Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.04.2024, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 24.04.2024, Blaðsíða 13
Vilhjálmur Arngrímsson, Kúddi, sigraði á Víkurfréttamótinu í ballskák sem haldið var í húsakynnum Virkjunar á Ásbrú í síðustu viku. Vilhjálmur lagði Jón Ólaf Jónsson í spennandi úrslitaleik 2-1. „Ég er hræddur um að ég fái viðurnefnið Vilhjálmur annar ef ég tapa,“ sagði sigurveg- arinn við blaðamann áður en úrslitin hófust en Kúddi tapaði fyrir Jóni Ólafi í úrslitum mótsins í fyrra. Þeir mættust aftur í úrslitum í ár og Jón Óli vann fyrsta leikinn nokkuð örugglega en Kúddi gafst ekki upp og sýndi hvað í honum býr með því að vinna næstu tvo leiki en það þurfti hann að gera til að sigra á mótinu. „Þetta er gaman hjá okkur körlunum. Við mætum hér reglulega og spilum billiard í þessari skemmtilegu aðstöðu, rosknir karlar frá sextugu og yfir. Keppum og spjöllum. Svo er einn okkar duglegur að baka vöfflur sem við borðum hér með rjóma og sultu,“ sagði Kúddi. Veitt voru verðlaun fyrir sex efstu sætin. Jón Norðfjörð, formaður Ballskákfélags eldri borgara á Suðurnesjum en það er nafn félags þeirra karla, vann Georg úrsmið Hannah um 5. sætið. Vilhjálmur Ragnarsson lagði svo Helga Hólm í leik um 3. sætið. Karlarnir mæta flestir tvisvar í viku, sumir oftar en að jafnaði eru þeir um tuttugu. Tæp- lega fjörutíu eru í félaginu. Aðstaðan er mjög góð, átta fín billiardborð og svo er hægt að setjast niður á kaffistofunni og fá sér bolla og spjalla. Víkurfréttabikarinn í ballskák er bara eitt af mörgum mótum sem haldin eru yfir árið. Jón Norðfjörð segir að menn hafi gaman af því að spila og hittast. Hann var nýlega endurkjörinn formaður Ballskákfélagsins. „Það er virkilega gaman að koma hérna og hitta félagana. Þetta er góður félagsskapur. Hér eru menn sem eru komnir hátt á níræð- isaldur en bera sig vel og gefa ekkert eftir.“ Vilhjálmur varð ekki aftur annar Hópurinn sem tók þátt í Víkurfréttabikarnum 2024. Vilhjálmur „Kúddi“ Arngrímsson, Víkurfréttameistari 2024. „Þó svo að aðstæður væru eðlilegar værum við ekki að opna Húsa- tóftavöll á sumardaginn fyrsta, tíðarfarið býður ekki upp á það. Vonandi getum við opnað 1. maí,“ segir Helgi Dan Steinsson, fram- kvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur. Við héldum aðalfund okkar nýlega og kom aldrei neitt annað til greina en halda það í golfskálanum okkar á Húsatóftavelli. Mætingin var góð og var gott hljóð í grindvískum golfurum, það eru allir sammála um að þetta verði frábært golf- sumar hjá okkur.“ Í lok síðustu viku hóf verkfræði- stofan EFLA jarðvegsskönnun á Húsatóftavelli og fór verkið vel af stað. Jarðvegskönnun á vellinum „Það eru allir sammála um að það þurfi að framkvæma þessa jarðvegsskönnun á Húsatófta- velli, við myndum aldrei hleypa öðruvísi inn á hann. Ég persónu- lega er sannfærður um að það er í lagi með völlinn en mér myndi ekki líða vel með að hleypa inn á hann fyrr en fagaðilar eru búnir að ganga úr skugga um að allt sé í lagi. Það er búið að fljúga með dróna yfir völlinn og á bara eftir að vinna úr þeim gögnum. Ég er búinn að labba völlinn allan þvert og endalangt og hef séð neitt at- hugavert. Einu skemmdirnar eru þær sem urðu 10. nóvember við fremri teiginn á þrettándu holu, á nýja æfingasvæðinu og svo eru smá sprungur í bílastæðinu. Þetta eru minniháttar skemmdir en þó munum við þurfa að gera nýjan fremri teig á þrettándu holu. Von- andi verður það svæði ekki lagað, heldur girt af svo gestir okkar geti skoðað hvað gekk á. Skemmdirnar á æfingasvæðinu skipta ekki svo miklu máli því það var ekki til- búið og ég myndi treysta mér til að leggja bílnum þar sem skemmdin er á bílastæðinu. Þetta verður samt auðvitað lagað, ég er bara að benda á að ástandið hjá okkur er miklu betra en margir halda. Ég hef margoft verið spurður að því hvort Húsatóftavöllur sé ónýtur, því fer víðsfjarri. Síðan völlurin opnaði árið 1981 höfum við leikið golf á milli tveggja sprunga og þær hafa ekkert stækkað síðan 10. nóvember. Sem dæmi hefur brúin Bjartsýni ríkir hjá grindvískum golfurum á milli Ameríku- og Evrasíuflekans ekkert aflagast. Ástandið á vell- inum okkar er bara mjög gott fyrir utan að veðurguðirnir hafa ekki verið okkur hliðhollir frekar en öðrum golfvöllum. Ef allt gengur að óskum og veðurguðirnir verði þokkalega hagstæðir munum við opna völlinn með pompi og prakt 1. maí í síðasta lagi,“ segir Helgi. „Nokkrir golfklúbbar hafa boðið Grindvíkinga velkomna. „Golf- klúbbur Suðurnesja, Golfklúbbur Sandgerðis og Eyjamenna bjóða meðlimum GG að spila frítt í sumar og aðrir klúbbar bjóða góð kjör og fyrir það munum við alltaf verða þakklát fyrir. Vonandi mun samt ekki koma til þess, heldur að meðlimir GG geti spilað sinn Húsatóftavöll en það er gott að vita af hinum valkostunum. Við Grind- víkingar þekkjum ekkert annað en horfa björtum augum til framtíð- arinnar, við getum ekki beðið eftir að golfsumarið hefjist,“ sagði Helgi Dan að lokum. Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í Leiru í vetur en stærsta mót ársins, Íslandsmót í golfi, verður á Hólmsvelli í júlí. Að sögn vallarstjóra GS kemur völlurinn vel undan vetri og verður hann opnaður á sumarflötum 30. apríl fyrir félagsfólk GS en daginn eftir fyrir aðra. Nýlega var borinn áburður á flatirnar sem grænka nú á hverjum degi í vorblíðunni. Meðfylgjandi mynd tók Hilmar Bragi 18. apríl og sýnir fram- kvæmdir við 4. braut Hólmsvallar. Þar hefur verið unnið við varnar- garðinn ásamt jarðvegsflutningum en brautin mun liggja alveg að garðinum. Framkvæmdir í Leiru víkurFrÉttir á SuðurNESJuM // 13

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.