Velferð - jún. 2022, Blaðsíða 25
25
Kjartan Birgisson hefur verið einn af máttarstólpum Hjarta
heilla í gegnum tímann. Hann hefur verið öflugur málsvari
fyrir líffæraþega og var einn af stofnendum félagsins
ANNAÐ LÍF, sem er áhugafélag um líffæragjafir.
Þann 1. janúar, 2019 tóku gildi á Íslandi ný lög um líffæra
gjafir, svokallað ætlað samþykki til líffæragjafa. Með þessum
lögum er gert ráð fyrir að allir Íslendingar séu líffæragjafar
nema þeir hafi tekið annað fram sérstaklega.
Samhliða því að vinna ötullega að málefnum líffæraþega
hefur Kjartan tekið ríkan þátt í starfsemi Hjartaheilla og
unnið m.a. í hlutastarfi á skrifstofu Hjartaheilla.
Á vordögum ákvað Kjartan að hætta störfum á skrifstofunni
og er söknuður að honum.
Fólk fer í sjálfboðaliðastörf af ýmsum ástæðum. Mörgum
finnst starfið áhugavert og gefandi, aðrir vilja láta gott leiða
af sér. Sjálfboðaliðastarf getur nefnilega verið lærdómsríkt
og þroskandi.
Hjartaheill hefur treyst á sjálfboðaliða í sínum
röðum allt frá stofnun samtakanna. Við höfum
í því sambandi verið heppin að fengið í raðir
okkar virka þátttakendur sem hafa mótað
umhverfi sitt og samfélag okkar. Fyrir það
ber að þakka. Kjartan er einn af þeim aðilum
sem hefur sinnt miklu sjálfboðastarfi samhliða
öðrum störfum fyrir Hjartaheill.
Það var við hæfi að veita Kjartani gullmerki
Hjartaheilla sem er æðsta viðurkenning sem
félagi getur fengið fyrir störf sín. Kjartan er
hvergi hættur félagsstörfum, þó svo að hann
hafi rifað seglin eilítið.
- Frétt: Hjartaheill.
Gullmerki Hjartaheilla
Kjartan Birgisson tekur við gullmerki Hjartaheilla úr hendi Sveins Guðmundssonar,
formanns félagsins. – Ljósm.: G. Löve