Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.04.2024, Side 5

Víkurfréttir - 24.04.2024, Side 5
Barnshafandi konum á Suðurnesjum gefst nú í fyrsta sinn tækifæri til að fara í þrívíddarsónar í heimabyggð. Margrét Knútsdóttir, ljós- móðir, hefur látið draum sinn um kaup á sónartæki rætast. „Ég hef endalausan áhuga á öllu sem viðkemur meðgöngu og fæðingu. Ásamt því að sinna ljós- móðurstarfinu til fjölda ára hef ég meðal annars kennt meðgöngu- jóga í að verða 15 ár og brenn fyrir því að gera meðgöngu kvenna sem ánægjulegasta. Mig hefur því í mörg ár dreymt um að eignast þrí- víddarsónar og að geta veitt þessa þjónustu á Suðurnesjum“, segir Margrét ánægð en einnig verður hægt að koma til hennar í svokall- aðan kynjasónar eftir 16. viku með- göngu. Kíkja á krílið Meðganga er oft spennandi tími í lífi verðandi foreldra og í sónar- skoðun gefst möguleiki á að að kíkja á krílið og tengjast því enn frekar. „Í þrívíddarsónar, sem konur koma í á um sjöunda eða áttunda mánuði meðgöngu, er hægt að sjá krílið hreyfa sig og ef til vill vinka, teygja úr sér eða opna augun. Eitthvað sem getur verið einstök upplifun. Þá get ég einnig útbúið stutt myndband í skoðun- inni sem foreldrar fá sent ásamt nokkrum myndum,“ segir Margrét en ítrekar að svona skoðun er ein- ungis til gamans gerð og ekki um fósturgreiningu að ræða. Notaleg upplifun Fyrirtæki Margrétar nefnist Lífsins tré og er með aðsetur að Aðalgötu 60, í sama húsnæði og heilsu- gæslan Höfða. Hægt er að velja á milli kynjasónar/tvívíddarsónar frá viku sextán og þrívíddarsónar frá viku 26 til 32 á meðgöngu. Skoð- unin fer fram í hlýlegu og notalegu umhverfi og mikið lagt upp úr því að gera upplifunina sem besta. Margrét ætlar fyrst um sinn að bjóða upp á tíma síðdegis á virkum dögum en hægt er fá nánari upp- lýsingar og panta tíma í gegnum vefsíðuna hennar www.lifsinstre.is Þrívíddarsónar í heimabyggð Margrét Knútsdóttir, ljósmóðir, hefur látið draum sinn um kaup á sónartæki rætast og opnað aðsetur að Aðalgötu 60 í Reykjanesbæ. Þar er hún í sama húsnæði og Heilsugæslan Höfða. SÖLUSTJÓRI FAGAÐILA Á SUÐURNESJUM Við hjá BYKO erum að leita að öflugum einstaklingi til að sinna starfi sölustjóra fagaðila í Verslun BYKO á Suðurnesjum. Ef þú ert framsækinn og faglegur einstaklingur með gleðina í fyrirrúmi þá erum við að leita að þér. Við hvetjum einstaklinga af öllum kynjum og á öllum aldri til að sækja um. Við hvetjum einstaklinga af öllum kynjum og á öllum aldri til að sækja um. BYKO hefur sett sér þá framtíðarsýn að skapa bestu heildarupplifun viðskiptavina í framkvæmdum og fegrun heimilisins. Í þeirri vinnu höfum við gildin okkar að leiðarljósi; fagmennska, framsækni og gleði. Allar nánari upplýsingar veitir Gunnur Magnúsdóttir, verslunarstjóri (gunnurm@byko.is). VIÐ LEITUM AÐ EINSTAKLINGI MEÐ: • Þekkingu á byggingaefni • Menntun sem nýtist í starfi - iðnmenntun kostur • Góða tölvukunnáttu - þekking á AX og CRM kostur • Hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund • Brennandi áhugi á verslun, þjónustu og sölustörfum • Samviskusemi, skipulögð og öguð vinnubrögð • Íslensku- og enskukunnáttu - skilyrði HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐ: • Sala og ráðgjöf til viðskiptavina, tilboðsgerð, eftirfylgni og afgreiðsla • Afgreiðsla, tilboðsgerð, sala og ráðgjöf til viðskiptavina • Samskipti við vöruflokkastjóra, verktaka o.s.frv. í samráði við verslunarstjóra • Þátttaka í söluátökum og söluferðum/ heimsóknum á starfssvæði • Önnur tilfallandi störf UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 29. APRÍL SÓTT ER UM Á BYKO.IS EÐA ALFRED.IS víkurFrÉttir á SuðurNESJuM // 5

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.