Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.04.2024, Side 2

Víkurfréttir - 24.04.2024, Side 2
 FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS Reykjanesbær og Tindhagur undirrituðu síðasta föstudag samning um fullnaðarfrá- gang leikskólans Asparlautar í Hlíðarhverfi. Leikskólinn, sem verður sex deilda, mun þjóna 126 börnum frá átján mánaða aldri og starfsmenn verða þrjátíu og fimm. Alls bárust fjögur tilboð í verkið. Eitt var dæmt ógilt en af hinum þremur reyndist verktakafyrir- tækið Tindhagar með hagstæð- asta tilboðið. Áætluð verklok eru 15. desember nk. Vegna rakavandamála í leikskól- anum Garðaseli hefur verið ákveðið að starfsemi hans með um 90 börn flytji í Asparlaut um áramót og nýr leikskóli verði byggður á lóð Garðasels. Því munu 30 ný leik- skólapláss bætast við með tilkomu Asparlautar. „Okkur líst mjög vel á nýja leik- skólann Asparlaut. Við erum búnar að liggja yfir teikningum og erum mjög sáttar og hlökkum til að byrja í lok árs,“ sagði Ingibjörg Guðjóns- dóttir, leikskólastjóri Garðasels, sem skoðaði bygginguna við undir- ritun samnings við verktakann. Auk þrjátíu nýrra leikskólaplássa í Asparlaut opnar leikskólinn Drekadalur í Dalshverfi III síðla sumars. Bæjarstjóri greindi frá því við undirritunina í Asparlaut að samkomulag hefði tekist við verk- taka vegna myglu sem kom upp í nýrri byggingu Drekadals. Áform eru um að opna hann í lok sumars. Drekadalur er 1.200 fermetrar að flatarmáli og er byggður úr timbureiningum frá Eistlandi. Við undirritun við verktakann fyrir um ári síðan kom fram að byggingin væri fyrsta Svansvottaða eininga- húsið á Ísland. Þá verða til 20-25 leikskólapláss í húsnæði gamla barnaskólans við Skólaveg 1 en mygla kom upp í þessu fyrsta steinsteypta húsi í Keflavík ekki alls fyrir löngu og hefur staðið autt í nokkurn tíma. Til stendur að taka húsið í gegn að innan og opna þar leikskóla síðla sumars. Nýi leikskólinn í Asparlaut verður tilbúinn fyrir jól n Nýr leikskóli verður byggður í stað Garðasels. Gamli barnaskólinn verður lítill leikskóli. Nýr leikskóli fyrir 90 börn í Dalshverfi opnar síðla sumars Frá undirritun samnings við Tindhaga sem munu klára nýja leikskólann Asparlaut í Hlíðahverfi í Reykjanesbæ. VF/pket Björgunarsveitin Suðurnes í Reykjanesbæ fagnar 30 ára af- mæli og Slysavarnadeildin Dag- björg 20 ára afmæli með afmæl- ishátíð í björgunarstöðinni við Holtsgötu Njarðvík laugardaginn 27. apríl næstkomandi. Almenn- ingi er boðið í heimsókn til björg- unarsveitarinnar milli kl. 15 og 17 á afmælisdaginn. Sýning á björgunartækjum verður haldin milli kl. 15 og 17 en frá kl. 16 verða hoppukastalar fyrir börnin, boðið upp á kandyfloss, börnin geta fengið að síga úr lyftu og grillaðar verða pylsur. Afmælishátíð á laugardag Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar hefur óskað eftir samtali við ríkis- stjórn um stjórnunarfyrirkomulag við þær óvenjulegu og krefjandi aðstæður sem nú eru í Grindavík. Markmið samtals er að leita leiða til að tryggja að vinna við verkefnið á næstu mánuðum fari fram sam- kvæmt skýrri forgangsröð aðgerða sem byggist á skýrum, sameigin- legum markmiðum. Jafnframt þarf að tryggja fjármögnun verkefna til framtíðar. Ábyrgð á framkvæmd aðgerða þarf einnig að vera skýr, segir í bókun bæjarstjórnar sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Grindavíkur í síðustu viku. Þá segir í bókuninni: Það lang- varandi óvissuástand sem nátt- úruhamfarirnar á Reykjanesskaga hafa valdið í Grindavík felur í sér flóknar áskoranir bæði fyrir bæj- aryfirvöld í Grindavík og önnur stjórnvöld sem að verkefninu hafa komið. Grindavíkurbær hefur átt gagnleg samtöl við hlutaðeigandi ráðuneyti um leiðir til að skýra ábyrgð á stjórn aðgerða á hverjum tíma og ábyrgð á einstökum verk- efnum. Augljóst er að lög um al- mannavarnir eru ekki skýr grund- völlur allra ákvarðana þegar um er að ræða langvarandi tímabil nátt- úruhamfara. Samstarf hefur í flestum megin- atriðum gengið vel og bæjarstjórn lýsir þakklæti fyrir þann mikilvæga stuðning sem ríkisstjórnin hefur veitt sveitarfélaginu og íbúum Grindavíkur. Aðgerðir við varnar- garða, jarðkönnun og stofnlagnir sýna þessa hugsun í verki og það á einnig við um ákvörðun um að Þórkatla kaupi íbúðarhúsnæði í Grindavík. Mikilvægt er að Grind- víkingar fái fullvissu fyrir því að áfram verði haldið á sömu braut með það endanlega markmið að Grindavík byggist upp að nýju að loknum náttúruhamförum. Þau verkefni sem þarf að vinna til að halda innviðum gangandi og tryggja öryggi í Grindavíkurbæ eru eðlisólík þeim verkefnum sem sveitarstjórnum eru falin að lögum. Raunar má fullyrða að ábyrgð á verkefnum af þeirri stærðargráðu sem hér um ræðir myndu ógna rekstrargrundvelli allra sveitar- félaga. Það á einnig við um Grinda- víkurbæ þrátt fyrir að bærinn væri skuldlaus og ætti nokkurn sjóð fyrir upphaf náttúruhamfaranna. Að lokum skal tekið fram að vinna stendur yfir við að aðlaga rekstur bæjarins að gjörbreyttum aðstæðum, á grundvelli samkomu- lags við innviðaráðuneytið um fjármál og rekstur Grindavíkur- bæjar, segir í bókun bæjarstjórnar Grindavíkur frá síðasta fundi. Verkefni af stærðargráðu sem myndu ógna rekstrargrundvelli allra sveitarfélaga Vel mætt til að vernda Hljómahöllina Vel var mætt á samstöðufundinn Verndum Hljómahöllina sem fór fram í Hljómahöll í síðustu viku. Á fundinum var verið að mótmæla ákvörðun bæjaryfirvalda að færa Bókasafn Reykjanesbæjar í Hljóma- höll og þar með skerða starfsemi Rokksafns Íslands og tónlistar- skólans. Í kringum 300 manns mættu og var fundurinn hinn líflegasti. Baldur Þórir Guðmundsson, einn skipuleggjenda, fór í stuttu máli yfir mikilvægi safnsins fyrir sjálfs- mynd Reykjanesbæjar. Jakob Frí- mann Magnússon, Páll Óskar Hjálmtýsson, Bragi Valdimar Skúlason og Ásgeir Elvar Garð- arsson fluttu tölu til stuðnings safninu. Jakob hvatti til að ákvörðunin um að loka safninu yrði endur- skoðuð og varpaði fram þeirri hugmynd að gera samninga við rútufyrirtækin sem ferja erlenda ferðamenn til og frá flugvellinum um að stoppa við í Rokksafninu. Páll Óskar stakk upp á því að byggja húsnæði undir bókasafn á lóðinni við Hljómahöll frekar en að reyna að troða því inn í húsnæði Hljómahallar og þar með skerða þá menningarstarfsemi sem þar væri til staðar. Ásgeir Elvar lagði mikla áherslu á að Reykjanesbær yrði að halda sínum sérkennum og þar gegndi Rokksafnið lykilhlutverki. „Þetta lítur út eins og uppgjöf og með sama áframhaldi mun Reykja- nesbær tapa sínum sérkennum og breytast í ódýrt úthverfi,“ sagði Ásgeir Elvar. Bragi Valdimar sagðist vera reiður og leiður fyrir hönd tón- listarmanna og tónlistarsögunnar og sér finnist vera vegið að vöggu rokksins með hugmyndum bæjar- yfirvalda. Allir sem til máls tóku sáu enda- laus tækifæri í að byggja upp Rokksafnið á þeim grunni sem myndaður hefur verið og sækja fram eins og íslenskt tónlistarfólk hefur gert í gegnum tíðina. Ég lagði fram undirskriftarlista á Island.is undir heitinu Verndum Hljóma- höll,“ sagði Baldur og bætti við í lokin: „Ég man ekki eftir mót- mælafundi íbúa í Reykjanesbæ í þrjátíu ára sögu sveitarfélagsins.“ Ítarlegri frétt má sjá á vf.is n Björgunarsveitin þrítug og slysavarnadeildin tvítug 2 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.