhverfi okkar er alveg frá því að við vorum í móðurkviði og jafnvel fyrr, hvað hendir okkur á lífsleiðinni svo sem áföll og álag og svo ótal margt annað. Þannig bregðast ein- staklingar mjög mismunandi við breytingu á mataræði og hreyfingu. Til að gera þetta aðeins flóknara þá er túlkun upplýsinganna einnig mismunandi á ólíkum SÍBS-blaðið 40. árgangur | 2. tölublað | júní 2024 ISSN 1670-0031 (prentuð útgáfa) ISSN 2547-7188 (rafræn útgáfa) Útgefandi: SÍBS Borgartúni 28a 105 Reykjavík sibs@sibs.is, www.sibs.is Ábyrgðarmaður: Guðmundur Löve gudmundur@sibs.is Ritstjóri: Páll Kristinn Pálsson pallkristinnpalsson@gmail.com Auglýsingar: Öflun ehf. Umbrot og prentun: Prentmet Oddi ehf. Upplag: 6.800 eintök Hlutverk SÍBS er að stuðla að heilbrigði þjóðarinnar. SÍBS á og rekur endurhæfingar miðstöðina Reykjalund, öryrkjavinnustaðinn Múlalund, Heilsumiðstöð SÍBS og Happdrætti SÍBS. Efnisyfirlit 3 Hvenær er offita sjúkdómur? 8 Þyngdarstjórnun í nútíma umhverfi 12 Líklega væri ég bara ekki hér... 16 Fitufordómar 18 Sérhæfð meðferð við offitu 20 Heildræn nálgun á offitumeðferðir Höfðabakki 7, 110 Reykjavík | fastusheilsa.is Okkar besta fólk leggur traust sitt á okkur Okkar besta fólk í heilbrigðisgeiranum hefur reitt sig á þjónustu okkar um árabil. Þau þurfa að geta treyst því að öll tæki og búnaður sé örugglega í lagi og virki eins og til er ætlast. Hvenær er offita sjúkdómur? Erla Gerður Sveinsdóttir sérfræðilæknir við offitumeðferð

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.