Edda - 01.03.1945, Page 3
E D D A
3
Bokagerð.
Bókaútgáfa Porsteins M.
Jónssonar.
Það eru nú liðin rúm 20 ár síðan
Þorsteinn M. Jónsson hóf bókaútgáfu
sína, af litlum efnum, en óbilandi
kjarki. A þessum árum hefir hann
með henni unnið merkilegt menningar-
starf og verið trúr
þeirri hugsjón
sinni að koma
£Óðum bókum á
prent.
Alls hefir Þ. M.
J. gefið út um 200
bindi. Meðal hins
Þorst. M. jónsson fyrgta yar ritgafn.
ið Lýðmentun. —
Áttu þar að koma út alþýðleg fræðirit
ýmiss efnis og seljast ódýrt. Fyrstu
ritin voru Himingeimurinn eftir
Ágúst H. Bjarnason og Rousseau eftir
Einar Olgeirsson. Þótt Lýðmentun
væri vel tekið, seldist hún eigi meira
en svo að hætta varð útgáfunni eftir
þrjú ár og féll Þorsteini það þungt,
því að ritsafnið var ástfóstur hans.
Langmestum hluta útgáfubóka Þ.
M. J. má skipta í 4 flokka, íslenzk
skáldrit, þjóðleg fræði, barnabækur
og kennslubækur. Fyrirferðarmestur
er þar flokkur íslenzkra skáldrita,
Eru þar rit eftir þessa höfunda:
Davíð Stefánsson, Guðmund Daní-
elsson, Friðrik Á. Brekkan, Elin-
borgu Lárusdóttur, Kristínu Sigfús-
dóttur, Huldu, Jóhann Frí-
mann, Halldór Kiljan Laxness,
r
Jóhannes úr Kötlum, Pál Ardal og
Jónas Jónasson. Upptalningin sýnir, að
þar eru sanran komnir bæði eldri
höfundar og yngri, enda hefir Þor-
steinn oft látið sér annt um að koma
á framfæri ungum mönnum, sem hann
hugði að veigur væri í.
FLokkurinn um þjóðleg fræði er
minni að vöxtum en engum dómbær-
um manni dylst, að þar er að finna
megnið af því bezta, af því tagi, sem
prentað hefir verið síðan Þjóðsögur
Jóns Árnasonar komu út. Eru fræði
þessi eftirlæti Þorsteins og mun vand-
fundinn núlifandi Islendingur fróð-
ari um þjóðsagnir eða skilningsbetri á
fræði þau og menningarhlutverk
þeirra. Mesta safnið er Gríma alls 19
hefti, er hún eitt bezta íslenzkra þjóð-
sagna safnið. Þá eru tvö bindi af
Þjóðsögum Olafs Davíðssonar og er
nú bráðlega von á heildarútgáfu
þeirra sagna. Onnur rit eru Grá-
skinna, Hornstrendingabók, Saga
Möðrudals og er þó margt ótallð.
Kennslubækur margar hefir Þ. M.
J. gefið út, einkum handa barnaskól-
um og alþýðuskólum. Mest þeirra
mun vera íslendingasaga Arnórs Sig-
urjónssonar.
Barnabækur hefir hann einnig
kostað margar og mun hann einna
fyrstur manna hafa gefið út valin
íslenzk æfizitýri með myndum. Þá
hefir Þorsteinn gefið út tímaritið
Nýjar Kvöldvökur í 16 ár og lengst-
um verið ritstjóri þeirra. Hafa þær
notið mikilla vinsælda.
Utgáfustarfsemi Þ. M. J. verður
bezt einkennd með því, að hún er
traust. Hann er enginn nýjabrums-
maður, sem leggur kapp á að ginna
lesandann með pappírsdoðröntum
skræpóttum kápum og skrumauglýs-
ingum. Frágangur bóka hans er snot-
ur, en yfirlætislaus.
Þorsteinn M . Jónsson er bókamað-
ur mikill. Á hann eitt hinna stærstu
einkasafna íslenzkra bóka. Hann ann
bókum sínum og hefir valið sér þar
góða förunauta, en hann hefir einnig
viljað gefa samborgurum sínum kost
hins sama og mun það meira en
margur hyggur hafa ráðið stefnu og
starfi útgáfu hans.
Þorsteinn M. Jónsson er fæddur á Útnyrðings-
stöffum á Völlum 20. ág. 1885. Hann stundaði
nám í Gagnfræðaskólanum á Akureyri og síðar
í Kennaraskólanum og lauk kennaraprófi 1909.
Síðan var hann skólastjóri í Borgarfirði eystra
1909—1921, er hann fluttist til Akureyrar og
gerðist þar kennari við barnaskólann árin 1921
32. Skólastjóri Gagnfræðaskóla Akureyrar hef-
ir hann verið síðan 1935. Héraðssáttasemjari á
Norðurlandi síðan 1938. í stjórn síldarverk-
smiðja ríkisins árin 1936—43. Þingmaður Norð-
mýlinga 1916—23 og átti þá sæti í samhandslaga-
nefndinni 1918. Bókaverzlun rak hann á Akur-
eyri 1923—32. Auk þessa hefir hann starfað
mjög að ýmsum félagsmálum og átt sæti í fjöl-
mörgum nefndum.
Steindór Steindórsson
frá Hlöðum.
Prentsmiðja Björns Jónssonar h. f.
bókafregnir
— í stuttu máli.
FLESTIR, eða allir, Norðlendingar kaanast
við skáldkonuna Ólöfu á Hlöðum. Tvær litlar
ljóðabækur hafa komið út eftir hana, auk smá-
sagna og æfintýra, sem birzt hafa í blöðum og
tímaritum. Bráðlega munu ritverk hennar koma
út í vandaðri útgáfu hjá Helgafellsútgáfunni.
Hafa þeir Steindór Steindórsson menntaskóla-
kennari, og séra Jón Auðuns, búið bókina undjr
prentun.
ÖLLUM er sáu kvikmyndina „Orustan um
Stalingrad" er hún enn fersk í minni, en hún var
sýnd hér fyrir skömmu síðan, við mikla aðsókn.
Nú er komin út samnefnd bók um þenna mikla
hildarleik. Fjölda margar myndir til skýringa,
prýða bókina, sem er mjög vönduð að öllum frá-
gangi. Útgefandi er bókaútgáfan Rún á Siglu-
firði.
Á ÉG AÐ SEGJA ÞÉR SÖGU, heitir smá-
sögusafn er kemur út innan skamms. Eru sög-
urnar eftir ýmsa þekkta erlenda höfunda. Brynj-
ólfur Sveinsson, menntaskólakennari, hefir ann-
ast þýðingu, en útgefandi er Norðri á Akureyri.
EIN HINNA MERKARI BÓKA, sem skrifað-
ar voru um ísland á liðnum öldum var Ferðabók
Ólafs Ólaviusar, sem ferðaðist um mikinn hluta
landsins á árunum 1775—77, að tilhlutun dönsku
stjórnarinnar. Bókin var gefin út 1780 og skrif-
aði Jón Eiríksson langan formála að henni. Nú
er útgáfa hennar á íslenzku í undirbúningi og
þýðir Steindór Steindórsson menntaskólakennari
hana. Útgeféndur eru Haraldur Sigurðsson og
Helgi Haifdánarson.
VESTUR-ÍSLENDINGURINN K. N. eða
Kristján Júlíus, sem ættaður var úr Eyjafirði, er
sennilega mesta kímniskáld, sem uppi hefir ver-
ið á íslandi. Hafa kvæði hans og ferskeytlur ver-
ið á vörum flestra Islendinga, austan hafs og
vestan um áratugi. Tvær Ijóðabækur hafa komið
út eftir Káin, sem uppseldar eru fyrir löngu.
Hefir nú verið hafizt handa um söfnun allra
hans ljóða, prentaðra og óprentaðra, og munu
þau, að forfallalausu, koma út í haust.
Útgefandi er Bókfellsútgáfan í Rvík.
FERÐASÖGUR eru einhverjar vinsælustu
bækurnar, meðal flestra íslendinga. Stafar það,
ef til vill af hinni sterku ferðaþrá, sem þjóð-
inni er svo mjög í blóð borin. Nú er að koma út
falleg og skemmtileg ferðasaga frá Suðurhafseyj-
um, eftir danska lækninn Aage Krarup Niel-
sen, og heitir Aloha, er mun þýða: Velkom-
inn til okkar. Margar myndir frá þessum fjar-
lægu undralöndum, prýða bókina. Útgefandi er
Skjaldarútgáfan á Akureyri.
SÍÐASTI VÍKINGURINN, heitir bók,eft-
ir J. Bojer, sem komin er á markaðinn. Er
þetta stór bók í vandaðri útgáfu. Allir, sem
lesið hafa Innstu þrána, munu fagna þess-
ari nýju hók Bojers, sem af mörgum er
talin vera hans langbezta skáldsaga. Útgef-
andi er Pálmi H. Jónsson, Akureyri.