Velferð - jún. 2022, Blaðsíða 18
18
verið á Landspítala frá árinu 2001, eins og margir tugir forverar
hennar hafa einnig gert. Nemarnir vinna rannsóknir sínar upp úr
þessum gögnum ásamt því að bæta við nýjum sjúklingum og
frekari upplýsingum við grunninn hverju sinni. Einnig hjálpa þau
hvert öðru með því að kenna þeim sem á eftir koma aðferðir
tengdar gagnasöfnuninni og njóta góðs af vinnu þeirra sem á
undan voru.
Rannsóknirnar snúast m.a. um lifun eða áhrif heilsufars sjúkl
inganna fyrir aðgerð á árangur og útkomu aðgerðarinnar, en
einnig tíðni fylgikvilla.
Nanna var svo elskuleg að leiða okkur frekar um vinnu
hópsins, einstaka viðfangsefni og eigin rannsóknarvinnu:
Ég sjálf rannsakaði áhrif skertrar nýrnastarfsemi á snemmkom
inn árangur kransæðahjáveituaðgerðar, þ.e. fylgikvilla og lifun
fyrstu 30 dagana eftir aðgerðina, og birti nýverið grein þess
efnis í Læknablaðinu.
Í stuttu máli kom í ljós í rannsókn minni, að tæplega fimmti
hver sjúklingur sem gengst undir kransæðahjáveituaðgerð á
Landspítala hefur skerta nýrnastarfsemi og sumir þeirra alvar
lega nýrnabilun. Áhætta við aðgerðina er verulega aukin hjá
sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi en árangur
aðgerðarinnar er góður hér á landi og sambærilegur árangri
erlendis.
Hér og nú kíkjum við á nokkur viðfangsefni en önnur í hópnum,
auk Nönnu Sveindóttur eru þau Sunna Rún Heiðarsdóttir, Alex
andra Heimisdóttir, Leon Arnar Heitman, Þorri Geir Rúnarsson,
Katrín Júníana Lárusdóttir, Árnis Steinn Stein
þórsson, Elín Metta Jensen, Freydís Einars
dóttir, Egill Gauti Þorsteinsson og Sunna LuXi
og Erla Liu Ting Gunnarsdætur.
Leon Arnar Heitmann hefur unnið rann
sóknir undir handleiðslu Tómasar og Martins
Inga Sigurðssonar prófessors í svæfinga- og
gjörgæslulækningum. Nýlega birti hann í vís
indariti evrópsku hjartaskurðlæknasamtakanna
(EJCTS) grein þar sem sem hann og Martin
skoðuðu meðal annars meðferðarheldni
sjúklinga við hjartalyf eftir að hafa undirgengist
kransæðahjáveituaðgerð á Íslandi. Í ljós kom
að meðferðarheldnin var góð skömmu eftir að
gerð en minnkaði töluvert næstu mánuði þar
á eftir, ekki síst hjá þeim sem höfðu ekki áður
notað lyfin. Þær niðurstöður gefa til kynna að
efla þurfi eftirlit með lyfjameðferð kransæða
sjúkdóms og er áminning um mikilvægi þess
að fagstéttir styðji vel við sína sjúklinga og
hvetji þá til að mæta meðferðarmarkmiðum.
Katrín Júníana Lárusdóttir rannsakaði árang
ur ósæðarlokuísetninga með þræðingartækni,
eða TAVI, þar sem farið er með nýja lífræna
ósæðarloku í gegnum náraslagæð og henni
komið fyrir ofan á þeirri gömlu sem er ýtt til
hliðar. Árangur slíkra aðgerða á Landspítala
reyndist góður og á pari við það sem við sjá
um á stórum sjúkrahúsum landanna í kringum
Leon Arnar Heitman læknanemi á 4. ári hefur unnið rannsóknir undir handleiðslu læknanna Martins
Inga Sigurðssonar og Tómasar Guðbjartssonar. Hefur hann m.a. fjallað um meðferðarheldni sjúklinga
við hjartalyf eftir aðgerðir. – Ljósm.: Kristján Ingi Einarsson