SÍBS blaðið - 01.06.2024, Blaðsíða 12

SÍBS blaðið - 01.06.2024, Blaðsíða 12
12 SÍBS-blaðiðViðtal Líklega væri ég bara ekki hér ... Viðtal: Páll Kristinn Pálsson Sveinn Hjörtur Guðfinnsson er stjórnarmaður í Samtökum fólks um offitu (SFO). Þegar við hittumst á dögunum var hann að undirbúa sig fyrir málþing Evrópsku samtakanna um offituvandann (EASO) sem haldið var dagana 12. - 15. maí síðastliðinn í Feneyjum á Ítalíu. Þar átti hann meðal annars að fjalla um fordóma í garð fólks með offitusjúkdóminn á Íslandi sem Sveinn Hjörtur segir töluverða og miklu útbreiddari en við viljum viðurkenna. „Ég hafði sjálfur aldrei gert mér almennilega grein fyrir hversu mikil og oft á tíðum illkvittin þessi viðhorf eru, meira að segja í heilbrigðiskerfinu og ýmsum opinberum þjónustugreinum, fyrr en ég fór að starfa með SFO,“ segir hann. Sveinn Hjörtur Guðfinnsson er 53 ára gamall, fæddur í Reykjavík. Hann hefur starfað við ýmislegt um ævina, en lengst hjá Neyðarlínunni – símanúmerinu 112 - í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð í Reykjavík, þar sem margir helstu viðbragðsaðilar þjóðarinnar eiga aðsetur. Hann hefur meðal annars lært og stundað markþjálfun og starfar um þessar mundir sem aukaleikari og sérstakur bátameistari hjá Reykjavík Studios við stórt alþjóðlegt sjónvarpsverkefni sem þar er í framleiðslu og gerist á öld víkinganna.

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.